„Það er ekkert sem stoppar Remy Martin“ Andri Már Eggertsson skrifar 28. mars 2024 22:05 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að það væri ekki hægt að stoppa Remy Martin Vísir/Diego Keflavík vann þrettán stiga sigur gegn Njarðvík á heimavelli 127-114. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir leik. „Við náðum varla að halda þeim undir 80 stigum í fjórða leikhluta. Þetta var alls ekki að ganga hjá okkur því miður, “ sagði Benedikt Guðmundsson aðspurður hvernig markmiðið sem hann setti fyrir leik að halda Keflavík í 80 stigum hefði gengið. Benedikt talaði einnig um fyrir leik að hann ætlaði að reyna stöðva Remy Martin en hann var frábær og gerði 35 stig. „Það er ekkert sem stoppar hann. Ef þú ert að spila góða vörn á hann á hálfum velli þá fer hann bara út á miðju og setur skot þaðan. Ef þú setur tvo varnarmenn á hann þá kemst hann framhjá þeim og skorar sjálfur eða finnur einhvern opinn og það var allt ofan í.“ „Þetta var erfitt og verðskuldaður sigur hjá frábæru liði Keflavíkur.“ Njarðvík byrjaði bæði þriðja og fjórða leikhluta afar illa og Benedikt hafði engin svör hvers vegna liðið byrjaði svona illa. „Ef ég bara vissi það. Ég skil það ekki en ég þarf að finna út úr því. Við byrjuðum seinni hálfleik afar illa en byrjuðum fyrsta leikhluta vel þar sem við gerðu fyrstu sjö stigin. Byrjunin í fjórða leikhluta drap okkur síðan.“ Þetta var þriðji sigur Keflavíkur gegn Njarðvík á tímabilinu og Benedikt viðurkenndi að það væri þungt. „Það var ekki í planinu en við unnum báða leikina í fyrra og hitt í fyrra en svona er þetta. Keflavík er með frábært lið núna en liðin eru með jafn mörg stig í deildinni. Ég vil hrósa liðinu mínu þar sem þetta er annar leikurinn sem við töpum eftir áramót,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
„Við náðum varla að halda þeim undir 80 stigum í fjórða leikhluta. Þetta var alls ekki að ganga hjá okkur því miður, “ sagði Benedikt Guðmundsson aðspurður hvernig markmiðið sem hann setti fyrir leik að halda Keflavík í 80 stigum hefði gengið. Benedikt talaði einnig um fyrir leik að hann ætlaði að reyna stöðva Remy Martin en hann var frábær og gerði 35 stig. „Það er ekkert sem stoppar hann. Ef þú ert að spila góða vörn á hann á hálfum velli þá fer hann bara út á miðju og setur skot þaðan. Ef þú setur tvo varnarmenn á hann þá kemst hann framhjá þeim og skorar sjálfur eða finnur einhvern opinn og það var allt ofan í.“ „Þetta var erfitt og verðskuldaður sigur hjá frábæru liði Keflavíkur.“ Njarðvík byrjaði bæði þriðja og fjórða leikhluta afar illa og Benedikt hafði engin svör hvers vegna liðið byrjaði svona illa. „Ef ég bara vissi það. Ég skil það ekki en ég þarf að finna út úr því. Við byrjuðum seinni hálfleik afar illa en byrjuðum fyrsta leikhluta vel þar sem við gerðu fyrstu sjö stigin. Byrjunin í fjórða leikhluta drap okkur síðan.“ Þetta var þriðji sigur Keflavíkur gegn Njarðvík á tímabilinu og Benedikt viðurkenndi að það væri þungt. „Það var ekki í planinu en við unnum báða leikina í fyrra og hitt í fyrra en svona er þetta. Keflavík er með frábært lið núna en liðin eru með jafn mörg stig í deildinni. Ég vil hrósa liðinu mínu þar sem þetta er annar leikurinn sem við töpum eftir áramót,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira