Sveinn hlaut gullmerki Heimdallar Árni Sæberg skrifar 25. mars 2024 15:21 Formaður Heimdallar, Júlíus Viggó Ólafsson og Sveinn R. Eyjólfsson, handhafi gullmerkis Heimdallar Heimdallur Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi blaðaútgefandi, hlaut gullmerki Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, á árshátíð félagsins á laugardag. Í fréttatilkynningu segir að Sveinn hafi hlotið gullmerkið fyrir ötula baráttu sína í orði og gjörðum fyrir frjálsri fjölmiðlun í íslensku samfélagi. Sveinn R. Eyjólfsson endurreisti Vísi, stofnaði Dagblaðið, sem síðar rann saman við Vísi svo úr varð DV. Sveinn stofnaði líka Vísi.is, Viðskiptablaðið, Fréttablaðið og kom nærri fjölmörgum öðrum fyrirtækjum, til að mynda Hafskipi og Arnarflugi sem bæði skiptu sköpum sem mótvægi á mörkuðum þar sem áður hafði ríkt einokun. Frumkvöðull frjálsrar fjölmiðlunar „Þegar Sveinn stofnaði Dagblaðið árið 1975 afþakkaði hann ríkisstyrkinn sem var á því formi að ríkið keypti stóran hluta af upplagi flokksblaðanna. Í verkfalli opinberra starfsmanna 1984, þegar ríkisútvarpið hafði einokunarrétt á rekstri ljósvakamiðla, gerðist það að prentarar fóru líka í verkfall. Landið var því fjölmiðlalaust - ekkert útvarp, ekkert sjónvarp, engin dagblöð. Það var þá sem DV hóf útsendingar Fréttaútvarpsins sem sló í gegn, og þegar lögreglan mætti á svæðið til að gera sendingartækin upptæk þusti almenningur á staðinn og reyndi að hefta för lögreglu - fólk hafði fengið nóg af ríkiseinokuninni.“ Í kjölfarið hafi einkaleyfi ríkisútvarpsins til reksturs ljósvakamiðla verið afnumið. Engum detti lengur í hug að ríkiseinokun á þessi sviði sé góð hugmynd. „En það þurfti djarfhuga menn til að leiða almenningi þetta fyrir sjónir.“ Sonurinn flutti brýningu fyrir hönd föðurins Sveinn R. Eyjólfsson hafi með störfum sínum verið þeim sem yngri eru fyrirmynd um mikilvægi þess að sýna staðfestu og berjast fyrir bættu samfélagi. Sveinn F. Sveinsson flytur þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föður síns.Heimdallur Sveinn R. Eyjólfsson veitti merkinu sjálfur viðtökur, en sonur hans, Sveinn F. Sveinsson flutti þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föðurs síns. Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að Sveinn hafi hlotið gullmerkið fyrir ötula baráttu sína í orði og gjörðum fyrir frjálsri fjölmiðlun í íslensku samfélagi. Sveinn R. Eyjólfsson endurreisti Vísi, stofnaði Dagblaðið, sem síðar rann saman við Vísi svo úr varð DV. Sveinn stofnaði líka Vísi.is, Viðskiptablaðið, Fréttablaðið og kom nærri fjölmörgum öðrum fyrirtækjum, til að mynda Hafskipi og Arnarflugi sem bæði skiptu sköpum sem mótvægi á mörkuðum þar sem áður hafði ríkt einokun. Frumkvöðull frjálsrar fjölmiðlunar „Þegar Sveinn stofnaði Dagblaðið árið 1975 afþakkaði hann ríkisstyrkinn sem var á því formi að ríkið keypti stóran hluta af upplagi flokksblaðanna. Í verkfalli opinberra starfsmanna 1984, þegar ríkisútvarpið hafði einokunarrétt á rekstri ljósvakamiðla, gerðist það að prentarar fóru líka í verkfall. Landið var því fjölmiðlalaust - ekkert útvarp, ekkert sjónvarp, engin dagblöð. Það var þá sem DV hóf útsendingar Fréttaútvarpsins sem sló í gegn, og þegar lögreglan mætti á svæðið til að gera sendingartækin upptæk þusti almenningur á staðinn og reyndi að hefta för lögreglu - fólk hafði fengið nóg af ríkiseinokuninni.“ Í kjölfarið hafi einkaleyfi ríkisútvarpsins til reksturs ljósvakamiðla verið afnumið. Engum detti lengur í hug að ríkiseinokun á þessi sviði sé góð hugmynd. „En það þurfti djarfhuga menn til að leiða almenningi þetta fyrir sjónir.“ Sonurinn flutti brýningu fyrir hönd föðurins Sveinn R. Eyjólfsson hafi með störfum sínum verið þeim sem yngri eru fyrirmynd um mikilvægi þess að sýna staðfestu og berjast fyrir bættu samfélagi. Sveinn F. Sveinsson flytur þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föður síns.Heimdallur Sveinn R. Eyjólfsson veitti merkinu sjálfur viðtökur, en sonur hans, Sveinn F. Sveinsson flutti þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föðurs síns.
Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira