„Ekkert leyndarmál að við ætlum að reyna við þann stóra“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 27. mars 2024 22:00 Rúnar Ingi Erlingsson og Jana Falsdóttir í leik kvöldsins í Höllinni Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvík lagði Hauka með þrettán stiga mun 84-71 þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Þjálfari sigurliðsins var að vonum ánægður. „Ég er virkilega glaður að ná í sigur á heimavelli í dag og ánægður með frammistöðuna á löngum köflum.“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sáttur eftir leikinn í kvöld. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti og var búið að sækja gott forskot áður en Haukar rönkuðu við sér og náðu frábæru áhlaupi sem gerðu þetta að leik. „Ég átti von á hörku leik á móti flottu Haukaliði með tvo frábæra bakverði í Keiru og Tinnu. Við lögðum mikið upp með að stoppa þessar tvær en auðvitað náðu þær áhlaupi hérna undir lok annars leikhluta eftir að við vorum komnar sextán stigum yfir. Við gerum vel og við svörum því í lok þegar við setjum hérna góðan þrist í lok fyrri hálfleiks eftir góða bolta hreyfingu. Svo fannst mér við hafa stjórnina svona nokkurn veginn allan seinni hálfleikinn og ég hrósaði mínum leikmönnum fyrir það. Þær gerðu það sem ég var að biðja þær um, þær framkvæmdu svona 90% af því sem að ég var að biðja þær um og ég fer ekki fram á meira.“ Gerir miklar kröfur Þrátt fyrir að Njarðvík leiddi allan leikinn og voru alltaf skrefinu á undan Haukum mátti sjá pirring hjá Rúnari Inga í leikhléum í síðari hálfleik þar sem hann var ekki sáttur með sitt lið. „Við erum ekki búnar að vera góðar. Við höfum átt betri leiki heldur en svona undanfarið og það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur að reyna vinna þann stóra og við erum að undirbúa okkur fyrir það. Hvort sem að það séu tvö stig í þessum leik þá tek ég þeim fagnandi og allt það en það eru atriði sem ég þarf að fara fram á við mína leikmenn að við getum haldið út í 40 mínútur að framkvæma það sem við ætlum að framkvæma og það er það sem ég var ekki sáttur við í seinni hálfleik. Þessi tíu prósent.“ „Ef að við ætlum að vinna besta liðið í deildinni þá þurfum við að geta gert þetta í 100% í 40 mínútur, þannig vinnum við. Við sáum það bara fyrir viku síðan að þá steinliggjum við og þá erum við að klikka á þessum smáatriðum. Ég er að gera það sem ég get gert með gott lið í höndunum til þess að ýta þeim áfram svo þær geti framkvæmt þessa hluti í 40 mínútur og komið okkur nær því að sigra besta liðið.“ Njarðvík mætir einmitt nágrönnum sínum í Keflavík í lokaumferð deildarkeppninnar í næstu viku áður en úrslitakeppnin byrjar. „Alltaf spenna fyrir þessa leiki. Við erum búnar að spila oft við þær og núna þriðji leikurinn á stuttum tíma. Úrslitakeppnin er byrjuð og við þurfum að fara stilla þessa strengi sem að þarf að hafa á hreinu í úrslitakeppninni þannig við munum undirbúa okkur eins og við séum að fara inn í play off leik. Við förum alltaf bara til að vinna en við þurfum að vera tilbúnar að framkvæma öll litlu smáatriðin og gera alla ótrúlega erfiðu hlutina í 40 mínútur en ekki bara í 25 og það er markmiðið fyrir næstu viku. Við nýtum vikuna og páskana vel til að undirbúa okkur fyrir alvöru baráttu og stríð í næstu viku.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Ég er virkilega glaður að ná í sigur á heimavelli í dag og ánægður með frammistöðuna á löngum köflum.“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sáttur eftir leikinn í kvöld. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti og var búið að sækja gott forskot áður en Haukar rönkuðu við sér og náðu frábæru áhlaupi sem gerðu þetta að leik. „Ég átti von á hörku leik á móti flottu Haukaliði með tvo frábæra bakverði í Keiru og Tinnu. Við lögðum mikið upp með að stoppa þessar tvær en auðvitað náðu þær áhlaupi hérna undir lok annars leikhluta eftir að við vorum komnar sextán stigum yfir. Við gerum vel og við svörum því í lok þegar við setjum hérna góðan þrist í lok fyrri hálfleiks eftir góða bolta hreyfingu. Svo fannst mér við hafa stjórnina svona nokkurn veginn allan seinni hálfleikinn og ég hrósaði mínum leikmönnum fyrir það. Þær gerðu það sem ég var að biðja þær um, þær framkvæmdu svona 90% af því sem að ég var að biðja þær um og ég fer ekki fram á meira.“ Gerir miklar kröfur Þrátt fyrir að Njarðvík leiddi allan leikinn og voru alltaf skrefinu á undan Haukum mátti sjá pirring hjá Rúnari Inga í leikhléum í síðari hálfleik þar sem hann var ekki sáttur með sitt lið. „Við erum ekki búnar að vera góðar. Við höfum átt betri leiki heldur en svona undanfarið og það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur að reyna vinna þann stóra og við erum að undirbúa okkur fyrir það. Hvort sem að það séu tvö stig í þessum leik þá tek ég þeim fagnandi og allt það en það eru atriði sem ég þarf að fara fram á við mína leikmenn að við getum haldið út í 40 mínútur að framkvæma það sem við ætlum að framkvæma og það er það sem ég var ekki sáttur við í seinni hálfleik. Þessi tíu prósent.“ „Ef að við ætlum að vinna besta liðið í deildinni þá þurfum við að geta gert þetta í 100% í 40 mínútur, þannig vinnum við. Við sáum það bara fyrir viku síðan að þá steinliggjum við og þá erum við að klikka á þessum smáatriðum. Ég er að gera það sem ég get gert með gott lið í höndunum til þess að ýta þeim áfram svo þær geti framkvæmt þessa hluti í 40 mínútur og komið okkur nær því að sigra besta liðið.“ Njarðvík mætir einmitt nágrönnum sínum í Keflavík í lokaumferð deildarkeppninnar í næstu viku áður en úrslitakeppnin byrjar. „Alltaf spenna fyrir þessa leiki. Við erum búnar að spila oft við þær og núna þriðji leikurinn á stuttum tíma. Úrslitakeppnin er byrjuð og við þurfum að fara stilla þessa strengi sem að þarf að hafa á hreinu í úrslitakeppninni þannig við munum undirbúa okkur eins og við séum að fara inn í play off leik. Við förum alltaf bara til að vinna en við þurfum að vera tilbúnar að framkvæma öll litlu smáatriðin og gera alla ótrúlega erfiðu hlutina í 40 mínútur en ekki bara í 25 og það er markmiðið fyrir næstu viku. Við nýtum vikuna og páskana vel til að undirbúa okkur fyrir alvöru baráttu og stríð í næstu viku.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira