Þurfti að taka hring úr nefi sínu í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2024 11:31 Hannah Hidalgo í leik með Notre Dame á móti Kent State í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans. AP/Michael Caterina Körfuboltakonan Hannah Hidalgo hjá Notre Dame háskólaliðinu var búin að spila allt tímabilið og tvo leiki í úrslitakeppninni bandaríska háskólaboltans með hring í nefinu. Í leik í sextán liða úrslitunum gerðu dómararnir allt í einu athugasemd við nefhringinn hennar. Ekki þó fyrir leikinn heldur í miðjum leik. Hidalgo þurfti að eyða löngum tíma á bekknum í öðrum leikhluta við að reyna að ná hringnum úr nefinu. Aðstoðarmenn liðsins áttu í mestum vandræðum með að losa hringinn og því var fjarveran enn lengri en hún þurfti kannski að vera. Hannah Hidalgo missed some time in Notre Dame's Sweet 16 matchup with Oregon State to have her nose ring removed. pic.twitter.com/1XF0XCCrjM— ESPN (@espn) March 29, 2024 Notre Dame tapaði leiknum á endanum 70-65 en hann var á móti Oregon State. Hidalgo skoraði 10 stig í leiknum en hitti aðeins úr 4 af 17 skotum sínum. Hún hefur ekki skorað minna í leik á tímabilinu sem er hennar fyrsta í háskólakörfuboltanum. Hidalgo sagði frá því eftir leik að einn dómarinn hafi gefið henni leyfi til að spila með hringinn fyrir leik ef hún myndi setja eitthvað yfir hann. Hún fékk aftur á móti enga skýringu á því af hverju þeir skiptu um skoðun í miðjum leik. Hidalgo var nýbúin að skora tvær körfur í röð og komin í gang þegar dómararnir skipuðu henni að fjarlæga hringinn. Hún var mjög pirruð vegna þessa í leikslok og tapið gerði illt verra. Eftir leikinn höfðu dómararnir síðan látið prenta út fyrir hana reglur NCAA um skartgripi. Það er vissulega enginn vafi á því að samkvæmt reglum leiksins þá mega leikmenn ekki spila með skartgripi, hvort sem þeir eru á fingrum, í eyrum, í augnabrúnum eða í nefinu. „Hún er búinn að vera með hring í nefinu allt tímabilið. Ég vildi óska þess að við hefðum fengið að vita þetta fyrir leik. Við ráðum þessu ekki og urðum bara að halda áfram. Það er samt aldrei gott fyrir leikmanna að þurfa sitja svona lengi á bekknum,“ sagði þjálfari hennar Niele Ivey. All-American PG Hannah Hidalgo missed some time today during the 2nd quarter in #NotreDame's loss getting her nose ring taken out.According to Hidalgo, the ref told her she could wear it but in the 2nd quarter they said she had to take it out.@16NewsNow #MarchMadness pic.twitter.com/GDTVZmSGli— Jackson Neill (@jacksonneilltv) March 30, 2024 Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Ekki þó fyrir leikinn heldur í miðjum leik. Hidalgo þurfti að eyða löngum tíma á bekknum í öðrum leikhluta við að reyna að ná hringnum úr nefinu. Aðstoðarmenn liðsins áttu í mestum vandræðum með að losa hringinn og því var fjarveran enn lengri en hún þurfti kannski að vera. Hannah Hidalgo missed some time in Notre Dame's Sweet 16 matchup with Oregon State to have her nose ring removed. pic.twitter.com/1XF0XCCrjM— ESPN (@espn) March 29, 2024 Notre Dame tapaði leiknum á endanum 70-65 en hann var á móti Oregon State. Hidalgo skoraði 10 stig í leiknum en hitti aðeins úr 4 af 17 skotum sínum. Hún hefur ekki skorað minna í leik á tímabilinu sem er hennar fyrsta í háskólakörfuboltanum. Hidalgo sagði frá því eftir leik að einn dómarinn hafi gefið henni leyfi til að spila með hringinn fyrir leik ef hún myndi setja eitthvað yfir hann. Hún fékk aftur á móti enga skýringu á því af hverju þeir skiptu um skoðun í miðjum leik. Hidalgo var nýbúin að skora tvær körfur í röð og komin í gang þegar dómararnir skipuðu henni að fjarlæga hringinn. Hún var mjög pirruð vegna þessa í leikslok og tapið gerði illt verra. Eftir leikinn höfðu dómararnir síðan látið prenta út fyrir hana reglur NCAA um skartgripi. Það er vissulega enginn vafi á því að samkvæmt reglum leiksins þá mega leikmenn ekki spila með skartgripi, hvort sem þeir eru á fingrum, í eyrum, í augnabrúnum eða í nefinu. „Hún er búinn að vera með hring í nefinu allt tímabilið. Ég vildi óska þess að við hefðum fengið að vita þetta fyrir leik. Við ráðum þessu ekki og urðum bara að halda áfram. Það er samt aldrei gott fyrir leikmanna að þurfa sitja svona lengi á bekknum,“ sagði þjálfari hennar Niele Ivey. All-American PG Hannah Hidalgo missed some time today during the 2nd quarter in #NotreDame's loss getting her nose ring taken out.According to Hidalgo, the ref told her she could wear it but in the 2nd quarter they said she had to take it out.@16NewsNow #MarchMadness pic.twitter.com/GDTVZmSGli— Jackson Neill (@jacksonneilltv) March 30, 2024
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti