Laun dómara opinberuð: Þeir bestu á Englandi þéna mest en hæstu meðallaunin eru á Spáni Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 12:16 Anthony Taylor er líklegast einn af best launuðu dómurum ensku deildarinnar en Gabriel Jesus þó töluvert launahærri. Vísir/Getty Dómarar eru oftar en ekki í sviðsljósinu í knattspyrnuheiminum. Vefmiðillinn The Athletic hefur birt samantekt yfir laun dómara í sex stórum deildum þar sem ýmislegt áhugavert kemur í ljós. Sjaldan er fjallað um launakjör dómara í knattspyrnu sem þó eru oft mikið í sviðsljósinu vegna ákvarðana sinna. Vefmiðillinn The Athletic hefur birt samantekt yfir launakjör dómara í fimm stærstu deildum Evrópu sem og bandarísku MLS-deildinni. Í samantektinni kemur í ljós að dómarar í spænsku úrvalsdeildinni fá hæstu launin að meðaltali. Fyrir utan greiðslu fyrir sjálfa dómgæsluna fá þeir greiðslu vegna ímyndaréttar og auglýsinga á búningum þeirra. Ever wondered how much a referee earns? La Liga officials are the best paid on average and command image rights Premier League refs have potential to earn highest annual salaries MLS now on par with top European leagues @TBurrows16 and @MLSist— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Dómarar í ensku úrvalsdeildinni fá töluvert lægri laun að meðaltali en kollegar þeirra á Spáni. Þar munar hins vegar miklu á launum einstakra dómara og þeir sem standa sig best og hafa mestu reynsluna eru þeir launahæstu í heimi. Þá er athyglisvert að dómarar á Englandi fá sérstaklega greitt ef þeir dæma rétt í stórum atvikum í leikjum. Árslaun dómara Á Englandi eru tuttugu dómarar sem tilheyra hópnum SG1 (Select Group One) en þeir starfa sem dómarar í fullu starfi og dæma leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar á meðal eru þrír dómarar sem tilheyra UEFA Elite-hópnum sem fá að auki greiðslur fyrir Evrópu- og landsleiki. La Liga Lægstu laun: 21.836.749 krónurHæstu laun: 21.836.749 krónur MLS Lægstu laun: 17.366.978 krónurHæstu laun: 22.923.877 krónur Premier League Lægstu laun: 12.985.604 krónurHæstu laun: 25.879.120 krónur Serie A Lægstu laun: 13.523.895 krónurHæstu laun: 13.592.610 krónur Ligue 1 Lægstu laun: 11.724.669 krónurHæstu laun: 11.784.772 krónur Bundesliga Lægstu laun: 9.310.177 krónurHæstu laun: 12.313.574 krónur Þar fyrir neðan eru SG2-hópur sem sér að mestu um leiki í Championship-deildinni og síðan National-hópurinn sem dæma í League One og League Two deildunum. Það þarf þó ekkert að efast um að leikmenn deildanna þéna margfalt meira en dómararnir sem miklu ráða. Kevin De Bruyne og Erling Haaland eru þar í efstu tveimur sætunum og þéna um 70 milljónir króna - á einni viku. Tekjur drýgðar í Mið-Austurlöndum Dómarar á Englandi hafa þó nýtt tækifæri og drýgt tekjurnar á öðrum vettvangi. Mark Clattenburg hætti alfarið dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni árið 2017 og flutti sig yfir til Sádi Arabíu. Í bók sem hann gaf út sagði hann frá því að á Englandi hafi hann þénað tæplega 23 milljónir á ári. Í Sádi Arabíu hafi árslaunin hins vegar verið rúmar 90 milljónir og það skattfrjálst. Þá hefur Michael Oliver tekið að sér einstaka leiki í Sádi Arabíu en í september dæmdi hann leik Sharjah og Al Ain þar í landi. Hluti teymisins í þeim leik dæmdi síðan leik Tottenham og Liverpool í ensku deildinni aðeins tveimur sólarhringum síðar og hlaut mikla gagnrýni fyrir risastór mistök þegar löglegt mark Luis Diaz var dæmt af. Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Þýski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
