Eðlilegt að bankarnir taki þátt í að fjármagna gjaldeyrisforðann Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2024 19:30 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fluttu bæði ávörp á ársfundi Seðlabankans í dag. Stöð 2/Einar Seðlabankinn hefur skikkað viðskiptabankanna til að auka vaxtalausar innistæður sínar hjá Seðlabankanum til að auka traust á peningastefnunni. Þetta vinnur gegn tapi Seðlabankans vegna neikvæðs vaxtamunar á tekjum hans og gjöldum. Ársfundur Seðlabankans fór fram í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti að venju ávarp á fundinum, ef til vill í síðasta sinn á þessum vettangi fari hún í forsetaframboð. Seðlabankastjóri fór yfir þróun efnahagsmála á undanförnum árum með sögulegum samdrætti á covid tímanum og síðan gríðarlegri þenslu á undanförnum árum. Hagvöxtur hér hefði slegið öll met og verið mun meiri en í örðum vestrænum ríkjum. Eftir efnahagshrunið 2008 var gripið til alls kyns aðgerða til að það endurtæki sig ekki og ákveðið að byggja upp mikinn gjaldreyrisforða sem var 790 milljarðar um síðustu áramót. Seðlabankinn fær mun lægri vexti af erlendum gjaldeyriseignum sínum en hann greiðrir bönkunum og ríkinu af vaxtaberandi innlánum þeirra hjá Seðlabankanum. Þannig greiddi Seðlabankinn 31,6 milljarða í vexti til banka og ríkis í fyrra en fékk 24,7 milljarða í vaxtatekjur. Neikvæður vaxtamunur var því 6,9 milljarðar króna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að í þessu ljósi hafi peningastefnunefnd ákveðið í gær að auka vaxtalausa bindiskyldu bankanna úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Ásgeir Jónsson segir eðlilegt að bankarnir taki þátt í kostnaðinum við mikinn gjaldeyrisforða.Stöð 2/Einar „Við erum með mjög stóran gjaldeyrisforða sem margir njóta góðs af. Við þurfum að borga innálnsvexti sem eru í raun stýrivextir okkar til bankanna. Við erum aðeins að reyna að laga hjá okkur vaxtamuninn," segir seðlabankastjóri. Það væri eðlilegt að bankarnir tækju þátt í kostnaðinum við að reka peningastefnu og myntsvæði með miklum gjaldeyrisforða. Þetta hjálpi til við lækkun vaxta þegar fram líði stundir. „Já ég vona það. Við ályktum að þetta hafi ekki áhrif alveg strax. Ég held að þetta tryggi trúverðugleika bankans. Að við séum ekki að blæða eiginfé. Við séum þá í sæmilegu jafnvægi,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. 4. apríl 2024 11:40 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Ársfundur Seðlabankans fór fram í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti að venju ávarp á fundinum, ef til vill í síðasta sinn á þessum vettangi fari hún í forsetaframboð. Seðlabankastjóri fór yfir þróun efnahagsmála á undanförnum árum með sögulegum samdrætti á covid tímanum og síðan gríðarlegri þenslu á undanförnum árum. Hagvöxtur hér hefði slegið öll met og verið mun meiri en í örðum vestrænum ríkjum. Eftir efnahagshrunið 2008 var gripið til alls kyns aðgerða til að það endurtæki sig ekki og ákveðið að byggja upp mikinn gjaldreyrisforða sem var 790 milljarðar um síðustu áramót. Seðlabankinn fær mun lægri vexti af erlendum gjaldeyriseignum sínum en hann greiðrir bönkunum og ríkinu af vaxtaberandi innlánum þeirra hjá Seðlabankanum. Þannig greiddi Seðlabankinn 31,6 milljarða í vexti til banka og ríkis í fyrra en fékk 24,7 milljarða í vaxtatekjur. Neikvæður vaxtamunur var því 6,9 milljarðar króna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að í þessu ljósi hafi peningastefnunefnd ákveðið í gær að auka vaxtalausa bindiskyldu bankanna úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Ásgeir Jónsson segir eðlilegt að bankarnir taki þátt í kostnaðinum við mikinn gjaldeyrisforða.Stöð 2/Einar „Við erum með mjög stóran gjaldeyrisforða sem margir njóta góðs af. Við þurfum að borga innálnsvexti sem eru í raun stýrivextir okkar til bankanna. Við erum aðeins að reyna að laga hjá okkur vaxtamuninn," segir seðlabankastjóri. Það væri eðlilegt að bankarnir tækju þátt í kostnaðinum við að reka peningastefnu og myntsvæði með miklum gjaldeyrisforða. Þetta hjálpi til við lækkun vaxta þegar fram líði stundir. „Já ég vona það. Við ályktum að þetta hafi ekki áhrif alveg strax. Ég held að þetta tryggi trúverðugleika bankans. Að við séum ekki að blæða eiginfé. Við séum þá í sæmilegu jafnvægi,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. 4. apríl 2024 11:40 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. 4. apríl 2024 11:40