Hætti við að hætta og varð bikarmeistari: „Súrealískt, líkt og í draumi“ Aron Guðmundsson skrifar 26. mars 2024 07:30 Danero Thomas hefur þurft að bíða lengi eftir sínum fyrsta titli í körfubolta á Íslandi. Hann varð bikarmeistari með Keflavík um nýliðna helgi Vísir/Sigurjón Ólason Það er óhætt að segja að undanfarnir mánuðir hafi verið rússíbanareið fyrir Danero Thomas. Eftir að hafa lagt körfuboltaskóna á hilluna í desember hætti hann við að hætta, gekk til liðs við Keflavík og vann sinn fyrsta stóra titil á Íslandi um nýliðna helgi. Keflavík varð tvöfaldur bikarmeistari um nýliðna helgi. Kvennalið félagsins lagði Þór frá Akureyri og karla megin batt karlaliðið enda á tólf ára bið sína eftir titli með sigri á Tindastól. Í liði Keflvíkinga var að finna íslenska ríkisborgarann Danero Thomas sem hefur leikið hér á landi síðan árið 2012. Þetta var hans fyrsti titill á Íslandi. „Súeralískt. Líkt og í draumi. Ég er enn að átta mig á þessu. Það fylgdi því frábær tilfinning að verða bikarmeistari. Ég er búinn að vera brosandi síðan að við tryggðum okkur titilinn,“ segir Danero í samtali við Vísi. Keflavík, bikarmeistari 2024Vísir/Hulda Margrét Stökk á tækifærið: „Sjáðu hverju það skilaði mér“ Danero Thomas er fæddur árið 1986 í Bandaríkjunum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2012 og gekk til liðs við KR. Síðan þá hefur hann komið nokkuð víða við í íslenskum körfubolta en hann gekk til liðs við Hamar í þriðja sinn á ferlinum fyrir þetta tímabil. Hann lék einnig fyrir Val, Fjölni, ÍR, Tindastól og síðast Breiðablik. Árin 2015-2017 lék hann með Þór frá Akureyri og var einn af lykilleikmönnum liðsins þegar liðið vann sér sæti í úrvalsdeild 2016. Árið 2018 fékk Danero svo íslenskan ríkisborgararétt og lék sinn fyrsta landsleik gegn Noregi í september það ár. Fyrir aðeins þremur mánuðum síðan hafði Danero, sem hóf yfirstandandi tímabil sem leikmaður nýliða Hamars í Subway deildinni, ákveðið að leggja skóna á hilluna. Kallið frá Keflvíkingum kom hins vegar fljótlega eftir þá ákvörðun hans. Kall sem reyndist of hátt til þess að láta um eyru þjóta. „Ég lék einhverja ellefu leiki með liði Hamars. Staðan þar, hvað liðið varðar, gekk bara ekki upp fyrir mig. Ég fékk stórt tækifæri til þess að stökkva yfir í þjálfun frá Brynjari Karli, þjálfara Aþenu að hjálpa honum með liðið þar og svo með þann möguleika að þjálfa karlalið í framhaldinu. Svo kemur tilboð frá Keflavík tveimur vikum síðar. Ég átti samtal með eiginkonu minni á þeim tímapunkti og hún auðveldaði mér þá ákvörðun að snúa aftur inn á völlinn. Ég stökk á tækifærið með Keflavík og sjáðu hverju það skilaði mér.“ Sigur tilfinningin gleymst seint Ákvörðun sem er líklegast þess virði núna að hafa tekið? „Já klárlega þess virði. Ég er búinn að eltast lengi við þá tilfinningu sem maður finnur fyrir þegar að maður vinnur titil. Á mínum tólf ára ferli hér á Íslandi hafði mér aldrei tekist að vinna titil. Ég vann titla í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og þar fram eftir götunum og kannaðist því við tilfinninguna sem því fylgir að vinna titil. Þetta hafa því verið tólf ár hjá mér að reyna upplifa þá tilfinningu aftur. Ár sem eru klárlega þess virði núna. Maður gleymir því aldrei hvernig er að upplifa slíka tilfinningu. Þess vegna hef ég verið að reyna allt sem í mínu valdi stendur til þess að upplifa þá tilfinningu aftur. Vonandi getum við haldið áfram að sækja fram og upplifað þessa tilfinningu aftur saman.“ Nóg eftir á tankinum: Útilokar ekki að halda áfram Verkefni Keflavíkur er ekki lokið á tímabilinu. Liðið er í góðri stöðu fyrir úrslitakeppni Subway deildarinnar og stefnir að frekari sigrum. Og undanfarnar vikur virðast hafa kveikt nýjan neista hjá hinum 37 ára gamla Danero Thomas „Þegar að ég mætti til félagsins var orkan þar ofboðslega góð. Ég vissi frá byrjun að þarna væri eitthvað sérstakt í gangi og að ég gæti komið með eitthvað aukalega að borðinu. Alveg sama hvert mitt hlutverk myndi verða hjá liðinu. Ég myndi alltaf gefa hundrað prósent í verkefnið.“ Eftir að hafa hætt við að hætta segist Danero Thomas nú ekki viss hvort hann muni leggja skóna endanlega á hilluna í lok yfirstandandi tímabils. „Eins og mér líður núna þá myndi ég hiklaust segja já,“ segir Danero aðspurður hvort hann íhugi að halda áfram að spila körfubolta á næsta tímabili. „Ég veit ekki hver staðan verður hjá mér undir lok tímabils en við skulum sjá til. Ég ætla ekki að loka á neitt. Ég á klárlega eitthvað eftir á tankinum. Ég mun íhuga þetta vandlega næstu mánuðina.“ Keflavík ÍF Subway-deild karla VÍS-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Sjá meira
Keflavík varð tvöfaldur bikarmeistari um nýliðna helgi. Kvennalið félagsins lagði Þór frá Akureyri og karla megin batt karlaliðið enda á tólf ára bið sína eftir titli með sigri á Tindastól. Í liði Keflvíkinga var að finna íslenska ríkisborgarann Danero Thomas sem hefur leikið hér á landi síðan árið 2012. Þetta var hans fyrsti titill á Íslandi. „Súeralískt. Líkt og í draumi. Ég er enn að átta mig á þessu. Það fylgdi því frábær tilfinning að verða bikarmeistari. Ég er búinn að vera brosandi síðan að við tryggðum okkur titilinn,“ segir Danero í samtali við Vísi. Keflavík, bikarmeistari 2024Vísir/Hulda Margrét Stökk á tækifærið: „Sjáðu hverju það skilaði mér“ Danero Thomas er fæddur árið 1986 í Bandaríkjunum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2012 og gekk til liðs við KR. Síðan þá hefur hann komið nokkuð víða við í íslenskum körfubolta en hann gekk til liðs við Hamar í þriðja sinn á ferlinum fyrir þetta tímabil. Hann lék einnig fyrir Val, Fjölni, ÍR, Tindastól og síðast Breiðablik. Árin 2015-2017 lék hann með Þór frá Akureyri og var einn af lykilleikmönnum liðsins þegar liðið vann sér sæti í úrvalsdeild 2016. Árið 2018 fékk Danero svo íslenskan ríkisborgararétt og lék sinn fyrsta landsleik gegn Noregi í september það ár. Fyrir aðeins þremur mánuðum síðan hafði Danero, sem hóf yfirstandandi tímabil sem leikmaður nýliða Hamars í Subway deildinni, ákveðið að leggja skóna á hilluna. Kallið frá Keflvíkingum kom hins vegar fljótlega eftir þá ákvörðun hans. Kall sem reyndist of hátt til þess að láta um eyru þjóta. „Ég lék einhverja ellefu leiki með liði Hamars. Staðan þar, hvað liðið varðar, gekk bara ekki upp fyrir mig. Ég fékk stórt tækifæri til þess að stökkva yfir í þjálfun frá Brynjari Karli, þjálfara Aþenu að hjálpa honum með liðið þar og svo með þann möguleika að þjálfa karlalið í framhaldinu. Svo kemur tilboð frá Keflavík tveimur vikum síðar. Ég átti samtal með eiginkonu minni á þeim tímapunkti og hún auðveldaði mér þá ákvörðun að snúa aftur inn á völlinn. Ég stökk á tækifærið með Keflavík og sjáðu hverju það skilaði mér.“ Sigur tilfinningin gleymst seint Ákvörðun sem er líklegast þess virði núna að hafa tekið? „Já klárlega þess virði. Ég er búinn að eltast lengi við þá tilfinningu sem maður finnur fyrir þegar að maður vinnur titil. Á mínum tólf ára ferli hér á Íslandi hafði mér aldrei tekist að vinna titil. Ég vann titla í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og þar fram eftir götunum og kannaðist því við tilfinninguna sem því fylgir að vinna titil. Þetta hafa því verið tólf ár hjá mér að reyna upplifa þá tilfinningu aftur. Ár sem eru klárlega þess virði núna. Maður gleymir því aldrei hvernig er að upplifa slíka tilfinningu. Þess vegna hef ég verið að reyna allt sem í mínu valdi stendur til þess að upplifa þá tilfinningu aftur. Vonandi getum við haldið áfram að sækja fram og upplifað þessa tilfinningu aftur saman.“ Nóg eftir á tankinum: Útilokar ekki að halda áfram Verkefni Keflavíkur er ekki lokið á tímabilinu. Liðið er í góðri stöðu fyrir úrslitakeppni Subway deildarinnar og stefnir að frekari sigrum. Og undanfarnar vikur virðast hafa kveikt nýjan neista hjá hinum 37 ára gamla Danero Thomas „Þegar að ég mætti til félagsins var orkan þar ofboðslega góð. Ég vissi frá byrjun að þarna væri eitthvað sérstakt í gangi og að ég gæti komið með eitthvað aukalega að borðinu. Alveg sama hvert mitt hlutverk myndi verða hjá liðinu. Ég myndi alltaf gefa hundrað prósent í verkefnið.“ Eftir að hafa hætt við að hætta segist Danero Thomas nú ekki viss hvort hann muni leggja skóna endanlega á hilluna í lok yfirstandandi tímabils. „Eins og mér líður núna þá myndi ég hiklaust segja já,“ segir Danero aðspurður hvort hann íhugi að halda áfram að spila körfubolta á næsta tímabili. „Ég veit ekki hver staðan verður hjá mér undir lok tímabils en við skulum sjá til. Ég ætla ekki að loka á neitt. Ég á klárlega eitthvað eftir á tankinum. Ég mun íhuga þetta vandlega næstu mánuðina.“
Keflavík ÍF Subway-deild karla VÍS-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn