Um 375 milljónir til úkraínska hersins Atli Ísleifsson skrifar 26. mars 2024 10:26 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að með því að styðja Úkraínumenn séu Íslendingar að vinna að því að tryggja eigin öryggishafgsmuni. Vísir/Einar Íslensk stjórnvöld munu verja tveimur milljónum evra, um 300 milljónum króna, í að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Þá verður 75 milljónum króna varið í að koma til móts við þarfir kvenkyns úkraínskum hermönnum. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins. Þar segir að Ísland muni styðja við innkaup Tékklands á skotfærum fyrir Úkraínu og leggja fjármuni í kaup á búnaði fyrir konur í úkraínska hernum. Lítið framboð hafi verið af skotfærum og hafi Tékkland, í samvinnu við helstu samstarfsríki Íslands, tekið að sér að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu sem gegni lykilhlutverki við varnir landsins. Gert sé ráð fyrir að um tveimur milljónum evra verði varið til verkefnisins af Íslands hálfu. Haft er eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðuherra að það sé brýnt að halda áfram að styðja Úkraínu af krafti. Þannig leggi Íslendingar ekki aðeins sitt af mörkum til varnar íbúum landsins, heldur sömuleiðis alþjóðalögum í stærra samhengi og þannig eigin öryggishagsmunum. „Stefna um stuðning við Úkraínu sem nú liggur fyrir Alþingi mun ramma þennan stuðning inn til lengri tíma, en á sama tíma ætlum við áfram að hreyfa okkur hratt og styðja við frumkvæðisverkefni af þessu tagi,“ segir Bjarni. Fram kemur að Ísland muni styðja innkaup á búnaði fyrir konur í úkraínska hernum. „Hlutfall kvenna í hernum hefur vaxið mjög á síðustu árum, sérstaklega eftir að innrás Rússa hófst. Til að koma til móts við þarfir kvenkyns hermanna er lagt upp með að útvega einkennisföt, skotheld vesti, læknis- og hreinlætisvörur fyrir 75 milljónir króna.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins. Þar segir að Ísland muni styðja við innkaup Tékklands á skotfærum fyrir Úkraínu og leggja fjármuni í kaup á búnaði fyrir konur í úkraínska hernum. Lítið framboð hafi verið af skotfærum og hafi Tékkland, í samvinnu við helstu samstarfsríki Íslands, tekið að sér að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu sem gegni lykilhlutverki við varnir landsins. Gert sé ráð fyrir að um tveimur milljónum evra verði varið til verkefnisins af Íslands hálfu. Haft er eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðuherra að það sé brýnt að halda áfram að styðja Úkraínu af krafti. Þannig leggi Íslendingar ekki aðeins sitt af mörkum til varnar íbúum landsins, heldur sömuleiðis alþjóðalögum í stærra samhengi og þannig eigin öryggishagsmunum. „Stefna um stuðning við Úkraínu sem nú liggur fyrir Alþingi mun ramma þennan stuðning inn til lengri tíma, en á sama tíma ætlum við áfram að hreyfa okkur hratt og styðja við frumkvæðisverkefni af þessu tagi,“ segir Bjarni. Fram kemur að Ísland muni styðja innkaup á búnaði fyrir konur í úkraínska hernum. „Hlutfall kvenna í hernum hefur vaxið mjög á síðustu árum, sérstaklega eftir að innrás Rússa hófst. Til að koma til móts við þarfir kvenkyns hermanna er lagt upp með að útvega einkennisföt, skotheld vesti, læknis- og hreinlætisvörur fyrir 75 milljónir króna.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent