Heimir Már fer yfir atburðarás dagsins í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur kemur í myndver og rýnir í stöðuna.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ferðamönnum verði ekki hleypt að gosstöðvunum við Sundhnúk á næstunni. Nokkuð áhugi er þó meðal ferðamanna að komast að gosinu. Þeir hafa bókað til þess þyrluferðir og verið snúið við þegar þeir hafa reynt að komast inn á lokað svæði.
Við heyrum líka í fjármálaráðherra um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM tryggingafélagi. Hún segist ekki ætla að stöðva kaupin, málið sé í höndum Bankasýslu ríkisins. Skýringa sé að vænta frá Bankasýslunni í næstu viku.
Þá sýnum við myndir frá hamförunum í Taívan og verðum í beinni útsendingu frá kokteilahelgi í Reykjavík, sem hófst formlega í kvöld.
Í sportpakkanum segjum við frá landsleik Íslands og Lúxemborgar í handbolta og heyrum frá landsliðskonum í fótbolta, sem hefja undankeppni EM í vikunni.