Hægt að fagna bæði upprisu Jesú og trans fólki á sama tíma Lovísa Arnardóttir skrifar 31. mars 2024 16:52 Á myndinni eru frá vinstri forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, Reyn Alpha Magnúsar, forseti Trans Ísland og svo fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Donald Trump. Vísir/EPA og Aðsend Forseti Trans Ísland segir ekkert óvænt við orðræðu Repúblikana í Bandaríkjunum um að forseti landsins, Joe Biden, taki trans fólk fram yfir Jesú með því að mæla með því að almenningur standi með trans fólki á alþjóðlegum sýnileikadegi þeirra, í dag Páskadag. Í dag er bæði Páskadagur og Alþjóðlegur sýnileikadagur trans fólks. Tilviljun ræður því auðvitað að þessir dagar eru báðir í dag. Alþjóðlegur sýnileikadagur trans fólks er alltaf haldinn 31. mars en Páskadagur er samkvæmt reglum vestrænna kirkna alltaf haldinn fyrsta sunnudag eftir fullt tungl frá og með 21. mars, en þá er yfirleitt vorjafndægur. Páskadagur er því í dag en var í fyrra sem dæmi þann 9. apríl og árið 2022 þann 17. aprí. Á næsta ári en hann 20. apríl. Þrátt fyrir að um tilviljun sé að ræða hefur fjölmiðlateymi Donald Trump gagnrýnt forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, fyrir hvatningu sem hann birti í yfirlýsingu á vef Hvíta hússins á föstudag. Þar hvatti hann bandarískan almenning til að standa með trans fólki í dag, sunnudag, á þessum alþjóðlega degi. Þar hvatti hann fólk einnig til að lyfta trans fólki og röddum þeirra og til að vinna saman að því að útrýma ofbeldi og misrétti vegna kynvitundar. Aðeins hægt að fagna upprisu Fjölmiðlafulltrúi forsetaherferðar Trump, Karoline Leavitt, kallaði svo eftir því í gær að Biden og starfsfólk hans myndi biðja bæði kristna og kaþólska afsökunar en mörg þeirra trúi því að aðeins sé hægt að halda upp á daginn í dag með einum hætti. Eða með því að fagna upprisu Jesú Krists. Í frétt AP um málið segir að fleiri hafi tekið undir þennan málflutning. Eins og forseti þingdeildar, Mike Johnson, sem sagði Hvíta hús Biden hafa svikið grundvallarreglu páskanna. Hann sagði ákvörðun Biden svívirðilega og viðbjóðslega. Talsmaður Hvíta hússins, Andrew Bates, svaraði þessari gagnrýni og sagði Repúblikana aðeins leitast eftir því að tvístra og veikja með andstyggilegri, hatursfullri og óheiðarlegri orðræðu. „Sem kristinn maður sem fagnar páskunum með fjölskyldunni hefur Biden forseti alltaf staðið fyrir því að fólk komi saman og hefur alltaf stutt við heiður og frelsi allra Ameríkana,“ sagði Bates og að forsetinn myndi aldrei misnota trú sína í pólitískum tilgangi eða fyrir þóknun. Biden var alinn upp í kaþólskri trú. Vísir/AP Biden var alinn upp í kaþólskri trú og kemur fram í frétt AP að hann telji það hluta af sínum kjarna og siðferði. Á sama tíma telja margir skoðanir hans á giftingu hinsegin fólks og rétti kvenna til þungunarrofs ekki fara saman við það. Trans fólk blóraböggull Reyn Alpha Magnúsar, forseti samtakanna Trans Ísland, segir í raun ekki margt koma á óvart við þessa orðræðu Repúblikana. „Þetta spilar inn í það sem hefur verið að gerast í Bandaríkjunum. Þar sem trans fólk hefur verið notað sem einhvers konar blóraböggull og réttindi tekin burt frá þeim. Trump talar beint inn í það með því að vera að kenna Biden um það að hafa ákveðið að halda sýnileikadag sem hefur verið haldinn á sama degi í fimmtán ár. Bara vegna þess að það vill svo til að Páskadagur kemur upp á sama degi.“ Reyn segir þennan dag mikilvægan trans samfélaginu. Það sé ekkert sérstakt skipulagt í dag en þau taki þátt í því að breiða út skilaboðum þennan dag. „Við hvetjum fólk auðvitað til þess að taka vel utan um trans fólkið í lífi sínu,“ segir Reyn. Teymi Donalds Trumps kallar eftir afsökunarbeiðni frá forsetanum. Vísir/AP Töluvert hefur verið fjallað um bakslag í réttindabaráttu trans fólks síðustu mánuði. Reyn segir að ef horft er til Bandaríkjanna sé hatursorðræðu beitt markvisst gegn trans fólki. „Ástæðan fyrir því að það virkar er að hluta til vegna það er verið að herja á fólk sem hefur aldrei átt í samskiptum við trans manneskju að þeim vitandi. Eða eru ekki með trans fólk í eigin lífi. Þess vegna er mikilvægt að halda svona daga þar sem við minnum á að trans fólk er til og er fólk eins og allt annað. Það er hluti af samfélaginu og glímir við allskonar sérstakar áskoranir, lagalegar og félagslegar.“ Auðveldur hópur til að herja á Reyn segir í þessum markhópi mikinn trúhita og því sé auðvelt að herja á hópinn með þessum hætti. „Að Joe Biden taki trans fólk fram yfir Jesú.“ Hún segir þessa orðræðu sem betur fer ekki eiga sér stað með háværum hætti hér á Íslandi. Það sé bakslag en það sé enginn að blanda páskunum í umræðuna. Samvera mikilvæg Reyn er tiltölulega nýlega tekin við sem forseti Trans Ísland en starfaði fyrir það sem varaformaður. Hún segir samtökin reyna að halda í það minnsta einn viðburð í hverjum mánuði fyrir trans samfélagið. Í þessum mánuði hafi verið haldið sérstaklega upp á Kváradaginn en hann var í síðustu viku, þann 26. mars. „Við erum ekki búin að auglýsa neitt fyrir apríl en stefnan er að halda einn viðburð í mánuði. Þess fyrir utan erum við svo sem reglulegan íþróttaviðburð, Sterkari saman. Það er orðið stór partur af okkar kjarnastarfsemi,“ segir Reyn. Hún segir viðburðina aðallega hugsaða fyrir trans samfélagið en að það sé auðvitað í lagi að fólk komi með vini með sér sem ekki eru trans. Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Í tilefni alþjóðlegs sýnileikadags trans fólks 31. mars er alþjóðlegur dagur sýnileika trans fólks (TDOV = Trans Day of Visibility). Það er viðeigandi að í ár skuli þessi dagur koma upp á Páska sunnudegi þar sem við minnumst upprisu Jesú Krists og þann kærleik sem hann stóð fyrir, en undanfarin fimm ár hefur ofbeldi og árásum gegn trans fólki aukist í Bretlandi um tæp 200% 31. mars 2024 08:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í dag er bæði Páskadagur og Alþjóðlegur sýnileikadagur trans fólks. Tilviljun ræður því auðvitað að þessir dagar eru báðir í dag. Alþjóðlegur sýnileikadagur trans fólks er alltaf haldinn 31. mars en Páskadagur er samkvæmt reglum vestrænna kirkna alltaf haldinn fyrsta sunnudag eftir fullt tungl frá og með 21. mars, en þá er yfirleitt vorjafndægur. Páskadagur er því í dag en var í fyrra sem dæmi þann 9. apríl og árið 2022 þann 17. aprí. Á næsta ári en hann 20. apríl. Þrátt fyrir að um tilviljun sé að ræða hefur fjölmiðlateymi Donald Trump gagnrýnt forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, fyrir hvatningu sem hann birti í yfirlýsingu á vef Hvíta hússins á föstudag. Þar hvatti hann bandarískan almenning til að standa með trans fólki í dag, sunnudag, á þessum alþjóðlega degi. Þar hvatti hann fólk einnig til að lyfta trans fólki og röddum þeirra og til að vinna saman að því að útrýma ofbeldi og misrétti vegna kynvitundar. Aðeins hægt að fagna upprisu Fjölmiðlafulltrúi forsetaherferðar Trump, Karoline Leavitt, kallaði svo eftir því í gær að Biden og starfsfólk hans myndi biðja bæði kristna og kaþólska afsökunar en mörg þeirra trúi því að aðeins sé hægt að halda upp á daginn í dag með einum hætti. Eða með því að fagna upprisu Jesú Krists. Í frétt AP um málið segir að fleiri hafi tekið undir þennan málflutning. Eins og forseti þingdeildar, Mike Johnson, sem sagði Hvíta hús Biden hafa svikið grundvallarreglu páskanna. Hann sagði ákvörðun Biden svívirðilega og viðbjóðslega. Talsmaður Hvíta hússins, Andrew Bates, svaraði þessari gagnrýni og sagði Repúblikana aðeins leitast eftir því að tvístra og veikja með andstyggilegri, hatursfullri og óheiðarlegri orðræðu. „Sem kristinn maður sem fagnar páskunum með fjölskyldunni hefur Biden forseti alltaf staðið fyrir því að fólk komi saman og hefur alltaf stutt við heiður og frelsi allra Ameríkana,“ sagði Bates og að forsetinn myndi aldrei misnota trú sína í pólitískum tilgangi eða fyrir þóknun. Biden var alinn upp í kaþólskri trú. Vísir/AP Biden var alinn upp í kaþólskri trú og kemur fram í frétt AP að hann telji það hluta af sínum kjarna og siðferði. Á sama tíma telja margir skoðanir hans á giftingu hinsegin fólks og rétti kvenna til þungunarrofs ekki fara saman við það. Trans fólk blóraböggull Reyn Alpha Magnúsar, forseti samtakanna Trans Ísland, segir í raun ekki margt koma á óvart við þessa orðræðu Repúblikana. „Þetta spilar inn í það sem hefur verið að gerast í Bandaríkjunum. Þar sem trans fólk hefur verið notað sem einhvers konar blóraböggull og réttindi tekin burt frá þeim. Trump talar beint inn í það með því að vera að kenna Biden um það að hafa ákveðið að halda sýnileikadag sem hefur verið haldinn á sama degi í fimmtán ár. Bara vegna þess að það vill svo til að Páskadagur kemur upp á sama degi.“ Reyn segir þennan dag mikilvægan trans samfélaginu. Það sé ekkert sérstakt skipulagt í dag en þau taki þátt í því að breiða út skilaboðum þennan dag. „Við hvetjum fólk auðvitað til þess að taka vel utan um trans fólkið í lífi sínu,“ segir Reyn. Teymi Donalds Trumps kallar eftir afsökunarbeiðni frá forsetanum. Vísir/AP Töluvert hefur verið fjallað um bakslag í réttindabaráttu trans fólks síðustu mánuði. Reyn segir að ef horft er til Bandaríkjanna sé hatursorðræðu beitt markvisst gegn trans fólki. „Ástæðan fyrir því að það virkar er að hluta til vegna það er verið að herja á fólk sem hefur aldrei átt í samskiptum við trans manneskju að þeim vitandi. Eða eru ekki með trans fólk í eigin lífi. Þess vegna er mikilvægt að halda svona daga þar sem við minnum á að trans fólk er til og er fólk eins og allt annað. Það er hluti af samfélaginu og glímir við allskonar sérstakar áskoranir, lagalegar og félagslegar.“ Auðveldur hópur til að herja á Reyn segir í þessum markhópi mikinn trúhita og því sé auðvelt að herja á hópinn með þessum hætti. „Að Joe Biden taki trans fólk fram yfir Jesú.“ Hún segir þessa orðræðu sem betur fer ekki eiga sér stað með háværum hætti hér á Íslandi. Það sé bakslag en það sé enginn að blanda páskunum í umræðuna. Samvera mikilvæg Reyn er tiltölulega nýlega tekin við sem forseti Trans Ísland en starfaði fyrir það sem varaformaður. Hún segir samtökin reyna að halda í það minnsta einn viðburð í hverjum mánuði fyrir trans samfélagið. Í þessum mánuði hafi verið haldið sérstaklega upp á Kváradaginn en hann var í síðustu viku, þann 26. mars. „Við erum ekki búin að auglýsa neitt fyrir apríl en stefnan er að halda einn viðburð í mánuði. Þess fyrir utan erum við svo sem reglulegan íþróttaviðburð, Sterkari saman. Það er orðið stór partur af okkar kjarnastarfsemi,“ segir Reyn. Hún segir viðburðina aðallega hugsaða fyrir trans samfélagið en að það sé auðvitað í lagi að fólk komi með vini með sér sem ekki eru trans.
Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Í tilefni alþjóðlegs sýnileikadags trans fólks 31. mars er alþjóðlegur dagur sýnileika trans fólks (TDOV = Trans Day of Visibility). Það er viðeigandi að í ár skuli þessi dagur koma upp á Páska sunnudegi þar sem við minnumst upprisu Jesú Krists og þann kærleik sem hann stóð fyrir, en undanfarin fimm ár hefur ofbeldi og árásum gegn trans fólki aukist í Bretlandi um tæp 200% 31. mars 2024 08:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í tilefni alþjóðlegs sýnileikadags trans fólks 31. mars er alþjóðlegur dagur sýnileika trans fólks (TDOV = Trans Day of Visibility). Það er viðeigandi að í ár skuli þessi dagur koma upp á Páska sunnudegi þar sem við minnumst upprisu Jesú Krists og þann kærleik sem hann stóð fyrir, en undanfarin fimm ár hefur ofbeldi og árásum gegn trans fólki aukist í Bretlandi um tæp 200% 31. mars 2024 08:00