Ísland að tapa í slagnum um ferðamenn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2024 16:01 Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir neikvæð teikn á lofti í ferðaþjónustu. Vísir Þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um fjórðung síðustu tólf mánuði hefur orðið samdráttur í fjölda gistinótta og meðaleyðslu ferðamanna að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Þetta geti haft margvísleg neikvæð áhrif á þjóðarbúið. Mikilvægt sé að Íslandsstofa hefji aftur markaðssetningu á landinu. Í nýrri samantekt Ferðamálastofu um lykiltölur í ferðaþjónustu kemur fram að heildarfjöldi ferðamanna hér á landi síðustu tólf mánuði hafi aukist um tæplega tuttugu og fimm prósent. Til samanburðar var fjölgunin hundrað og tuttugu prósent árið á undan. Þá hefur herbergjanýting dregist saman á öllu landinu síðustu mánuði. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka í ferðaþjónustu segir ýmis neikvæð teikn á lofti í greininni. „Það er áhyggjuefni að þótt að við sjáum fjölda ferðamanna aukast á fyrstu mánuðum ársins þá er gistinóttum að fækka og minni verðmæti að skila sér í þjóðarbúið en áður. Hver ferðamaður er að stoppa skemur, gistir færri nætur og eyðir minna en áður. Þetta er þróun sem við viljum alls ekki sjá,“ segir Jóhannes. Ýmsar ástæður séu fyrir þessu. „Við erum orðin dýrari áfangastaður en margir áfangastaðir í kringum okkur, við erum með þrálátari verðbólgu en önnur lönd og hærri vexti. Þá höfum við tapað niður forskoti sem við höfðum í markaðssetningu á landinu en stjórnvöld hættu að leggja sérstakt fé í neytendamarkaðssetningu á Íslandi árið 2022 og það hefur mikil áhrif. Á sama tíma hefur verið lögð aukin áhersla á markaðssetningu í öðrum löndum,“ segir hann. Jóhannes segir mikilvægt að snúa þessu við. „Ef við viljum fá betur borgandi ferðamenn til landsins eins og stjórnmálamenn benda stundum á, þá þarf að hafa stöðugar markaðsherferðir í gangi hjá Íslandsstofu sem kynna landið en ekki þessi sífelldu átaksverkefni eins og reyndin hefur verið undanfarið,“ segir Jóhannes að lokum. Ferðamennska á Íslandi Atvinnurekendur Efnahagsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Í nýrri samantekt Ferðamálastofu um lykiltölur í ferðaþjónustu kemur fram að heildarfjöldi ferðamanna hér á landi síðustu tólf mánuði hafi aukist um tæplega tuttugu og fimm prósent. Til samanburðar var fjölgunin hundrað og tuttugu prósent árið á undan. Þá hefur herbergjanýting dregist saman á öllu landinu síðustu mánuði. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka í ferðaþjónustu segir ýmis neikvæð teikn á lofti í greininni. „Það er áhyggjuefni að þótt að við sjáum fjölda ferðamanna aukast á fyrstu mánuðum ársins þá er gistinóttum að fækka og minni verðmæti að skila sér í þjóðarbúið en áður. Hver ferðamaður er að stoppa skemur, gistir færri nætur og eyðir minna en áður. Þetta er þróun sem við viljum alls ekki sjá,“ segir Jóhannes. Ýmsar ástæður séu fyrir þessu. „Við erum orðin dýrari áfangastaður en margir áfangastaðir í kringum okkur, við erum með þrálátari verðbólgu en önnur lönd og hærri vexti. Þá höfum við tapað niður forskoti sem við höfðum í markaðssetningu á landinu en stjórnvöld hættu að leggja sérstakt fé í neytendamarkaðssetningu á Íslandi árið 2022 og það hefur mikil áhrif. Á sama tíma hefur verið lögð aukin áhersla á markaðssetningu í öðrum löndum,“ segir hann. Jóhannes segir mikilvægt að snúa þessu við. „Ef við viljum fá betur borgandi ferðamenn til landsins eins og stjórnmálamenn benda stundum á, þá þarf að hafa stöðugar markaðsherferðir í gangi hjá Íslandsstofu sem kynna landið en ekki þessi sífelldu átaksverkefni eins og reyndin hefur verið undanfarið,“ segir Jóhannes að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Atvinnurekendur Efnahagsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira