Kóngur og drottning komu bæði frá Íslandi: Framtíð CrossFit á Íslandi björt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2024 08:30 Bergrós Björnsdóttir og Bjarni Leifs Kjartansson voru hraustustu táningarnir á Mallorca um síðustu helgi. @theprogrmcrown Ísland vann tvöfaldan sigur í krúnukeppni krakkanna á Mallorca á Spáni þar sem komu saman efnilegustu CrossFit krakkar Evrópu. The Crown keppnin var sett á laggirnar árið 2023 af John Christian Singleton hjá The Program og þar mætast bestu CrossFit táningar víðs vegar að úr heiminum. Sex strákar og sex stelpum var boðið til Mallorca á Spáni þar sem þau héldu til í sama húsi og keppti í hinum ýmsu þrautum á svæðinu. Þessar framtíðarstjörnur íþróttarinnar fengu þarna frábært tækifæri til að kynnast vel og þetta var því einstök upplifun fyrir þau. Ísland átti þrjá keppendur af tíu og bæði gullverðlaunin í keppninni fóru til Íslands. Bergrós Björnsdóttir og Bjarni Leifs Kjartansson voru nefnilega hraustustu táningarnir á eyjunni í þetta skiptið. Þriðji íslenski keppandinn, Rökkvi Guðnason, endaði í fjórða sætinu. Bergrós hélt upp á sautján ára afmælið sitt í febrúar en hinn nítján ára gamli Bjarni verður tvítugur í næsta mánuði. Bergrós og Bjarni höfðu auðvitað minnt á sig í aðdraganda mótsins enda urðu þau bæði Íslandsmeistarar í opnum flokki í CrossFit í vetur. Bergrós varð líka efst í flokki sextán til sautján ára stelpna í heiminum í opna hluta undankeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by The Crown - CrossFit Competition (@theprogrmcrown) Bæði unnu þau Bergrós og Bjarni fimm greinar af tíu. Bjarni endaði með 19 stig þar sem markmiðið er að vera með sem fæst stig. Bjarni vann titilinn með sjö stiga mun en í öðru sæti varð heimamaðurinn Marti Pla frá Spáni en þriðja sætið tók Hugo Jansson frá Svíþjóð. Bergrós endaði með 22 stig en hún varð átta stigum á undan Hannah Wendt frá Bretlandi sem endaði í öðru sætinu. Þriðja varð síðan Marie Rognstad frá Noregi. Bergrós varð meðal þriggja efstu í öllum greinum nema tveimur. Hún endaði í fimmta sætinu í sundinu og í fjórða sætinu í úthlaupinu. Kannski sund og hlaup á dagskrá á næstunni. Hver veit? Hreinræktuðu CrossFit greinarnar komu aftur á móti mjög vel út hjá henni. Sundið var líka lélegasta greinin hjá Bjarna en hann varð í fyrsta eða öðru sæti í sjö af níu greinum sem er mögnuð frammistaða. Það er ljóst á þessu að við Íslendingar erum að eignast nýjar ungar CrossFit stjörnur sem verður fróðlegt að fylgjast með í fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna. Það væri gaman að sjá þau komast alla leið í undanúrslitin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-2Hznek8zd4">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
The Crown keppnin var sett á laggirnar árið 2023 af John Christian Singleton hjá The Program og þar mætast bestu CrossFit táningar víðs vegar að úr heiminum. Sex strákar og sex stelpum var boðið til Mallorca á Spáni þar sem þau héldu til í sama húsi og keppti í hinum ýmsu þrautum á svæðinu. Þessar framtíðarstjörnur íþróttarinnar fengu þarna frábært tækifæri til að kynnast vel og þetta var því einstök upplifun fyrir þau. Ísland átti þrjá keppendur af tíu og bæði gullverðlaunin í keppninni fóru til Íslands. Bergrós Björnsdóttir og Bjarni Leifs Kjartansson voru nefnilega hraustustu táningarnir á eyjunni í þetta skiptið. Þriðji íslenski keppandinn, Rökkvi Guðnason, endaði í fjórða sætinu. Bergrós hélt upp á sautján ára afmælið sitt í febrúar en hinn nítján ára gamli Bjarni verður tvítugur í næsta mánuði. Bergrós og Bjarni höfðu auðvitað minnt á sig í aðdraganda mótsins enda urðu þau bæði Íslandsmeistarar í opnum flokki í CrossFit í vetur. Bergrós varð líka efst í flokki sextán til sautján ára stelpna í heiminum í opna hluta undankeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by The Crown - CrossFit Competition (@theprogrmcrown) Bæði unnu þau Bergrós og Bjarni fimm greinar af tíu. Bjarni endaði með 19 stig þar sem markmiðið er að vera með sem fæst stig. Bjarni vann titilinn með sjö stiga mun en í öðru sæti varð heimamaðurinn Marti Pla frá Spáni en þriðja sætið tók Hugo Jansson frá Svíþjóð. Bergrós endaði með 22 stig en hún varð átta stigum á undan Hannah Wendt frá Bretlandi sem endaði í öðru sætinu. Þriðja varð síðan Marie Rognstad frá Noregi. Bergrós varð meðal þriggja efstu í öllum greinum nema tveimur. Hún endaði í fimmta sætinu í sundinu og í fjórða sætinu í úthlaupinu. Kannski sund og hlaup á dagskrá á næstunni. Hver veit? Hreinræktuðu CrossFit greinarnar komu aftur á móti mjög vel út hjá henni. Sundið var líka lélegasta greinin hjá Bjarna en hann varð í fyrsta eða öðru sæti í sjö af níu greinum sem er mögnuð frammistaða. Það er ljóst á þessu að við Íslendingar erum að eignast nýjar ungar CrossFit stjörnur sem verður fróðlegt að fylgjast með í fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna. Það væri gaman að sjá þau komast alla leið í undanúrslitin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-2Hznek8zd4">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira