Óvíst hvort heiðin opni í dag og illfært um Tröllaskaga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2024 11:36 Hér má sjá útsýni vefmyndavélari Vegagerðarinnar til vesturs á Öxnadalsheiði klukkan hálf tólf í dag. Vegagerðin Hringvegurinn er lokaður um Öxnadalsheiði, sem og Möðrudal- og Mývatnsöræfi, og óvist hvort hægt verður að opna hann í dag. Vegir á Tröllaskaga eru opnir en illa færir, og því skiptir búnaður og reynsla ökumanna sem ætla að fara þar um öllu máli Margir íbúar suðvesturhornsins stefna eflaust að heimferð utan af landi í dag. Færð á vegum á norðanverðu landinu er víða slæm, til að mynda er Öxnadalsheiði lokuð. Því þurfa ferðalangar að fara aðrar leiðir til sinna heima. Samskiptastjóri Vegagerðarinnar segir ekki víst að Öxnadalsheiði verði opnuð í dag. „Það er verið að vinna í því. Það er blint og töluvert mikill snjór. Við reiknum frekar með því að hún opni, en ég vil ekki lofa neinu,“ segir G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar. Fólk sem hyggi á suðurferð geti farið aðrar leiðir, en verði að kanna aðstæður vel. „Það er náttúrulega fært um Tröllaskagann. Það er verið að vinna á Siglufjarðarvegi og hann er opinn. En það er ekki sérlega gott færi þar og ekki mikið ferðaveður.“ Myndirðu frekar ráða fólki gegn því að fara þá leið og bíða frekar? „Fólk verður aðallega að skoða aðstæður á Umferðin.is eða hringja í 17 77 og fylgjast vel með hvað er að gerast. Fólk verður náttúrulega að meta það sjálft, það skiptir öllu máli hvernig þú ert útbúinn og hvað þú ert vanur að keyra að vetri til.“ Útlit sé fyrir að ökumenn á verr búnum bílum gætu lent í vandræðum. „Þannig að það er um að gera að frekar bíða af sér veðrið ef það er mögulegt.“ Breytt spá setur strik í reikninginn Menn hafi átt von á að veðrið á norðanverðu landinu skánaði fyrr en raun ber vitni. „En nú er spáin að breytast, þannig að það er reiknað með að það lægi ekkert fyrr en í nótt og ástandið skáni ekkert fyrr en þá.“ Hringvegurinn er um Möðrudals- og Mývatnsöræfi var lokaður fyrr í dag, en hefur verið opnaður. „Við vinnum að fullu í þessu en veðrið ræður náttúrulega mjög miklu, og ef það heldur áfram þá er erfiðara við það að eiga.“ Fréttin var uppfærð klukkan 13:00 með upplýsingum um opnun vega um Möðrudals- og Mývatnsöræfi. Færð á vegum Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Snjóflóðahætta til fjalla víða um land Talsverð snjóflóðahætta er til fjalla víða um landið í dag. Mælst er til þess að fólk forðist það að ferðast um brattar brekkur til fjalla. 1. apríl 2024 11:23 Vegir lokaðir víða um landið Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina. 1. apríl 2024 09:21 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Margir íbúar suðvesturhornsins stefna eflaust að heimferð utan af landi í dag. Færð á vegum á norðanverðu landinu er víða slæm, til að mynda er Öxnadalsheiði lokuð. Því þurfa ferðalangar að fara aðrar leiðir til sinna heima. Samskiptastjóri Vegagerðarinnar segir ekki víst að Öxnadalsheiði verði opnuð í dag. „Það er verið að vinna í því. Það er blint og töluvert mikill snjór. Við reiknum frekar með því að hún opni, en ég vil ekki lofa neinu,“ segir G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar. Fólk sem hyggi á suðurferð geti farið aðrar leiðir, en verði að kanna aðstæður vel. „Það er náttúrulega fært um Tröllaskagann. Það er verið að vinna á Siglufjarðarvegi og hann er opinn. En það er ekki sérlega gott færi þar og ekki mikið ferðaveður.“ Myndirðu frekar ráða fólki gegn því að fara þá leið og bíða frekar? „Fólk verður aðallega að skoða aðstæður á Umferðin.is eða hringja í 17 77 og fylgjast vel með hvað er að gerast. Fólk verður náttúrulega að meta það sjálft, það skiptir öllu máli hvernig þú ert útbúinn og hvað þú ert vanur að keyra að vetri til.“ Útlit sé fyrir að ökumenn á verr búnum bílum gætu lent í vandræðum. „Þannig að það er um að gera að frekar bíða af sér veðrið ef það er mögulegt.“ Breytt spá setur strik í reikninginn Menn hafi átt von á að veðrið á norðanverðu landinu skánaði fyrr en raun ber vitni. „En nú er spáin að breytast, þannig að það er reiknað með að það lægi ekkert fyrr en í nótt og ástandið skáni ekkert fyrr en þá.“ Hringvegurinn er um Möðrudals- og Mývatnsöræfi var lokaður fyrr í dag, en hefur verið opnaður. „Við vinnum að fullu í þessu en veðrið ræður náttúrulega mjög miklu, og ef það heldur áfram þá er erfiðara við það að eiga.“ Fréttin var uppfærð klukkan 13:00 með upplýsingum um opnun vega um Möðrudals- og Mývatnsöræfi.
Færð á vegum Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Snjóflóðahætta til fjalla víða um land Talsverð snjóflóðahætta er til fjalla víða um landið í dag. Mælst er til þess að fólk forðist það að ferðast um brattar brekkur til fjalla. 1. apríl 2024 11:23 Vegir lokaðir víða um landið Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina. 1. apríl 2024 09:21 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Snjóflóðahætta til fjalla víða um land Talsverð snjóflóðahætta er til fjalla víða um landið í dag. Mælst er til þess að fólk forðist það að ferðast um brattar brekkur til fjalla. 1. apríl 2024 11:23
Vegir lokaðir víða um landið Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina. 1. apríl 2024 09:21