Ófært víða um land: Bændur að „drukkna í mjólk“ sem hefur ekki verið sótt síðan fyrir helgi Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. mars 2024 18:26 Gul viðvörun er í gildi á öllu norðanverðu landinu frá Ströndum til Austfjarða til miðnættis. Hægra megin má sjá mynd úr aðgerðum björgunarsveita á Vatnsskarði í dag. Kýrin hér til vinstri tengist frétt ekki beint heldur er hún af Suðurlandi. Vísir/Magnús Hlynur/Landsbjörg Mjólk hefur ekki verið sótt í Engihlíð í Vopnafirði frá því fyrir helgi vegna ófærðar. Bændurnir hafa boðið fólki að sækja mjólk til að þurfa ekki að hella henni. Verði mjólkin ekki sótt á morgun þarf að hella sex daga birgðum sem yrði mikið tjón. Ófært er víða um Austurland og gular viðvaranir um allt norðanvert landið. Vísir náði tali af Gauta Halldórssyni, bónda í Engihlíð, sem mjólkaði á meðan hann ræddi við blaðamann. Engihlíð er núna í hámarksframleiðslu við að mjólka kýrnar sextíu og er því að „drukkna í mjólk“ eins og Gauti orðar það. „Það átti að sækja mjólk til okkar í gær, á laugardegi. En um hádegi í gær var okkur sagt að mjólkin yrði ekki sótt og ekki í dag heldur. Hún yrði ekki sótt fyrr en á morgun. Þá erum við allt í einu komin með sex daga mjólk sem við höfum ekki tankpláss fyrir,“ segir „Frekar en að hella mjólkinni í skíthúsið vildum við bjóða fólki ef það vildi nýta sér hana,“ segir hann. Nýta mjólkina með því að gefa kálfum og Vopnfirðingum Hugmyndin hafi kviknað af því fólk úr nágrenninu, einkum af erlendum uppruna, hefur undanfarið sýnt áhuga á að fá mjólk frá Engihlíð til að gera úr henni osta og aðrar mjólkurvörur. Eftir að mjólkin var auglýst í gær komu nokkrir en það hefur enginn komið í dag enda leiðindaveður. Kýrnar halda áfram að mjólka. Hvernig getið þið nýtt þetta? „Við erum eiginlega í hámarksframleiðslu núna og svo kemur þetta illviðri ofan í það. Við getum nýtt þetta helling í kálfa og ég held að við náum að nýta megnið af þessu,“ segir Gauti. Hefur eitthvað fólk komið eftir að þið auglýstuð? „Það kom svolítið af fólki í gær en það er búið að vera leiðinlegt veður í dag þannig það hefur ekkert verið til neinna ferðalaga innan sveita þannig það hefur enginn komið í dag,“ segir hann. Gauti segir að það séu ekki mikil snjóþyngsl í byggðum „en versta veður vetrarins“ sé í dag og „örugglega mjög leiðinlegt upp á heiðum.“ Þar sé hellingssnjór og skilst Gauta að snjómokstur hafi truflast þegar bílar festust. Tjón upp á milljón ef mjólkin verður ekki sótt á morgun Verst væri ef veðrið gengur ekki niður. Fjárhagslegt tjón af því að hella niður sex daga mjólkirbirgðum sé töluvert. „Það er eiginlega það sem ég hef mestar áhyggjur af er að það klúðrist. Ef veðrið gengur seint niður þá veit ég ekki hvað verður um mjólkina. Það yrði hrikalegt tjón ef við þyrftum að hella allri mjólkinni. Þá erum við að tala um lágmark milljón,“ segir Gauti. „En við skulum vona að þetta hafist á morgun,“ sagði hann að lokum við blaðamann og mjólkaði á sama tíma. Ófært víða á Austurlandi Ófært hefur verið víða á Austurlandi í dag, bæði um Sandvíkurheiði og Vopnafjarðarheiði til Vopnafjarðar. Lokað hefur verið um Möðrudalsöræfi og Fjarðarheiði og var veginum um Fagradal milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar loka síðdegis. Þá er skafrenningur í Jökuldal. Lögreglan á Austurlandi greindi frá því fyrir klukkustund að þæfingsfærð væri á Egilsstöðum og nágrenni og erfitt væri um vik að komast um bæinn vegna þessa og ökutæki föst víða. Það væri lítið ferðaveður í fjórðungnum, „hvort heldur innanbæjar eða utan“. Gular veðurviðvaranir vegna norðaustanhríðar eru í gildi til miðnættis í kvöld um allt norðanvert landið, frá Ströndum að Austfjörðum. Snjókoma, skafrenningur og lélegt skyggni fylgir veðrinu með tilheyrandi ófærð og vegalokunum. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi slysavarnarfélagsins Landsbjargar, sagði í samtil við Rúv að björgunarveitir hefðu farið í útköll víða um norðanvert landið, á Austfjörðum og vestur á Blönduós. Björgunarsveitir fylgdu 200 bíla lest niður Langadal til Blönduóss klukkan 15 í dag. Veður Vopnafjörður Múlaþing Landbúnaður Færð á vegum Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vísir náði tali af Gauta Halldórssyni, bónda í Engihlíð, sem mjólkaði á meðan hann ræddi við blaðamann. Engihlíð er núna í hámarksframleiðslu við að mjólka kýrnar sextíu og er því að „drukkna í mjólk“ eins og Gauti orðar það. „Það átti að sækja mjólk til okkar í gær, á laugardegi. En um hádegi í gær var okkur sagt að mjólkin yrði ekki sótt og ekki í dag heldur. Hún yrði ekki sótt fyrr en á morgun. Þá erum við allt í einu komin með sex daga mjólk sem við höfum ekki tankpláss fyrir,“ segir „Frekar en að hella mjólkinni í skíthúsið vildum við bjóða fólki ef það vildi nýta sér hana,“ segir hann. Nýta mjólkina með því að gefa kálfum og Vopnfirðingum Hugmyndin hafi kviknað af því fólk úr nágrenninu, einkum af erlendum uppruna, hefur undanfarið sýnt áhuga á að fá mjólk frá Engihlíð til að gera úr henni osta og aðrar mjólkurvörur. Eftir að mjólkin var auglýst í gær komu nokkrir en það hefur enginn komið í dag enda leiðindaveður. Kýrnar halda áfram að mjólka. Hvernig getið þið nýtt þetta? „Við erum eiginlega í hámarksframleiðslu núna og svo kemur þetta illviðri ofan í það. Við getum nýtt þetta helling í kálfa og ég held að við náum að nýta megnið af þessu,“ segir Gauti. Hefur eitthvað fólk komið eftir að þið auglýstuð? „Það kom svolítið af fólki í gær en það er búið að vera leiðinlegt veður í dag þannig það hefur ekkert verið til neinna ferðalaga innan sveita þannig það hefur enginn komið í dag,“ segir hann. Gauti segir að það séu ekki mikil snjóþyngsl í byggðum „en versta veður vetrarins“ sé í dag og „örugglega mjög leiðinlegt upp á heiðum.“ Þar sé hellingssnjór og skilst Gauta að snjómokstur hafi truflast þegar bílar festust. Tjón upp á milljón ef mjólkin verður ekki sótt á morgun Verst væri ef veðrið gengur ekki niður. Fjárhagslegt tjón af því að hella niður sex daga mjólkirbirgðum sé töluvert. „Það er eiginlega það sem ég hef mestar áhyggjur af er að það klúðrist. Ef veðrið gengur seint niður þá veit ég ekki hvað verður um mjólkina. Það yrði hrikalegt tjón ef við þyrftum að hella allri mjólkinni. Þá erum við að tala um lágmark milljón,“ segir Gauti. „En við skulum vona að þetta hafist á morgun,“ sagði hann að lokum við blaðamann og mjólkaði á sama tíma. Ófært víða á Austurlandi Ófært hefur verið víða á Austurlandi í dag, bæði um Sandvíkurheiði og Vopnafjarðarheiði til Vopnafjarðar. Lokað hefur verið um Möðrudalsöræfi og Fjarðarheiði og var veginum um Fagradal milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar loka síðdegis. Þá er skafrenningur í Jökuldal. Lögreglan á Austurlandi greindi frá því fyrir klukkustund að þæfingsfærð væri á Egilsstöðum og nágrenni og erfitt væri um vik að komast um bæinn vegna þessa og ökutæki föst víða. Það væri lítið ferðaveður í fjórðungnum, „hvort heldur innanbæjar eða utan“. Gular veðurviðvaranir vegna norðaustanhríðar eru í gildi til miðnættis í kvöld um allt norðanvert landið, frá Ströndum að Austfjörðum. Snjókoma, skafrenningur og lélegt skyggni fylgir veðrinu með tilheyrandi ófærð og vegalokunum. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi slysavarnarfélagsins Landsbjargar, sagði í samtil við Rúv að björgunarveitir hefðu farið í útköll víða um norðanvert landið, á Austfjörðum og vestur á Blönduós. Björgunarsveitir fylgdu 200 bíla lest niður Langadal til Blönduóss klukkan 15 í dag.
Veður Vopnafjörður Múlaþing Landbúnaður Færð á vegum Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira