Funda um opnun Bláa lónsins í fyrramálið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2024 16:01 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum undar með forsvarsmönnum Bláa lónsins í fyrramálið til að taka ákvörðun um framhaldið. Vísir/Einar Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum fundaði með forsvarsmönnum Bláa lónsins í dag og mun gera það aftur í fyrramálið til að taka ákvörðun um starfsemi lónsins. Hættuleg gasmengun hefur komið í veg fyrir opnun lónsins frá því að eldgos hófst á Reykjanesskaga í síðasta mánuði. „Við funduðum með Bláa lóninu í dag og gerum það aftur í fyrramálið. Þannig að það skýrist bara með morgundeginum hvað verður með Bláa lónið. Við ætlum að reyna að lifa með þessu ástandi, bæði þar og inni í Grindavík. Bara eins og gert hefur verið fram til dagsins í dag,“ segir Úlfar í samtali við fréttastofu. Ríkislögreglustjóri ákvað í gær að fara af neyðarstigi niður á hættustig Almannavarna vegna eldgossins. Þá kemur fram á heimasíðu Bláa lónsins að lónið verði lokað að minnsta kosti út daginn í dag, en það hefur verið lokað frá upphafi eldgossins 16. mars vegna hárra gilda brennisteinsdíoxíðs, sem mælst hafa á svæðinu. Til stóð að opna lónið aftur 27. mars en Úlfar gaf það þá út að hann teldi óforsvaranlegt að halda úti starfsemi í lóninu á meðan eldgos er enn í gangi. Vikuna áður hafði starfsmaður Bláa lónsins þurft að leita sér læknisaðstoðar vegna eitrunareinkenna. „Það var ákvörðun Bláa lónsins að loka, þeir tóku fullt tillit til þess sem lögreglustjórinn sagði. Síðan er verið að skoða þetta dag frá degi. Það sem Bláa lóns fólk hefur verið að gera er að efla varnarbúnað hvað gasmengun varðar. Við verðum bara að sjá til.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Lögreglumál Tengdar fréttir Útlit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suðvesturs Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður. 27. mars 2024 14:07 Hættuleg gasmengun kemur í veg fyrir opnun Bláa lónsins Bláa lónið hefur samtals verið lokað í rúmlega áttatíu daga frá því að jarðhræringarnar við Grindavík hófust fyrir fimm mánuðum. Óvíst er hvenær hægt verður að opna á ný vegna hættulegrar gasmengunnar. 27. mars 2024 11:57 Ekki forsvaranlegt að opna Bláa lónið að mati lögreglu Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir óbreytt ástand í Grindavík og í kring og því ekki forsvaranlegt að halda úti starfsemi í Bláa lóninu á meðan eldgos er enn í gangi. Það eigi einnig við um aðra starfsemi á svæðinu. 26. mars 2024 15:42 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
„Við funduðum með Bláa lóninu í dag og gerum það aftur í fyrramálið. Þannig að það skýrist bara með morgundeginum hvað verður með Bláa lónið. Við ætlum að reyna að lifa með þessu ástandi, bæði þar og inni í Grindavík. Bara eins og gert hefur verið fram til dagsins í dag,“ segir Úlfar í samtali við fréttastofu. Ríkislögreglustjóri ákvað í gær að fara af neyðarstigi niður á hættustig Almannavarna vegna eldgossins. Þá kemur fram á heimasíðu Bláa lónsins að lónið verði lokað að minnsta kosti út daginn í dag, en það hefur verið lokað frá upphafi eldgossins 16. mars vegna hárra gilda brennisteinsdíoxíðs, sem mælst hafa á svæðinu. Til stóð að opna lónið aftur 27. mars en Úlfar gaf það þá út að hann teldi óforsvaranlegt að halda úti starfsemi í lóninu á meðan eldgos er enn í gangi. Vikuna áður hafði starfsmaður Bláa lónsins þurft að leita sér læknisaðstoðar vegna eitrunareinkenna. „Það var ákvörðun Bláa lónsins að loka, þeir tóku fullt tillit til þess sem lögreglustjórinn sagði. Síðan er verið að skoða þetta dag frá degi. Það sem Bláa lóns fólk hefur verið að gera er að efla varnarbúnað hvað gasmengun varðar. Við verðum bara að sjá til.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Lögreglumál Tengdar fréttir Útlit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suðvesturs Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður. 27. mars 2024 14:07 Hættuleg gasmengun kemur í veg fyrir opnun Bláa lónsins Bláa lónið hefur samtals verið lokað í rúmlega áttatíu daga frá því að jarðhræringarnar við Grindavík hófust fyrir fimm mánuðum. Óvíst er hvenær hægt verður að opna á ný vegna hættulegrar gasmengunnar. 27. mars 2024 11:57 Ekki forsvaranlegt að opna Bláa lónið að mati lögreglu Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir óbreytt ástand í Grindavík og í kring og því ekki forsvaranlegt að halda úti starfsemi í Bláa lóninu á meðan eldgos er enn í gangi. Það eigi einnig við um aðra starfsemi á svæðinu. 26. mars 2024 15:42 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Útlit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suðvesturs Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður. 27. mars 2024 14:07
Hættuleg gasmengun kemur í veg fyrir opnun Bláa lónsins Bláa lónið hefur samtals verið lokað í rúmlega áttatíu daga frá því að jarðhræringarnar við Grindavík hófust fyrir fimm mánuðum. Óvíst er hvenær hægt verður að opna á ný vegna hættulegrar gasmengunnar. 27. mars 2024 11:57
Ekki forsvaranlegt að opna Bláa lónið að mati lögreglu Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir óbreytt ástand í Grindavík og í kring og því ekki forsvaranlegt að halda úti starfsemi í Bláa lóninu á meðan eldgos er enn í gangi. Það eigi einnig við um aðra starfsemi á svæðinu. 26. mars 2024 15:42