Segja Albert hafa gefið langbesta liði Ítalíu grænt ljós Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 12:00 Albert Guðmundsson skoraði þrennu gegn Ísrael á fimmtudagskvöld en í miðju landsliðsverkefni berast fréttir af því að stórlið á Ítalíu reyni að klófesta hann. Getty/Alex Nicodim Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er afar eftirsóttur, vegna frammistöðu sinnar með Genoa á Ítalíu í vetur, og þrennan gegn Ísrael á fimmtudaginn var ekki til þess að minnka áhuga stórliða í Evrópu. Mest lesna íþróttablaðið á Ítalíu, La Gazzetta dello Sport, fullyrðir í blaði sínu í dag að stórlið Inter, sem er langefst í ítölsku A-deildinni, sé komið í forystu í kapphlaupinu um Albert. Albert er einnig í sigti Juventus og Tottenham, og sagður kosta 30 milljónir evra, en samkvæmt La Gazzetta hefur Inter þegar hafist handa við að landa Alberti. Blaðið segir að hann hafi sjálfur gefið grænt ljós varðandi það að fara til Inter í sumar, og kjósi frekar að spila áfram á Ítalíu en að fara til Englands. Inter þarf hins vegar að komast að samkomulagi við Genoa um kaup á Alberti, og ein hugmyndin er sú að Inter fái hann fyrst að láni með tryggingu fyrir kaupum síðar meir. Viðræður gætu átt eftir að taka langan tíma. Albert til Póllands í dag Albert ferðast frá Búdapest til Wroclaw í Póllandi í dag og er eflaust með hugann við úrslitaleikinn við Úkraínu á þriðjudagskvöld, þar sem Ísland spilar um sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Albert hefur skorað tíu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur, eftir að hafa skorað ellefu mörk þegar Genoa kom sér upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Aðeins fimm leikmenn hafa skorað fleiri mörk í A-deildinni í vetur. Genoa er í 12. sæti af 20 liðum, með 34 stig, en Inter er með fjórtán stiga forskot á toppi deildarinnar og ljóst að liðið spilar í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, að öllum líkindum sem ítalskur meistari. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Sjá meira
Mest lesna íþróttablaðið á Ítalíu, La Gazzetta dello Sport, fullyrðir í blaði sínu í dag að stórlið Inter, sem er langefst í ítölsku A-deildinni, sé komið í forystu í kapphlaupinu um Albert. Albert er einnig í sigti Juventus og Tottenham, og sagður kosta 30 milljónir evra, en samkvæmt La Gazzetta hefur Inter þegar hafist handa við að landa Alberti. Blaðið segir að hann hafi sjálfur gefið grænt ljós varðandi það að fara til Inter í sumar, og kjósi frekar að spila áfram á Ítalíu en að fara til Englands. Inter þarf hins vegar að komast að samkomulagi við Genoa um kaup á Alberti, og ein hugmyndin er sú að Inter fái hann fyrst að láni með tryggingu fyrir kaupum síðar meir. Viðræður gætu átt eftir að taka langan tíma. Albert til Póllands í dag Albert ferðast frá Búdapest til Wroclaw í Póllandi í dag og er eflaust með hugann við úrslitaleikinn við Úkraínu á þriðjudagskvöld, þar sem Ísland spilar um sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Albert hefur skorað tíu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur, eftir að hafa skorað ellefu mörk þegar Genoa kom sér upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Aðeins fimm leikmenn hafa skorað fleiri mörk í A-deildinni í vetur. Genoa er í 12. sæti af 20 liðum, með 34 stig, en Inter er með fjórtán stiga forskot á toppi deildarinnar og ljóst að liðið spilar í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, að öllum líkindum sem ítalskur meistari. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Sjá meira