„Reiknum með því að Rúnarsáhrifin verði jákvæð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2024 12:01 Rúnar Kristinsson færði sig úr Vesturbænum upp í Úlfarsárdal eftir síðasta tímabil. vísir/sigurjón Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, hefur trú á að koma Rúnars Kristinssonar hafi jákvæð áhrif á lið Fram. Hann er spenntur að sjá hvernig hann verður í nýju starfi. Fram er spáð 9. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Frammarar enduðu í 10. sæti á síðasta tímabili. Eftir að hafa verið í KR allan sinn þjálfaraferil var Rúnar ráðinn til Fram síðasta haust. Baldur þekkir Rúnar vel eftir að hafa spilað undir hans stjórn og hefur trú á því að hann muni gera góða hluti með Fram. „Við reiknum með því að Rúnarsáhrifin verði jákvæð. Við erum með þjálfara sem hefur gríðarlega góðan eiginleika til að leyfa mönnum að blómstra. Þetta er ekkert ósvipað Jóni Sveins [fyrrverandi þjálfara Fram], hann lét leikmenn svo sannarlega blómstra í sóknarleiknum. Menn fengu svolítið að gera það sem þeir vildu sem skilaði sér í mikilli skemmtun fyrir okkur,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að Rúnar sé kannski ekki alveg þar. Hann er frekar einbeittur á taktískan og agaðan varnarleik en á sama tíma vill hann spila skemmtilegan fótbolta og hann er góður í því að leyfa mönnum að njóta, það er að segja ef hann er ekki undir einhverri pressu sem hann tekur með sér frá KR; að hann þurfi að ná árangri, að hann sé ekki að fara út úr karakternum sínum. Ég er spenntastur að sjá hvort hann sé gamli Rúnar eða taugatrekkti Rúnar.“ Atli Viðar Björnsson segir að það hafi verið lífsnauðsynlegt fyrir Fram að halda sér í Bestu deildinni á síðasta tímabili. „Það var gríðarlega sterkt fyrir Fram að sleppa við fallið í fyrra. Þeir eru að reyna að fóta sig í nýju hverfi og búa til sitt vígi þarna upp frá. Mér finnst þeir vera á ágætis leið með það. Og það að ráða Rúnar, risastóran prófíl í íslenskum fótbolta, inn í þetta verkefni var mikið heillaskref. Þannig ég held og vona að hann komi með pínulítinn slagkraft inn í þetta starf og hjálpi þeim að staðsetja sig og festa sig í sessi sem efstu deildar félag í fótbolta,“ sagði Atli Viðar sem segir vandamál Fram augljóst. „Stóra verkefnið Rúnars verður að fækka mörkum á sig eins og hjá fleirum. Hann er alveg meðvitaður um það en þeir hafa það í liðinu sínu, sem er kannski erfiðast í fótbolta, að gera mörk. Þeir eru með Fred [Saravia], Jannick [Pohl], sem var mikið áfall að missa út í fyrra, og svo Guðmund Magnússon sem var í baráttu um gullskó fyrir tveimur árum. Þetta eru eiginleikar sem eru til staðar. Ef þeir laga varnarleikinn held ég að þeir séu í ágætis málum.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Fram Besta sætið Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Fram er spáð 9. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Frammarar enduðu í 10. sæti á síðasta tímabili. Eftir að hafa verið í KR allan sinn þjálfaraferil var Rúnar ráðinn til Fram síðasta haust. Baldur þekkir Rúnar vel eftir að hafa spilað undir hans stjórn og hefur trú á því að hann muni gera góða hluti með Fram. „Við reiknum með því að Rúnarsáhrifin verði jákvæð. Við erum með þjálfara sem hefur gríðarlega góðan eiginleika til að leyfa mönnum að blómstra. Þetta er ekkert ósvipað Jóni Sveins [fyrrverandi þjálfara Fram], hann lét leikmenn svo sannarlega blómstra í sóknarleiknum. Menn fengu svolítið að gera það sem þeir vildu sem skilaði sér í mikilli skemmtun fyrir okkur,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að Rúnar sé kannski ekki alveg þar. Hann er frekar einbeittur á taktískan og agaðan varnarleik en á sama tíma vill hann spila skemmtilegan fótbolta og hann er góður í því að leyfa mönnum að njóta, það er að segja ef hann er ekki undir einhverri pressu sem hann tekur með sér frá KR; að hann þurfi að ná árangri, að hann sé ekki að fara út úr karakternum sínum. Ég er spenntastur að sjá hvort hann sé gamli Rúnar eða taugatrekkti Rúnar.“ Atli Viðar Björnsson segir að það hafi verið lífsnauðsynlegt fyrir Fram að halda sér í Bestu deildinni á síðasta tímabili. „Það var gríðarlega sterkt fyrir Fram að sleppa við fallið í fyrra. Þeir eru að reyna að fóta sig í nýju hverfi og búa til sitt vígi þarna upp frá. Mér finnst þeir vera á ágætis leið með það. Og það að ráða Rúnar, risastóran prófíl í íslenskum fótbolta, inn í þetta verkefni var mikið heillaskref. Þannig ég held og vona að hann komi með pínulítinn slagkraft inn í þetta starf og hjálpi þeim að staðsetja sig og festa sig í sessi sem efstu deildar félag í fótbolta,“ sagði Atli Viðar sem segir vandamál Fram augljóst. „Stóra verkefnið Rúnars verður að fækka mörkum á sig eins og hjá fleirum. Hann er alveg meðvitaður um það en þeir hafa það í liðinu sínu, sem er kannski erfiðast í fótbolta, að gera mörk. Þeir eru með Fred [Saravia], Jannick [Pohl], sem var mikið áfall að missa út í fyrra, og svo Guðmund Magnússon sem var í baráttu um gullskó fyrir tveimur árum. Þetta eru eiginleikar sem eru til staðar. Ef þeir laga varnarleikinn held ég að þeir séu í ágætis málum.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Fram Besta sætið Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira