Steinunn Ólína komin á lista yfir forsetaefni Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2024 10:06 Steinunn Ólína meldaði sig í gærkvöldi á lista yfir forsetaefni; þá sem safna meðmælendum fyrir væntanlegt forsetaframboð. Kári Sverrisson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona er komin í hóp þeirra sem nú eru að safna meðmælendum vegna hugsanlegs forsetaframboðs. Steinunn hefur þegar lýst því yfir að hún ætli örugglega fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stígur fram og lýsir yfir forsetaframboði. Það var af mörgum túlkað sem svo að forsenda framboðs Steinunnar sé einskonar hefndarframboð en ekkert slíkt vakir fyrir Steinunni. „Ég var einfaldlega að bregðast við sögusögnum þess efnis að forsætisráðherra Íslands ætli sér á elleftu stundu að yfirgefa ríkisstjórn sína til að freista þess að verða forseti landsins og þar með hugsanlega forseti eigin ríkisstjórnar. Sem væri annkannalegt svo ekki sé meira sagt.“ Það truflar Steinunni að Katrín hafi ekki gefið upp hvað hún hyggst gera. Hún ritaði grein sem birtist á Vísi sem heitir hvorki meira né minna en Bréf til þjóðarinnar þar sem Steinunn Ólína fer skilmerkilega yfir hvað það væri sem vill með forsetaframboði. Þar segir meðal annars: „Ég er alvarlega að hugleiða að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands af fullum heilindum, nú eldri og lífsreyndari. Þar vegur þyngst hvatning bláókunnugs fólks úr röðum almennings frá áramótum. Hvatning frá fólki sem finnst það þekkja mig, þykist vita hvar það hefur mig, hefur lesið það sem ég hef skrifað um samfélagsmál, og sem veit að ég hef persónulega staðist erfiðar áskoranir í lífinu og hræðist ekki mótlæti.“ Þá nefnir Steinunn Ólína að hún hafi aldrei haft klappstýrur og já-fólk í kringum sig. Hún segir jafnframt að ef hún gefi kost á sér í komandi forsetakosningum muni hún gera það af heilum hug. „Af djúpu þakklæti fyrir að fæðast í þessu fallega og örugga landi og hafa notið þess atlætis sem raun ber vitni.“ Talsverð hreyfing er á lista yfir þá sem eru að safna undirskriftum. Í gær voru þeir 60, í gærkvöldi voru þeir komnir í 58 þrátt fyrir að Jón Gnarr hafi bæst við á lista, en í dag þegar þetta er skrifað eru þeir orðnir 63. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Aldrei fleiri forsetaefni og nú eða 60 stykki Að sögn Brynhildar Bolladóttur, lögfræðings hjá Landskjörstjórn, hafa aldrei verið fleiri í forsetaframboði en sem stendur eru 60 manns á skrá yfir þá sem nú leita eftir stuðningi. Athygli vekur að af þessum sextíu eru aðeins 16 konur. 2. apríl 2024 16:00 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Steinunn hefur þegar lýst því yfir að hún ætli örugglega fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stígur fram og lýsir yfir forsetaframboði. Það var af mörgum túlkað sem svo að forsenda framboðs Steinunnar sé einskonar hefndarframboð en ekkert slíkt vakir fyrir Steinunni. „Ég var einfaldlega að bregðast við sögusögnum þess efnis að forsætisráðherra Íslands ætli sér á elleftu stundu að yfirgefa ríkisstjórn sína til að freista þess að verða forseti landsins og þar með hugsanlega forseti eigin ríkisstjórnar. Sem væri annkannalegt svo ekki sé meira sagt.“ Það truflar Steinunni að Katrín hafi ekki gefið upp hvað hún hyggst gera. Hún ritaði grein sem birtist á Vísi sem heitir hvorki meira né minna en Bréf til þjóðarinnar þar sem Steinunn Ólína fer skilmerkilega yfir hvað það væri sem vill með forsetaframboði. Þar segir meðal annars: „Ég er alvarlega að hugleiða að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands af fullum heilindum, nú eldri og lífsreyndari. Þar vegur þyngst hvatning bláókunnugs fólks úr röðum almennings frá áramótum. Hvatning frá fólki sem finnst það þekkja mig, þykist vita hvar það hefur mig, hefur lesið það sem ég hef skrifað um samfélagsmál, og sem veit að ég hef persónulega staðist erfiðar áskoranir í lífinu og hræðist ekki mótlæti.“ Þá nefnir Steinunn Ólína að hún hafi aldrei haft klappstýrur og já-fólk í kringum sig. Hún segir jafnframt að ef hún gefi kost á sér í komandi forsetakosningum muni hún gera það af heilum hug. „Af djúpu þakklæti fyrir að fæðast í þessu fallega og örugga landi og hafa notið þess atlætis sem raun ber vitni.“ Talsverð hreyfing er á lista yfir þá sem eru að safna undirskriftum. Í gær voru þeir 60, í gærkvöldi voru þeir komnir í 58 þrátt fyrir að Jón Gnarr hafi bæst við á lista, en í dag þegar þetta er skrifað eru þeir orðnir 63.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Aldrei fleiri forsetaefni og nú eða 60 stykki Að sögn Brynhildar Bolladóttur, lögfræðings hjá Landskjörstjórn, hafa aldrei verið fleiri í forsetaframboði en sem stendur eru 60 manns á skrá yfir þá sem nú leita eftir stuðningi. Athygli vekur að af þessum sextíu eru aðeins 16 konur. 2. apríl 2024 16:00 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Aldrei fleiri forsetaefni og nú eða 60 stykki Að sögn Brynhildar Bolladóttur, lögfræðings hjá Landskjörstjórn, hafa aldrei verið fleiri í forsetaframboði en sem stendur eru 60 manns á skrá yfir þá sem nú leita eftir stuðningi. Athygli vekur að af þessum sextíu eru aðeins 16 konur. 2. apríl 2024 16:00
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00