Telur ekkert að því að sitjandi forsætisráðherra bjóði sig fram Bjarki Sigurðsson skrifar 7. apríl 2024 19:41 Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti fyrir fund þeirra í dag. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra baðst lausnar úr embætti sínu í dag til þess að bjóða sig fram til forseta Íslands. Fráfarandi forseti segir atburðarásina ekki óheppilega en ráðherra telur ríkisstjórnina ekki falla gangi hún frá borðinu. Aldrei nokkurn tímann í sögu lýðveldisins Íslands hefur sitjandi forsætisráðherra boðið sig fram til forseta Íslands. Á Bessastöðum í dag baðst Katrín Jakobsdóttir lausnar úr embættinu til að vera sú fyrsta til að gera nákvæmlega það. Katrín Jakobsdóttir verður forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar.Vísir/Vilhelm Lausnarbeiðnin samþykkt Forsetinn samþykkti lausnarbeiðnina en óskaði eftir því að Katrín myndi sitja áfram sem forsætisráðherra þar til leiðtogar stjórnarflokkanna væru búnir að velja nýjan forsætisráðherra. „Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs forsætisráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðu sinni eftir fundinn. Ekkert varhugavert við framboðið Hann gaf sem minnst upp um hversu langan tíma flokkarnir hefðu til að finna sér nýjan forsætisráðherra. Þá væri það ekki óheppilegt að sitjandi forsætisráðherra yfirgæfi ríkisstjórnina til að bjóða sig fram til forseta. „Ef það þætti afskaplega óheppilegt þá væru settar einhverjar skorður af því tagi í okkar stjórnskipun. Þannig það eru ákveðin ákvæði um kjörgengi og við getum unað þokkalega við þau held ég,“ segir Guðni. En sérðu eitthvað varhugavert við að sitjandi forsætisráðherra fari í forsetaframboð? „Nei.“ Vissi af þessum flækjum Katrín á ekki von á því að vera forsætisráðherra mikið lengur. Hún telur flokkana þrjá komast að lausn fyrr en síðar. „Það er auðvitað óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra gefi kost á sér í framboð til forseta. Þá verður maður bara að taka því að það eru ákveðnar flækjur sem fylgja því. Það lá algjörlega ljóst fyrir þegar ég tók mína ákvörðun þannig ég bara tek á þeim,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin springi ekki Hún er spennt fyrir því að geta farið á kaf í framboðsgírinn og telur að ríkisstjórnin muni ekki springa við brotthvarf hennar. „Ég hef auðvitað lagt mig alla fram í því verkefni að leiða þessa ríkisstjórn undanfarið sex og hálft ár, að sjálfsögðu. Og hef verið þar hundrað prósent. En eins og ég segi, það er enginn ómissandi í þessu og ekki ég heldur,“ segir Katrín. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðni Th. Jóhannesson Vinstri græn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Aldrei nokkurn tímann í sögu lýðveldisins Íslands hefur sitjandi forsætisráðherra boðið sig fram til forseta Íslands. Á Bessastöðum í dag baðst Katrín Jakobsdóttir lausnar úr embættinu til að vera sú fyrsta til að gera nákvæmlega það. Katrín Jakobsdóttir verður forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar.Vísir/Vilhelm Lausnarbeiðnin samþykkt Forsetinn samþykkti lausnarbeiðnina en óskaði eftir því að Katrín myndi sitja áfram sem forsætisráðherra þar til leiðtogar stjórnarflokkanna væru búnir að velja nýjan forsætisráðherra. „Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs forsætisráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðu sinni eftir fundinn. Ekkert varhugavert við framboðið Hann gaf sem minnst upp um hversu langan tíma flokkarnir hefðu til að finna sér nýjan forsætisráðherra. Þá væri það ekki óheppilegt að sitjandi forsætisráðherra yfirgæfi ríkisstjórnina til að bjóða sig fram til forseta. „Ef það þætti afskaplega óheppilegt þá væru settar einhverjar skorður af því tagi í okkar stjórnskipun. Þannig það eru ákveðin ákvæði um kjörgengi og við getum unað þokkalega við þau held ég,“ segir Guðni. En sérðu eitthvað varhugavert við að sitjandi forsætisráðherra fari í forsetaframboð? „Nei.“ Vissi af þessum flækjum Katrín á ekki von á því að vera forsætisráðherra mikið lengur. Hún telur flokkana þrjá komast að lausn fyrr en síðar. „Það er auðvitað óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra gefi kost á sér í framboð til forseta. Þá verður maður bara að taka því að það eru ákveðnar flækjur sem fylgja því. Það lá algjörlega ljóst fyrir þegar ég tók mína ákvörðun þannig ég bara tek á þeim,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin springi ekki Hún er spennt fyrir því að geta farið á kaf í framboðsgírinn og telur að ríkisstjórnin muni ekki springa við brotthvarf hennar. „Ég hef auðvitað lagt mig alla fram í því verkefni að leiða þessa ríkisstjórn undanfarið sex og hálft ár, að sjálfsögðu. Og hef verið þar hundrað prósent. En eins og ég segi, það er enginn ómissandi í þessu og ekki ég heldur,“ segir Katrín.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðni Th. Jóhannesson Vinstri græn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira