Lögreglan lýsir eftir þjófunum Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2024 17:17 Forsvarsmenn lögreglunnar telja líklegt að einhver geti borið kennsl á mennina þó andlit þeirra sjáist ekki að fullu á myndinni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir tveimur mönnum. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt tuttugu til þrjátíu milljónum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. Mynd sem lögreglan hefur sent á fjölmiðla sýnir mennina í bíl af gerðinni Toyota Yaris, en bílsins hefur verið leitað frá því í gær. Andlit mannanna sjást ekki að fullu en forsvarsmenn lögreglunnar telja að einhver ætti þrátt fyrir það að geta þekkt þá. Þjóðerni mannanna liggur ekki fyrir. Ef einhver þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hin sömu vinsamlegast beðin um að hringja í lögregluna í síma 112, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Mennirnir eru grunaðir um að hafa rænt milljónum í áðurnefndu ráni í gær en þjófnaðurinn er sagður hafa verið þaulskipulagður og tók hann afar skamma stund. Sjá einnig: Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Yarisnum á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar og snarhemluðu. Síðan virðast þeir hafa brotist inn í bílinn í gegnum afturhurð með því að brjóta afturrúðu hans og tóku úr honum tvær töskur sem fullar voru af peningum, og komu sér af vettvangi. Sjá einnig: Þaulskipulögð aðgerð sem tók örfáar sekúndur Töskurnar sem mennirnir höfðu á brott fundust í Mosfellsbæ í gærkvöldi og í dag. Þær eru sjö talsins en fimm þeirra voru tómar þegar þeim var rænt. Þegar lögreglan fann töskurnar voru peningarnar horfnir. Bíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að sérstakar litasprengjur væru í töskunum sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Ekki liggur fyrir hvort sprengjurnar voru virkar í töskunum tveimur sem innihéldu peningana. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06 Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Milljónum stolið í Hamraborg og verðbólgan eykst á ný Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um þjófnað úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi sem fram var í gærmorgun. 26. mars 2024 11:35 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Mynd sem lögreglan hefur sent á fjölmiðla sýnir mennina í bíl af gerðinni Toyota Yaris, en bílsins hefur verið leitað frá því í gær. Andlit mannanna sjást ekki að fullu en forsvarsmenn lögreglunnar telja að einhver ætti þrátt fyrir það að geta þekkt þá. Þjóðerni mannanna liggur ekki fyrir. Ef einhver þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hin sömu vinsamlegast beðin um að hringja í lögregluna í síma 112, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Mennirnir eru grunaðir um að hafa rænt milljónum í áðurnefndu ráni í gær en þjófnaðurinn er sagður hafa verið þaulskipulagður og tók hann afar skamma stund. Sjá einnig: Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Yarisnum á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar og snarhemluðu. Síðan virðast þeir hafa brotist inn í bílinn í gegnum afturhurð með því að brjóta afturrúðu hans og tóku úr honum tvær töskur sem fullar voru af peningum, og komu sér af vettvangi. Sjá einnig: Þaulskipulögð aðgerð sem tók örfáar sekúndur Töskurnar sem mennirnir höfðu á brott fundust í Mosfellsbæ í gærkvöldi og í dag. Þær eru sjö talsins en fimm þeirra voru tómar þegar þeim var rænt. Þegar lögreglan fann töskurnar voru peningarnar horfnir. Bíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að sérstakar litasprengjur væru í töskunum sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Ekki liggur fyrir hvort sprengjurnar voru virkar í töskunum tveimur sem innihéldu peningana.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06 Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Milljónum stolið í Hamraborg og verðbólgan eykst á ný Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um þjófnað úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi sem fram var í gærmorgun. 26. mars 2024 11:35 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06
Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44
Milljónum stolið í Hamraborg og verðbólgan eykst á ný Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um þjófnað úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi sem fram var í gærmorgun. 26. mars 2024 11:35