Mikill samdráttur í nýskráningu fólksbíla milli ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2024 12:14 Toyota er mest selda bílategundin það sem af er ári. Vísir/Vilhelm Skráning nýrra fólksbíla hefur dregist verulega saman milli ára. Í mars á þessu ári voru skráðir 532 nýir fólksbílar, en þeir voru 1.832 í sama mánuði á síðasta ári. Samdrátturinn nemur því 71 prósenti. Dacia var með flesta nýskráða bíla í mars, en Toyota það sem af er ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að ef horft sé til nýskráninga það sem af er ári sjáist samdráttur upp á 60,4 prósent. Nýskráðir bílar á þessu ári séu 1.386, en hafi verið 3.500 á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs. Meiri samdráttur hjá einstaklingum en fyrirtækjum „Nýskráningar á einstaklinga voru 234 í mánuðinum samanborið við 767 í mars í fyrra og er því samdráttur í skráningum fólksbíla á einstaklinga 69,5 prósent milli mánaða. Það sem af er ári hafa verið skráðir 706 nýir fólksbílar á einstaklinga saman borið við 1.580 nýja fólksbíla á sama tíma í fyrra. Er það samdráttur upp á 55,3 prósent milli ára,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. „Nýskráningar á almenn fyrirtæki (fyrir utan ökutækjaleigur) voru 93 nýir fólksbílar í mars samanborið við 214 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur í skráningum til almennra fyrirtækja 56,5 prósent milli mánaðanna. Það sem af er ári er búið að skrá 261 nýjan fólksbíl á almenn fyrirtæki samanborið við 554 fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra. Er það samdráttur upp á 52,9 prósent.“ Hlutfall rafbíla hæst Þá kemur fram að bílaleigur hafi skráð 205 nýja fólksbíla í mars í ár, samanborði við 849 á síðasta ári, sem þýði samdrátt upp á 75,9 prósent milli ára ef horft er á marsmánuð. Það sem af sé ári hafi 418 nýir bílar verið skráðir á bílaleigur, samanborið við 1.364 á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Samdráttur upp á 69,4 prósent. Umtalsverður samdráttur hefur orðið á nýskráningu bíla hjá bílaleigum.Vísir/Vilhelm „Hlutfall rafbíla er hæst þegar skoðaðar eru nýskráningar fólksbíla í mars eða 28,6 prósent en einnig hefur mest hefur dregið úr skráningum þeirra eða um 83,7 prósent milli mars í ár og mars fyrir ári. Næst á eftir eru nýskráningar dísel fólksbíla sem eru 26,5 prósent af skráningum í mars í ár. Hafa skráningar þeirra dregist töluvert minna saman eða um 30,5 prósent milli mars í ár og mars í fyrra. Þar á eftir koma svo skráningar tengiltvinnbíla sem voru 22 prósent í mars og er samdráttur skráninga þeirra milli mars í ár og mars í fyrra 30,8 prósent.“ Dacia vinsæl Mest selda bílategundin í mars var Dacia, með 71 skráðan fólksbíl. Þar á eftir kemur Hyundai með 57 bíla. Í þriðja sæti koma KIA og Tesla, með 51 bíl skráðan hvort. „Það sem af er ári er mest selda tegundin Toyota með 15,9% markaðshlutdeild, Dacia það á eftir með 10,1% og þriðja mest selda tegundin í ár er KIA með 8,1% markaðshlutdeild.“ Bílar Efnahagsmál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að ef horft sé til nýskráninga það sem af er ári sjáist samdráttur upp á 60,4 prósent. Nýskráðir bílar á þessu ári séu 1.386, en hafi verið 3.500 á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs. Meiri samdráttur hjá einstaklingum en fyrirtækjum „Nýskráningar á einstaklinga voru 234 í mánuðinum samanborið við 767 í mars í fyrra og er því samdráttur í skráningum fólksbíla á einstaklinga 69,5 prósent milli mánaða. Það sem af er ári hafa verið skráðir 706 nýir fólksbílar á einstaklinga saman borið við 1.580 nýja fólksbíla á sama tíma í fyrra. Er það samdráttur upp á 55,3 prósent milli ára,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. „Nýskráningar á almenn fyrirtæki (fyrir utan ökutækjaleigur) voru 93 nýir fólksbílar í mars samanborið við 214 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur í skráningum til almennra fyrirtækja 56,5 prósent milli mánaðanna. Það sem af er ári er búið að skrá 261 nýjan fólksbíl á almenn fyrirtæki samanborið við 554 fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra. Er það samdráttur upp á 52,9 prósent.“ Hlutfall rafbíla hæst Þá kemur fram að bílaleigur hafi skráð 205 nýja fólksbíla í mars í ár, samanborði við 849 á síðasta ári, sem þýði samdrátt upp á 75,9 prósent milli ára ef horft er á marsmánuð. Það sem af sé ári hafi 418 nýir bílar verið skráðir á bílaleigur, samanborið við 1.364 á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Samdráttur upp á 69,4 prósent. Umtalsverður samdráttur hefur orðið á nýskráningu bíla hjá bílaleigum.Vísir/Vilhelm „Hlutfall rafbíla er hæst þegar skoðaðar eru nýskráningar fólksbíla í mars eða 28,6 prósent en einnig hefur mest hefur dregið úr skráningum þeirra eða um 83,7 prósent milli mars í ár og mars fyrir ári. Næst á eftir eru nýskráningar dísel fólksbíla sem eru 26,5 prósent af skráningum í mars í ár. Hafa skráningar þeirra dregist töluvert minna saman eða um 30,5 prósent milli mars í ár og mars í fyrra. Þar á eftir koma svo skráningar tengiltvinnbíla sem voru 22 prósent í mars og er samdráttur skráninga þeirra milli mars í ár og mars í fyrra 30,8 prósent.“ Dacia vinsæl Mest selda bílategundin í mars var Dacia, með 71 skráðan fólksbíl. Þar á eftir kemur Hyundai með 57 bíla. Í þriðja sæti koma KIA og Tesla, með 51 bíl skráðan hvort. „Það sem af er ári er mest selda tegundin Toyota með 15,9% markaðshlutdeild, Dacia það á eftir með 10,1% og þriðja mest selda tegundin í ár er KIA með 8,1% markaðshlutdeild.“
Bílar Efnahagsmál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira