„Flottur sigur og heilt yfir fín frammistaða“ Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2024 22:51 Halldór Árnason var sáttur við spilamennsku Blikaliðsins. Vísir / Hulda Margrét Halldór Árnason, þjálfari nýkrýndra Lengjubikarmeistara í fótbolta karla, Breiðabliks, var sáttur við spilamennsku lærisveina sinna þegar liðið bar sigurorð af Skagamönnum, 4-1, í úrslitaleik mótsins á Kópavogsvelli í kvöld. „Við byrjuðum báða hálfleiki frekar rólega og vorum ekki nógu góðir á boltann. Það pirraði mig aðeins og ég var nálægt því að láta vel í mér heyra í þeim seinni þegar þetta gerðist aftur. Ég þurfti hins vegar ekki að gera það þar sem spilið varð mun betra þegar líða tók á báða hálfleiki,“ sagði Halldór í samtali við Stöð 2 Sport að leik loknum. „Við náðum góðu flæði á boltann og heilt spiluðum við bara vel og skoruðum fjögur fín mörk. Við erum bara á góðum stað nú þegar það er rúm vika í að Íslandsmótið byrji og ég er bara sáttur við stöðuna á liðinu. Það er alltaf gaman að vinna og góður bónus að lyfta bikar einnig,“ sagði Halldór einnig. Kristófer Ingi Kristinsson kom Blikum á bragðið í leiknum en hann fór af velli í hálfleik. Halldór sagði það hafa verið vegna meiðsla: „Kristófer Ingi fékk högg skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og þess vegna tókum við hann útaf. Ég held og vona að þetta sé ekkert alvarlegt en við vildum ekki taka neina sjénsa,“ sagði þjálfarinn um framherjann sinn. „Nú förum við bara í það að búa okkur fyrir fyrsta leik Íslandsmótsins og freista þess að fá meidda leikmenn aftur inn á völlinn. Við erum bara spenntir fyrir því að alvaran fari að byrja,“ sagði hann um framhaldið en Oliver Sigurjónsson og Patrik Johannensen voru á meiðslalistanum í kvöld. Oliver að glíma við meiðsli og Patrik að koma til baka eftir krossbandaslit. Þá eru Arnór Gauti Jónsson og Eyþór Aron Wöhler í verkefni með U-21 árs landsliðinu. Íslenski boltinn Lengjubikar karla Breiðablik Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
„Við byrjuðum báða hálfleiki frekar rólega og vorum ekki nógu góðir á boltann. Það pirraði mig aðeins og ég var nálægt því að láta vel í mér heyra í þeim seinni þegar þetta gerðist aftur. Ég þurfti hins vegar ekki að gera það þar sem spilið varð mun betra þegar líða tók á báða hálfleiki,“ sagði Halldór í samtali við Stöð 2 Sport að leik loknum. „Við náðum góðu flæði á boltann og heilt spiluðum við bara vel og skoruðum fjögur fín mörk. Við erum bara á góðum stað nú þegar það er rúm vika í að Íslandsmótið byrji og ég er bara sáttur við stöðuna á liðinu. Það er alltaf gaman að vinna og góður bónus að lyfta bikar einnig,“ sagði Halldór einnig. Kristófer Ingi Kristinsson kom Blikum á bragðið í leiknum en hann fór af velli í hálfleik. Halldór sagði það hafa verið vegna meiðsla: „Kristófer Ingi fékk högg skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og þess vegna tókum við hann útaf. Ég held og vona að þetta sé ekkert alvarlegt en við vildum ekki taka neina sjénsa,“ sagði þjálfarinn um framherjann sinn. „Nú förum við bara í það að búa okkur fyrir fyrsta leik Íslandsmótsins og freista þess að fá meidda leikmenn aftur inn á völlinn. Við erum bara spenntir fyrir því að alvaran fari að byrja,“ sagði hann um framhaldið en Oliver Sigurjónsson og Patrik Johannensen voru á meiðslalistanum í kvöld. Oliver að glíma við meiðsli og Patrik að koma til baka eftir krossbandaslit. Þá eru Arnór Gauti Jónsson og Eyþór Aron Wöhler í verkefni með U-21 árs landsliðinu.
Íslenski boltinn Lengjubikar karla Breiðablik Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira