Dregið úr gosinu en land rís enn Árni Sæberg skrifar 25. mars 2024 15:42 Dregið hefur úr eldgosinu en gasmengun er enn mikil. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem dregið hafi úr eldgosinu við Sundhnúksgíga síðasta sólarhringinn. Virkni í gígunum er minni og mögulega slökknað í minnstu gígunum. GPS-mælingar síðustu daga benda þó til þess að landris sé í gangi í Svartsengi, en mun hægara en áður. Það bendir til þess að enn safnist kvika í söfnunarsvæðið undir Svartsengi þótt eldgos sé í gangi. Þetta segir í uppfærðri færslu á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að gosórói hafi einnig minnkað mjög hægt og rólega undanfarna daga. Meginhraunstraumurinn renni frá gígunum fyrst í suður og beygi síðan til vesturs. Um helgina hafi hraun haldið áfram að flæða í Melhólsnámuna og hafi nú fyllt hana en haldi áfram að þykkna nær gígunum. Há gildi brennisteinsdíoxíðs Þá segir að há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) hafi mælst í Höfnum og Grindavík síðustu daga og í dag. Þessi styrkur sé talinn mjög óhollur og líklegt að flestir gætu fundið fyrir einkennum í öndunarfærum. Mikilvægt sé að dvelja innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. Þetta eigi ekki síst við þar sem vinna fer fram utandyra, eins og vinnueftirlitið bendi á, þá þurfi fyrirtæki og stofnanir á suðvesturhorni landsins að huga vel að þróun loftgæða vegna mögulegrar hættu á gasmengun. Fólki á svæðinu er bent á að fylgjast með á loftgæði og kynna sér viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu. Veðurspáin um og eftir hádegi í dag (mánudag) sé norðaustan 3 til átta metrar á sekúndu á gosstöðvunum og gasmengunin berist því til suðvesturs, yfir Grindavík og Svartsengi, auk þess sem gas gæti safnast saman nærri gosstöðvunum því vindur verði fremur hægur. Í kvöld, nótt og framan af morgundegi sé útlit fyrir austan 8 til 13 metra á sekúndu á gosstöðvunum og mengunin berist þá til vesturs, meðal annars yfir Hafnir. Á þessu tímabili sé einnig mögulegt að vindur verði suðaustlægur um tíma og gæti mengunar þá orðið vart í Njarðvík, Keflavík og Sandgerði. Gasdreifingarspá er að finna hér. Hættumat óbreytt Loks segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi frá klukkan 15 í dag til 2. apríl, að öllu óbreyttu. Engar breytingar séu á hættumatinu og hætta af völdum gasmengunar metin mikil á öllum svæðum nema Sundhnúksgígaröðinni (Svæði 3) þar sem hún sé metin mjög mikil. Hætta á svæði 4 (Grindavík) sé áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungur, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. Veðurstofa Íslands Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Þetta segir í uppfærðri færslu á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að gosórói hafi einnig minnkað mjög hægt og rólega undanfarna daga. Meginhraunstraumurinn renni frá gígunum fyrst í suður og beygi síðan til vesturs. Um helgina hafi hraun haldið áfram að flæða í Melhólsnámuna og hafi nú fyllt hana en haldi áfram að þykkna nær gígunum. Há gildi brennisteinsdíoxíðs Þá segir að há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) hafi mælst í Höfnum og Grindavík síðustu daga og í dag. Þessi styrkur sé talinn mjög óhollur og líklegt að flestir gætu fundið fyrir einkennum í öndunarfærum. Mikilvægt sé að dvelja innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. Þetta eigi ekki síst við þar sem vinna fer fram utandyra, eins og vinnueftirlitið bendi á, þá þurfi fyrirtæki og stofnanir á suðvesturhorni landsins að huga vel að þróun loftgæða vegna mögulegrar hættu á gasmengun. Fólki á svæðinu er bent á að fylgjast með á loftgæði og kynna sér viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu. Veðurspáin um og eftir hádegi í dag (mánudag) sé norðaustan 3 til átta metrar á sekúndu á gosstöðvunum og gasmengunin berist því til suðvesturs, yfir Grindavík og Svartsengi, auk þess sem gas gæti safnast saman nærri gosstöðvunum því vindur verði fremur hægur. Í kvöld, nótt og framan af morgundegi sé útlit fyrir austan 8 til 13 metra á sekúndu á gosstöðvunum og mengunin berist þá til vesturs, meðal annars yfir Hafnir. Á þessu tímabili sé einnig mögulegt að vindur verði suðaustlægur um tíma og gæti mengunar þá orðið vart í Njarðvík, Keflavík og Sandgerði. Gasdreifingarspá er að finna hér. Hættumat óbreytt Loks segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi frá klukkan 15 í dag til 2. apríl, að öllu óbreyttu. Engar breytingar séu á hættumatinu og hætta af völdum gasmengunar metin mikil á öllum svæðum nema Sundhnúksgígaröðinni (Svæði 3) þar sem hún sé metin mjög mikil. Hætta á svæði 4 (Grindavík) sé áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungur, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. Veðurstofa Íslands
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira