Lífið

Bein út­sending: Heimir Guð­jóns og Höddi Magg í ein­vígi aldarinnar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Heimir og Hörður eru báðir sterkir taflmenn. Þetta verður tæpt í kvöld.
Heimir og Hörður eru báðir sterkir taflmenn. Þetta verður tæpt í kvöld. Vísir

Heimir Guðjónsson, einn allra fremsti þjálfari Íslands í knattspyrnu og Hörður Magnússon, betur þekktur sem Höddi Magg, fyrrverandi knattspyrnumaður og einn ástkærasti lýsandi landsins, mætast í epísku hraðskákeinvígi í kvöld.

Einvígið er í boði strákanna í Chess After Dark, fer fram á 220 BAR klukkan 20:00 en einnig má fylgjast með því í beinni útsendingu á Vísi. Hugmyndin að einvíginu kviknaði eftir að þeir Birkir Karl Sigurðsson og Leifur Þorsteinsson, stjórnendur Chess After Dark hlaðvarpsins héldu „Blush mótið“ árið 2022.

Þar mættust Heimir og Hörður í mótinu í æsispennandi leik. Svo fór að Heimir hafði sigur en þeir félagar eru báðir afbragðsskákmenn og álíka sterkir. Einvígið ætti því að verða mjög jafnt og spennandi.

Tefldar verða tíu hraðskákir og eru báðir keppendur taldir afar sigurvissir. Báðir tala þeir um að um formsatriði sé að ræða. Sigurvegari einvígsins mun ekki einungis sigra einvígi aldarinnar heldur fylgir stoltið einnig sigrinum og fullvissan um að viðkomandi sé í raun og veru sterkari skákmaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×