Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2024 13:03 Ástþór kannast ekkert við málið. Vísir Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. Bessastaðabaráttan og sérstaklega mynd sem dreift var á síðunni, hefur vakið mikla athygli og reiði síðan hún var sett í loftið. Á myndinni má sjá Baldur Þórhallsson, sem er í forsetaframboði líkt og Ástþór, kyssa eiginmann sinn Felix Bergsson. Í bakgrunni má sjá annað samkynhneigt par í faðmlögum og fána hinseginfólks. Þá má sjá talblöðrur þar sem lesa má gömul ummæli þeirra Baldurs og Felix, greinilega ætlaðar þeim til smættunar. Netverjar hafa margir hverjir lýst yfir óánægju sinni með gjörninginn. Sá þetta á Facebook. Eitt er að hafa sínar skoðanir á mönnum og málefnum, en mér finnst glatað að borga fyrir að bera svona út. Allir eiga fortíð, geta beðist afsökunar, bætt sig og eiga að njóta sannmælis.Kosningar eiga að vera málefnalegar en ekki leðjuslagur. pic.twitter.com/zYTOyl8G6M— Arnar Arinbjarnarson (@arnarar) March 31, 2024 Símanúmer og vefsíða í eigu Ástþórs tengd síðunni Aðrir netverjar hafa gengið skrefinu lengra og reynt að komast að því hver stendur að baki síðunni. Í frétt DV segir að slík rannsókn hafi leitt í ljós að símanúmer og vefsíða í eigu Ástþórs væru skráð fyrir síðunni. DV hafi því sent Ástþóri fyrirspurn vegna málsins og spurt hvort síðan væri ekki í mótsögn við skilaboð hans um alheimsfrið. Ástþór hafi ekkert viljað kannast við málið og í yfirlýsingu sagt að hvorki Bessastaðabaráttan né umrædd mynd væri á hans vegum. „Þess má geta að sama dag var umræddri Facebook-síðu eytt,“ segir í frétt DV. Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Bessastaðabaráttan og sérstaklega mynd sem dreift var á síðunni, hefur vakið mikla athygli og reiði síðan hún var sett í loftið. Á myndinni má sjá Baldur Þórhallsson, sem er í forsetaframboði líkt og Ástþór, kyssa eiginmann sinn Felix Bergsson. Í bakgrunni má sjá annað samkynhneigt par í faðmlögum og fána hinseginfólks. Þá má sjá talblöðrur þar sem lesa má gömul ummæli þeirra Baldurs og Felix, greinilega ætlaðar þeim til smættunar. Netverjar hafa margir hverjir lýst yfir óánægju sinni með gjörninginn. Sá þetta á Facebook. Eitt er að hafa sínar skoðanir á mönnum og málefnum, en mér finnst glatað að borga fyrir að bera svona út. Allir eiga fortíð, geta beðist afsökunar, bætt sig og eiga að njóta sannmælis.Kosningar eiga að vera málefnalegar en ekki leðjuslagur. pic.twitter.com/zYTOyl8G6M— Arnar Arinbjarnarson (@arnarar) March 31, 2024 Símanúmer og vefsíða í eigu Ástþórs tengd síðunni Aðrir netverjar hafa gengið skrefinu lengra og reynt að komast að því hver stendur að baki síðunni. Í frétt DV segir að slík rannsókn hafi leitt í ljós að símanúmer og vefsíða í eigu Ástþórs væru skráð fyrir síðunni. DV hafi því sent Ástþóri fyrirspurn vegna málsins og spurt hvort síðan væri ekki í mótsögn við skilaboð hans um alheimsfrið. Ástþór hafi ekkert viljað kannast við málið og í yfirlýsingu sagt að hvorki Bessastaðabaráttan né umrædd mynd væri á hans vegum. „Þess má geta að sama dag var umræddri Facebook-síðu eytt,“ segir í frétt DV.
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira