Innlent

Fluttur á Land­spítala eftir að hann drakk eitur í stað vatns

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það virðist hafa verið fremur rólegt á vaktinni hjá lögreglu í nótt.
Það virðist hafa verið fremur rólegt á vaktinni hjá lögreglu í nótt. Vísir/Vilhelm

Maður var fluttur á Landspítala í gærkvöldi eða nótt eftir vinnuslys í póstnúmerinu 105 en hann hafði tekið eiturefni í misgripum fyrir vatn og drukkið. 

Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar en það fylgir ekki sögunni hvernig manninum heilsast.

Lögreglu var einnig kölluð til vegna líkamsárásar í póstnúmerinu 103, þar sem eggvopn kom við sögu. Árásarmaðurinn reyndi að komast undan lögreglu en náðist eftir eltingaleik á tveimur jafnfljótum.

Viðkomandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu en áverkar árásarþola eru sagðir minniháttar.

Einn var sektaður í umferðinni fyrir að aka án ökuréttinda. Við komandi hefur ítrekað verið sektaður fyrir sama brot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×