Þetta staðfestir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir barminn hafa brostið upp úr hálftíu í kvöld og hraun renni nú til norðurs.
Aðspurður hvort hraunrennslið ógni einhverjum innviðum segir hann það ólíklegt en verið sé að meta stöðuna á staðnum og stöðufundur sé fyrirhugaður í fyrramálið. Að svo stöddu sjáist ekki hve mikið hraunrennslið er eða nákvæmlega í hvaða átt það rennur.
Renni hraunið langa leið geti það nálgast Grindavíkurveg en það þyki ólíklegt að svo stöddu.
Að neðan má sjá myndskeið sem Björn Steinbekk tók á gosstöðvunum fyrr í dag af glæsilegum hraunfossi.