Á vef Veðurstofunnar segir að það dragi heldur úr vindi og úrkomu í kvöld, en rigning eða slydda syðst.
Frost null til sex stig, en hiti eitt til sex stig sunnantil.
Á morgun verður norðaustan 5-13 m/s og slydda eða rigning með köflum sunnantil, en birtir smám saman til á norðanverðu landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Austan- og norðaustanátt, 5-13 m/s, hvassast norðvestantil og við suðausturströndina. Skýjað og þurrt að kalla norðan- og austanlands og vægt frost, en lítilsháttar slydda eða rigning með suðurströndinni og hiti 0 til 4 stig.
Á miðvikudag: Austlæg átt, 3-10 m/s. Skúrir eða slydduél sunnan- og vestanlands en skýjað með köflum norðanlands. Austan 10-15 og dálítil rigning eða snjókoma sunnanlands um kvöldið. Hiti 1 til 4 stig, en vægt frost norðantil.
Á fimmtudag: Austlæg átt með rigningu eða slyddu en snjókomu norðanlands. Hiti breytist lítið.
Á föstudag: Norðaustlæg átt með snjókomu norðanland, en suðlæg átt og slydduél sunnanlands.
Á laugardag: Útlit fyrir norðanátt og snjókomu. Frost 1 til 12 stig.
Á sunnudag: Líklega norðlæg átt og él eða snjókoma á norðanverðu landinu, en að mestu bjart sunnantil.