Vildi aftur einn lækka vexti Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2024 16:27 Gunnar Jakobsson vildi lækka vexti. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sé á öndverðum meiði við aðra meðlimi peningastefnunefndar. Annan fund nefndarinnar í röð var hann sá eini sem greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar frá 18. - 19. mars sem birt var í dag. Þar kemur fram að allir nefndarmenn, nema einn, hafi greitt atkvæði með tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um að halda vöxtum bankans óbreyttum, en meginvextir bankans standa í 9,25 prósentum. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, greiddi hins vegar atkvæði gegn tillögunni. Hann vildi lækka vexti um 0,25 prósentur. Það vildi hann líka gera á fundi nefndarinnar fyrir þar síðustu vaxtaákvörðun, einn nefndarmanna. Áhættan meiri af of litlu taumhaldi en of miklu Í fundargerðinni segir að nefndarmenn hafi rætt að verðbólga væri enn mikil og verðbólguvæntingar háar. Þótt hægt hefði á vexti innlendrar eftirspurnar undanfarið væru vísbendingar um að nokkur kraftur væri enn fyrir hendi. Fram hafi komið að ráðningaráform fyrirtækja hefðu aukist aftur, hlutfall fyrirtækja sem búa við skort á starfsfólki væri enn hátt og áraun á framleiðsluþætti fyrirtækja mikil. Spenna á vinnumarkaði væri því áfram nokkur og atvinnuleysi lítið. Umsvif á húsnæðismarkaði væru jafnframt enn mikil og íbúðaverð hefði hækkað undanfarið. Einnig hafi verið bent á að nokkrar líkur væru á að hagvöxtur í fyrra væri vanmetinn í nýbirtum tölum miðað við töluverða endurskoðun fyrri talna. Því væri mikilvægt að vera varfærin í túlkun á nýjustu gögnum. Fram hafi komið í umræðunni að þótt það væri jákvætt að langtímakjarasamningur hefði verið undirritaður þá væri nokkur hætta á að fyrirtæki fleyttu launahækkunum að miklu leyti út í verðlag líkt og gerðist í byrjun síðasta árs. Einnig ætti eftir að koma í ljós hvernig aðgerðir í ríkisfjármálum yrðu fjármagnaðar, áhrif þeirra á eftirspurn og hvort útlit væri fyrir að aðhald í ríkisfjármálum myndi minnka. Bent hafi verið á að enn væri þörf á að hafa háa raunvexti svo að verðbólga yrði ekki þrálát um langt skeið. Áhættan af því að taumhald peningastefnunnar væri of laust til að ná verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma væri enn meiri en hættan af því að taumhaldið sé of þétt. Verðbólga þurfi augljóslega að vera á niðurleið Nefndarmenn hafi talað um að skýrar vísbendingar þyrftu að koma fram um að verðbólga væri augljóslega á niðurleið til að hægt væri að lækka vexti og mikilvægt að vaxtalækkun hæfist á trúverðugum tímapunkti. Fram hafi komið í umræðunni að hratt hefði dregið úr vexti einkaneyslu og efnahagsumsvifa undanfarið enda hefðu raunvextir hækkað töluvert. Einnig hafi verið nefnt að endurskoðun á hagvexti síðustu ára gæti bent til þess að það hefði dregið enn hraðar úr kraftinum í þjóðarbúskapnum undanfarið en ella þar sem breytingin væri frá hærra stigi. Óvissa hefði minnkað milli funda og verðbólguvæntingar þokast niður samkvæmt nýlegum könnunum. Fram hafi komið að einnig þyrfti að huga að því hver áhrif aðhaldssamrar peningastefnu yrðu til lengri tíma. Óvissan minnkað og raunvextir þrengt að heimilum Með hliðsjón af umræðunni hafi seðlabankastjóri lagt til að vextir bankans yrðu óbreyttir. Meginvextir bankans, það er vextir á sjö daga bundnum innlánum, yrðu 9,25 prósent, innlánsvextir (vextir á viðskiptareikningum) 9 prósent, vextir af lánum gegn veði til sjö daga 10 prósent og daglánavextir 11 prósent. Ásgeir Jónsson, Rannveig Sigurðardóttir, Herdís Steingrímsdóttir og Ásgerður Ósk Pétursdóttir hafi greitt atkvæði með tillögunni. Gunnar Jakobsson hafi greitt atkvæði gegn tillögunni og viljað lækka vexti um 0,25 prósentur. Hann hafi talið að staðan væri að mestu leyti svipuð og á síðasta fundi en að óvissan hefði minnkað vegna undirskriftar stefnumarkandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Þá hefðu raunvextir áfram hækkað hratt og þrengt frekar að heimilum og atvinnulífi. Einnig ættu áhrif fyrri vaxtahækkana eftir að koma fram. Í ljósi stöðunnar og þeirra gagna sem lægju fyrir nefndinni væri rétt að hefja vaxtalækkunarferlið í smáum skrefum. Að mati nefndarinnar myndi mótun peningastefnunnar á næstunni sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Verðbólga enn of mikil til að lækka vexti að mati Seðlabanka Björninn er ekki unninn í baráttunni við verðbólguna þótt samið hafi verið um hóflegar launahækkanir að mati Seðlabankans. Enn þurfi að draga úr þenslu og tryggja að launahækkunum verði ekki velt út í verðlagið. 20. mars 2024 12:03 „Greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum valda sér miklum vonbrigðum. Stór hluti vinnumarkaðar hefur náð kjarasamningum, en þeir snerust að miklu leyti um að ná verðbólgu og vöxtum niður. 20. mars 2024 09:57 Vöxtum haldið óbreyttum fjórða fundinn í röð en óvissa minnkað eftir kjarasamninga Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent, sem er í samræmi við væntingar meirihluta markaðsaðila og greinenda, en segir að óvissa hafi minnkað eftir að kjarasamningar kláruðust á almennum vinnumarkaði. Nefndin varar hins vegar við hættu á launaskriði vegna spennu í þjóðarbúinu og að verðbólga kunni að reynast þrálát. 20. mars 2024 08:55 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar frá 18. - 19. mars sem birt var í dag. Þar kemur fram að allir nefndarmenn, nema einn, hafi greitt atkvæði með tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um að halda vöxtum bankans óbreyttum, en meginvextir bankans standa í 9,25 prósentum. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, greiddi hins vegar atkvæði gegn tillögunni. Hann vildi lækka vexti um 0,25 prósentur. Það vildi hann líka gera á fundi nefndarinnar fyrir þar síðustu vaxtaákvörðun, einn nefndarmanna. Áhættan meiri af of litlu taumhaldi en of miklu Í fundargerðinni segir að nefndarmenn hafi rætt að verðbólga væri enn mikil og verðbólguvæntingar háar. Þótt hægt hefði á vexti innlendrar eftirspurnar undanfarið væru vísbendingar um að nokkur kraftur væri enn fyrir hendi. Fram hafi komið að ráðningaráform fyrirtækja hefðu aukist aftur, hlutfall fyrirtækja sem búa við skort á starfsfólki væri enn hátt og áraun á framleiðsluþætti fyrirtækja mikil. Spenna á vinnumarkaði væri því áfram nokkur og atvinnuleysi lítið. Umsvif á húsnæðismarkaði væru jafnframt enn mikil og íbúðaverð hefði hækkað undanfarið. Einnig hafi verið bent á að nokkrar líkur væru á að hagvöxtur í fyrra væri vanmetinn í nýbirtum tölum miðað við töluverða endurskoðun fyrri talna. Því væri mikilvægt að vera varfærin í túlkun á nýjustu gögnum. Fram hafi komið í umræðunni að þótt það væri jákvætt að langtímakjarasamningur hefði verið undirritaður þá væri nokkur hætta á að fyrirtæki fleyttu launahækkunum að miklu leyti út í verðlag líkt og gerðist í byrjun síðasta árs. Einnig ætti eftir að koma í ljós hvernig aðgerðir í ríkisfjármálum yrðu fjármagnaðar, áhrif þeirra á eftirspurn og hvort útlit væri fyrir að aðhald í ríkisfjármálum myndi minnka. Bent hafi verið á að enn væri þörf á að hafa háa raunvexti svo að verðbólga yrði ekki þrálát um langt skeið. Áhættan af því að taumhald peningastefnunnar væri of laust til að ná verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma væri enn meiri en hættan af því að taumhaldið sé of þétt. Verðbólga þurfi augljóslega að vera á niðurleið Nefndarmenn hafi talað um að skýrar vísbendingar þyrftu að koma fram um að verðbólga væri augljóslega á niðurleið til að hægt væri að lækka vexti og mikilvægt að vaxtalækkun hæfist á trúverðugum tímapunkti. Fram hafi komið í umræðunni að hratt hefði dregið úr vexti einkaneyslu og efnahagsumsvifa undanfarið enda hefðu raunvextir hækkað töluvert. Einnig hafi verið nefnt að endurskoðun á hagvexti síðustu ára gæti bent til þess að það hefði dregið enn hraðar úr kraftinum í þjóðarbúskapnum undanfarið en ella þar sem breytingin væri frá hærra stigi. Óvissa hefði minnkað milli funda og verðbólguvæntingar þokast niður samkvæmt nýlegum könnunum. Fram hafi komið að einnig þyrfti að huga að því hver áhrif aðhaldssamrar peningastefnu yrðu til lengri tíma. Óvissan minnkað og raunvextir þrengt að heimilum Með hliðsjón af umræðunni hafi seðlabankastjóri lagt til að vextir bankans yrðu óbreyttir. Meginvextir bankans, það er vextir á sjö daga bundnum innlánum, yrðu 9,25 prósent, innlánsvextir (vextir á viðskiptareikningum) 9 prósent, vextir af lánum gegn veði til sjö daga 10 prósent og daglánavextir 11 prósent. Ásgeir Jónsson, Rannveig Sigurðardóttir, Herdís Steingrímsdóttir og Ásgerður Ósk Pétursdóttir hafi greitt atkvæði með tillögunni. Gunnar Jakobsson hafi greitt atkvæði gegn tillögunni og viljað lækka vexti um 0,25 prósentur. Hann hafi talið að staðan væri að mestu leyti svipuð og á síðasta fundi en að óvissan hefði minnkað vegna undirskriftar stefnumarkandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Þá hefðu raunvextir áfram hækkað hratt og þrengt frekar að heimilum og atvinnulífi. Einnig ættu áhrif fyrri vaxtahækkana eftir að koma fram. Í ljósi stöðunnar og þeirra gagna sem lægju fyrir nefndinni væri rétt að hefja vaxtalækkunarferlið í smáum skrefum. Að mati nefndarinnar myndi mótun peningastefnunnar á næstunni sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Verðbólga enn of mikil til að lækka vexti að mati Seðlabanka Björninn er ekki unninn í baráttunni við verðbólguna þótt samið hafi verið um hóflegar launahækkanir að mati Seðlabankans. Enn þurfi að draga úr þenslu og tryggja að launahækkunum verði ekki velt út í verðlagið. 20. mars 2024 12:03 „Greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum valda sér miklum vonbrigðum. Stór hluti vinnumarkaðar hefur náð kjarasamningum, en þeir snerust að miklu leyti um að ná verðbólgu og vöxtum niður. 20. mars 2024 09:57 Vöxtum haldið óbreyttum fjórða fundinn í röð en óvissa minnkað eftir kjarasamninga Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent, sem er í samræmi við væntingar meirihluta markaðsaðila og greinenda, en segir að óvissa hafi minnkað eftir að kjarasamningar kláruðust á almennum vinnumarkaði. Nefndin varar hins vegar við hættu á launaskriði vegna spennu í þjóðarbúinu og að verðbólga kunni að reynast þrálát. 20. mars 2024 08:55 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Verðbólga enn of mikil til að lækka vexti að mati Seðlabanka Björninn er ekki unninn í baráttunni við verðbólguna þótt samið hafi verið um hóflegar launahækkanir að mati Seðlabankans. Enn þurfi að draga úr þenslu og tryggja að launahækkunum verði ekki velt út í verðlagið. 20. mars 2024 12:03
„Greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum valda sér miklum vonbrigðum. Stór hluti vinnumarkaðar hefur náð kjarasamningum, en þeir snerust að miklu leyti um að ná verðbólgu og vöxtum niður. 20. mars 2024 09:57
Vöxtum haldið óbreyttum fjórða fundinn í röð en óvissa minnkað eftir kjarasamninga Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent, sem er í samræmi við væntingar meirihluta markaðsaðila og greinenda, en segir að óvissa hafi minnkað eftir að kjarasamningar kláruðust á almennum vinnumarkaði. Nefndin varar hins vegar við hættu á launaskriði vegna spennu í þjóðarbúinu og að verðbólga kunni að reynast þrálát. 20. mars 2024 08:55