„Reiknum með því að Rúnarsáhrifin verði jákvæð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2024 12:01 Rúnar Kristinsson færði sig úr Vesturbænum upp í Úlfarsárdal eftir síðasta tímabil. vísir/sigurjón Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, hefur trú á að koma Rúnars Kristinssonar hafi jákvæð áhrif á lið Fram. Hann er spenntur að sjá hvernig hann verður í nýju starfi. Fram er spáð 9. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Frammarar enduðu í 10. sæti á síðasta tímabili. Eftir að hafa verið í KR allan sinn þjálfaraferil var Rúnar ráðinn til Fram síðasta haust. Baldur þekkir Rúnar vel eftir að hafa spilað undir hans stjórn og hefur trú á því að hann muni gera góða hluti með Fram. „Við reiknum með því að Rúnarsáhrifin verði jákvæð. Við erum með þjálfara sem hefur gríðarlega góðan eiginleika til að leyfa mönnum að blómstra. Þetta er ekkert ósvipað Jóni Sveins [fyrrverandi þjálfara Fram], hann lét leikmenn svo sannarlega blómstra í sóknarleiknum. Menn fengu svolítið að gera það sem þeir vildu sem skilaði sér í mikilli skemmtun fyrir okkur,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að Rúnar sé kannski ekki alveg þar. Hann er frekar einbeittur á taktískan og agaðan varnarleik en á sama tíma vill hann spila skemmtilegan fótbolta og hann er góður í því að leyfa mönnum að njóta, það er að segja ef hann er ekki undir einhverri pressu sem hann tekur með sér frá KR; að hann þurfi að ná árangri, að hann sé ekki að fara út úr karakternum sínum. Ég er spenntastur að sjá hvort hann sé gamli Rúnar eða taugatrekkti Rúnar.“ Atli Viðar Björnsson segir að það hafi verið lífsnauðsynlegt fyrir Fram að halda sér í Bestu deildinni á síðasta tímabili. „Það var gríðarlega sterkt fyrir Fram að sleppa við fallið í fyrra. Þeir eru að reyna að fóta sig í nýju hverfi og búa til sitt vígi þarna upp frá. Mér finnst þeir vera á ágætis leið með það. Og það að ráða Rúnar, risastóran prófíl í íslenskum fótbolta, inn í þetta verkefni var mikið heillaskref. Þannig ég held og vona að hann komi með pínulítinn slagkraft inn í þetta starf og hjálpi þeim að staðsetja sig og festa sig í sessi sem efstu deildar félag í fótbolta,“ sagði Atli Viðar sem segir vandamál Fram augljóst. „Stóra verkefnið Rúnars verður að fækka mörkum á sig eins og hjá fleirum. Hann er alveg meðvitaður um það en þeir hafa það í liðinu sínu, sem er kannski erfiðast í fótbolta, að gera mörk. Þeir eru með Fred [Saravia], Jannick [Pohl], sem var mikið áfall að missa út í fyrra, og svo Guðmund Magnússon sem var í baráttu um gullskó fyrir tveimur árum. Þetta eru eiginleikar sem eru til staðar. Ef þeir laga varnarleikinn held ég að þeir séu í ágætis málum.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Fram Besta sætið Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Fram er spáð 9. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Frammarar enduðu í 10. sæti á síðasta tímabili. Eftir að hafa verið í KR allan sinn þjálfaraferil var Rúnar ráðinn til Fram síðasta haust. Baldur þekkir Rúnar vel eftir að hafa spilað undir hans stjórn og hefur trú á því að hann muni gera góða hluti með Fram. „Við reiknum með því að Rúnarsáhrifin verði jákvæð. Við erum með þjálfara sem hefur gríðarlega góðan eiginleika til að leyfa mönnum að blómstra. Þetta er ekkert ósvipað Jóni Sveins [fyrrverandi þjálfara Fram], hann lét leikmenn svo sannarlega blómstra í sóknarleiknum. Menn fengu svolítið að gera það sem þeir vildu sem skilaði sér í mikilli skemmtun fyrir okkur,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að Rúnar sé kannski ekki alveg þar. Hann er frekar einbeittur á taktískan og agaðan varnarleik en á sama tíma vill hann spila skemmtilegan fótbolta og hann er góður í því að leyfa mönnum að njóta, það er að segja ef hann er ekki undir einhverri pressu sem hann tekur með sér frá KR; að hann þurfi að ná árangri, að hann sé ekki að fara út úr karakternum sínum. Ég er spenntastur að sjá hvort hann sé gamli Rúnar eða taugatrekkti Rúnar.“ Atli Viðar Björnsson segir að það hafi verið lífsnauðsynlegt fyrir Fram að halda sér í Bestu deildinni á síðasta tímabili. „Það var gríðarlega sterkt fyrir Fram að sleppa við fallið í fyrra. Þeir eru að reyna að fóta sig í nýju hverfi og búa til sitt vígi þarna upp frá. Mér finnst þeir vera á ágætis leið með það. Og það að ráða Rúnar, risastóran prófíl í íslenskum fótbolta, inn í þetta verkefni var mikið heillaskref. Þannig ég held og vona að hann komi með pínulítinn slagkraft inn í þetta starf og hjálpi þeim að staðsetja sig og festa sig í sessi sem efstu deildar félag í fótbolta,“ sagði Atli Viðar sem segir vandamál Fram augljóst. „Stóra verkefnið Rúnars verður að fækka mörkum á sig eins og hjá fleirum. Hann er alveg meðvitaður um það en þeir hafa það í liðinu sínu, sem er kannski erfiðast í fótbolta, að gera mörk. Þeir eru með Fred [Saravia], Jannick [Pohl], sem var mikið áfall að missa út í fyrra, og svo Guðmund Magnússon sem var í baráttu um gullskó fyrir tveimur árum. Þetta eru eiginleikar sem eru til staðar. Ef þeir laga varnarleikinn held ég að þeir séu í ágætis málum.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Fram Besta sætið Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira