Grétu og viðurkenndu mistök á erfiðum fundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2024 20:30 Baltasar Kormákur segir að sér hafi sárnað mjög að sjá illa meðferð spænsks þjálfarateymis á hrossum við framleiðslu á þáttaröð hans. Vísir/Sigurjón Baltasar Kormákur bindur vonir við að hægt verði að fá íslenska reiðmenn til að taka við af spænsku þjálfarateymi, sem uppvíst varð að illri meðferð á hrossum við kvikmyndaframleiðslu Baltasars. Þjálfarateymið hafi viðurkennt mistök á erfiðum fundi, þar sem hópnum var sagt upp störfum. Myndbandið, sem brot sést úr í fréttinni hér fyrir neðan, fór víða um helgina og vakti hörð viðbrögð; einn þjálfaranna beitir hestinn mikilli hörku, lemur hann ítrekað í hausinn með einhvers konar áhaldi. Verið var að þjálfa hestana fyrir þáttaröðina King and conqueror sem Baltasar framleiðir. Tökur á þáttunum standa nú yfir í myndveri hans í Gufunesi. Spænska þjálfarateymið kom til landsins fyrir tveimur vikum og hóf þá störf. Það var svo snemma í síðustu viku sem Baltasar segist hafa fengið veður af óánægju íslenskra reiðmanna með aðferðir spænsku þjálfaranna. Þá hafi verið haldinn fundur þar sem því hafi verið beint til hópsins að hann yrði að fylgja íslenskum lögum. Dýralæknir hafi skoðað hestana og gefið fyrirmæli um að hvíla þá. Á föstudaginn, nokkrum dögum eftir þann fund, segist Baltasar svo hafa fengið áðurnefnt myndband sent. „Mér er náttúrulega brugðið að sjá þetta, þetta var ekki í anda þess sem rætt var á fundinum og ég tek ákvörðun um að reka ekki bara þennan mann einan heldur allt teymið,“ segir Baltasar. Hvernig brást þessi hópur við? „Við vorum akkúrat inni í þessu herbergi þegar við sögðum þeim frá þessu. Það var mikið grátið, ég verð bara að segja þér eins og er. Þau voru í sjokki, þau viðurkenndu að einhverju leyti á sig mistök á endanum. En ég sá bara ekki fram úr þessu. Þetta var hrikalega erfiður fundur.“ Sárt að horfa upp á aðfarirnar Þættirnir eru framleiddir fyrir BBC og CBS og fjalla um Vilhjálm bastarð og Harald Guðinason - og sögufræga orrustu þeirra við Hastings árið 1066. Baltasar segir að þekkingin sem þurfi til að þjálfa hesta í slík verkefni fyrirfinnist ekki á Íslandi og því hafi erlendir sérfræðingar veri fengnir til verksins. En nú muni hann leita á náðir Íslendinga. „Takmarka bara það sem verður gert við það sem íslenskir reiðmenn treysta sér til að gera, án þess að beita hestana harðræði. Ég er búinn að vera hestamaður síðan ég var tveggja ára og þetta særir... þetta var ofboðslega sárt fyrir mig að sjá þetta og verða einhvers konar talsmaður þessa. Þar sem þetta er helsta ástríða mín í lífinu, að rækta og ríða hestum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sigríði Björnsdóttur MAST sérgreinadýralækni hjá MAST er niðurstöðu í málinu að vænta eftir páska. Framleiðslufyrirtækið hafi brugðist hratt og rétt við. Þá séu öll hrossin komin í var. Dýraheilbrigði Kvikmyndagerð á Íslandi Hestar Tengdar fréttir Baltasar sleginn yfir hestamálinu Baltasar Kormáki og hans teymi var verulega brugðið þegar þeim barst veður af hrottafenginni meðferð hesta sem verið var að þjálfa fyrir kvikmyndaverkefni þeirra. Hann segir þjálfarana hafa verið rekna um leið og upp komst um málið. 23. mars 2024 14:12 Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Myndbandið, sem brot sést úr í fréttinni hér fyrir neðan, fór víða um helgina og vakti hörð viðbrögð; einn þjálfaranna beitir hestinn mikilli hörku, lemur hann ítrekað í hausinn með einhvers konar áhaldi. Verið var að þjálfa hestana fyrir þáttaröðina King and conqueror sem Baltasar framleiðir. Tökur á þáttunum standa nú yfir í myndveri hans í Gufunesi. Spænska þjálfarateymið kom til landsins fyrir tveimur vikum og hóf þá störf. Það var svo snemma í síðustu viku sem Baltasar segist hafa fengið veður af óánægju íslenskra reiðmanna með aðferðir spænsku þjálfaranna. Þá hafi verið haldinn fundur þar sem því hafi verið beint til hópsins að hann yrði að fylgja íslenskum lögum. Dýralæknir hafi skoðað hestana og gefið fyrirmæli um að hvíla þá. Á föstudaginn, nokkrum dögum eftir þann fund, segist Baltasar svo hafa fengið áðurnefnt myndband sent. „Mér er náttúrulega brugðið að sjá þetta, þetta var ekki í anda þess sem rætt var á fundinum og ég tek ákvörðun um að reka ekki bara þennan mann einan heldur allt teymið,“ segir Baltasar. Hvernig brást þessi hópur við? „Við vorum akkúrat inni í þessu herbergi þegar við sögðum þeim frá þessu. Það var mikið grátið, ég verð bara að segja þér eins og er. Þau voru í sjokki, þau viðurkenndu að einhverju leyti á sig mistök á endanum. En ég sá bara ekki fram úr þessu. Þetta var hrikalega erfiður fundur.“ Sárt að horfa upp á aðfarirnar Þættirnir eru framleiddir fyrir BBC og CBS og fjalla um Vilhjálm bastarð og Harald Guðinason - og sögufræga orrustu þeirra við Hastings árið 1066. Baltasar segir að þekkingin sem þurfi til að þjálfa hesta í slík verkefni fyrirfinnist ekki á Íslandi og því hafi erlendir sérfræðingar veri fengnir til verksins. En nú muni hann leita á náðir Íslendinga. „Takmarka bara það sem verður gert við það sem íslenskir reiðmenn treysta sér til að gera, án þess að beita hestana harðræði. Ég er búinn að vera hestamaður síðan ég var tveggja ára og þetta særir... þetta var ofboðslega sárt fyrir mig að sjá þetta og verða einhvers konar talsmaður þessa. Þar sem þetta er helsta ástríða mín í lífinu, að rækta og ríða hestum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sigríði Björnsdóttur MAST sérgreinadýralækni hjá MAST er niðurstöðu í málinu að vænta eftir páska. Framleiðslufyrirtækið hafi brugðist hratt og rétt við. Þá séu öll hrossin komin í var.
Dýraheilbrigði Kvikmyndagerð á Íslandi Hestar Tengdar fréttir Baltasar sleginn yfir hestamálinu Baltasar Kormáki og hans teymi var verulega brugðið þegar þeim barst veður af hrottafenginni meðferð hesta sem verið var að þjálfa fyrir kvikmyndaverkefni þeirra. Hann segir þjálfarana hafa verið rekna um leið og upp komst um málið. 23. mars 2024 14:12 Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Baltasar sleginn yfir hestamálinu Baltasar Kormáki og hans teymi var verulega brugðið þegar þeim barst veður af hrottafenginni meðferð hesta sem verið var að þjálfa fyrir kvikmyndaverkefni þeirra. Hann segir þjálfarana hafa verið rekna um leið og upp komst um málið. 23. mars 2024 14:12
Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37