Sport

Snæ­fríður önnur og Anton Sveinn þriðji í Sví­þjóð

Aron Guðmundsson skrifar
Anton Sveinn og Snæfríður synda á opna sænska meistaramótinu þessa dagana
Anton Sveinn og Snæfríður synda á opna sænska meistaramótinu þessa dagana

Snæ­fríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee syntu bæði til úr­slita á opna sænska meistra­mótinu í sundi í Stokk­hólmi í dag. Snæ­fríður endaði í 2.sæti í tvö hundruð metra skrið­sundi og Anton Sveinn í þriðja sæti í tvö hundruð metra bringu­sundi.

Snæfríður Sól fékk einnig hörkukeppni í sundinu við Nele Schulze frá Þýskalandi, Snærfríður varð önnur í sundinu á tímanum 1:59,21 en sigurtíminn hjá Nele var 1:59.08. Fínt sund hjá Snæfríði en hún mun synda 100m skriðsund á mánudaginn.

Anton kom inn í úrslitin á fjórða besta tímanum en þriðja sætið var niðurstaðan í úrslitasundi dagsins eftir hörkuspennandi keppni hans við Hollendingana Amo Kamminga og Casper Corbeau. 

Anton synti á tímanum 2:10,74. Arno sigraði í sundinu á tímanum 2:09,61, Casper varð annar á 2:10.00. Fínt sund hjá Antoni sem syndir 100m bringusund á morgun,laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×