Sjaldan er fjallað um launakjör dómara í knattspyrnu sem þó eru oft mikið í sviðsljósinu vegna ákvarðana sinna. Vefmiðillinn The Athletic hefur birt samantekt yfir launakjör dómara í fimm stærstu deildum Evrópu sem og bandarísku MLS-deildinni. Í samantektinni kemur í ljós að dómarar í spænsku úrvalsdeildinni fá hæstu launin að meðaltali. Fyrir utan greiðslu fyrir sjálfa dómgæsluna fá þeir greiðslu vegna ímyndaréttar og auglýsinga á búningum þeirra. Ever wondered how much a referee earns? La Liga officials are the best paid on average and command image rights Premier League refs have potential to earn highest annual salaries MLS now on par with top European leagues @TBurrows16 and @MLSist— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Dómarar í ensku úrvalsdeildinni fá töluvert lægri laun að meðaltali en kollegar þeirra á Spáni. Þar munar hins vegar miklu á launum einstakra dómara og þeir sem standa sig best og hafa mestu reynsluna eru þeir launahæstu í heimi. Þá er athyglisvert að dómarar á Englandi fá sérstaklega greitt ef þeir dæma rétt í stórum atvikum í leikjum. Árslaun dómara Á Englandi eru tuttugu dómarar sem tilheyra hópnum SG1 (Select Group One) en þeir starfa sem dómarar í fullu starfi og dæma leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar á meðal eru þrír dómarar sem tilheyra UEFA Elite-hópnum sem fá að auki greiðslur fyrir Evrópu- og landsleiki. La Liga Lægstu laun: 21.836.749 krónurHæstu laun: 21.836.749 krónur MLS Lægstu laun: 17.366.978 krónurHæstu laun: 22.923.877 krónur Premier League Lægstu laun: 12.985.604 krónurHæstu laun: 25.879.120 krónur Serie A Lægstu laun: 13.523.895 krónurHæstu laun: 13.592.610 krónur Ligue 1 Lægstu laun: 11.724.669 krónurHæstu laun: 11.784.772 krónur Bundesliga Lægstu laun: 9.310.177 krónurHæstu laun: 12.313.574 krónur Þar fyrir neðan eru SG2-hópur sem sér að mestu um leiki í Championship-deildinni og síðan National-hópurinn sem dæma í League One og League Two deildunum. Það þarf þó ekkert að efast um að leikmenn deildanna þéna margfalt meira en dómararnir sem miklu ráða. Kevin De Bruyne og Erling Haaland eru þar í efstu tveimur sætunum og þéna um 70 milljónir króna - á einni viku. Tekjur drýgðar í Mið-Austurlöndum Dómarar á Englandi hafa þó nýtt tækifæri og drýgt tekjurnar á öðrum vettvangi. Mark Clattenburg hætti alfarið dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni árið 2017 og flutti sig yfir til Sádi Arabíu. Í bók sem hann gaf út sagði hann frá því að á Englandi hafi hann þénað tæplega 23 milljónir á ári. Í Sádi Arabíu hafi árslaunin hins vegar verið rúmar 90 milljónir og það skattfrjálst. Þá hefur Michael Oliver tekið að sér einstaka leiki í Sádi Arabíu en í september dæmdi hann leik Sharjah og Al Ain þar í landi. Hluti teymisins í þeim leik dæmdi síðan leik Tottenham og Liverpool í ensku deildinni aðeins tveimur sólarhringum síðar og hlaut mikla gagnrýni fyrir risastór mistök þegar löglegt mark Luis Diaz var dæmt af.
La Liga Lægstu laun: 21.836.749 krónurHæstu laun: 21.836.749 krónur MLS Lægstu laun: 17.366.978 krónurHæstu laun: 22.923.877 krónur Premier League Lægstu laun: 12.985.604 krónurHæstu laun: 25.879.120 krónur Serie A Lægstu laun: 13.523.895 krónurHæstu laun: 13.592.610 krónur Ligue 1 Lægstu laun: 11.724.669 krónurHæstu laun: 11.784.772 krónur Bundesliga Lægstu laun: 9.310.177 krónurHæstu laun: 12.313.574 krónur
Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Þýski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira