Segja Albert hafa gefið langbesta liði Ítalíu grænt ljós Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 12:00 Albert Guðmundsson skoraði þrennu gegn Ísrael á fimmtudagskvöld en í miðju landsliðsverkefni berast fréttir af því að stórlið á Ítalíu reyni að klófesta hann. Getty/Alex Nicodim Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er afar eftirsóttur, vegna frammistöðu sinnar með Genoa á Ítalíu í vetur, og þrennan gegn Ísrael á fimmtudaginn var ekki til þess að minnka áhuga stórliða í Evrópu. Mest lesna íþróttablaðið á Ítalíu, La Gazzetta dello Sport, fullyrðir í blaði sínu í dag að stórlið Inter, sem er langefst í ítölsku A-deildinni, sé komið í forystu í kapphlaupinu um Albert. Albert er einnig í sigti Juventus og Tottenham, og sagður kosta 30 milljónir evra, en samkvæmt La Gazzetta hefur Inter þegar hafist handa við að landa Alberti. Blaðið segir að hann hafi sjálfur gefið grænt ljós varðandi það að fara til Inter í sumar, og kjósi frekar að spila áfram á Ítalíu en að fara til Englands. Inter þarf hins vegar að komast að samkomulagi við Genoa um kaup á Alberti, og ein hugmyndin er sú að Inter fái hann fyrst að láni með tryggingu fyrir kaupum síðar meir. Viðræður gætu átt eftir að taka langan tíma. Albert til Póllands í dag Albert ferðast frá Búdapest til Wroclaw í Póllandi í dag og er eflaust með hugann við úrslitaleikinn við Úkraínu á þriðjudagskvöld, þar sem Ísland spilar um sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Albert hefur skorað tíu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur, eftir að hafa skorað ellefu mörk þegar Genoa kom sér upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Aðeins fimm leikmenn hafa skorað fleiri mörk í A-deildinni í vetur. Genoa er í 12. sæti af 20 liðum, með 34 stig, en Inter er með fjórtán stiga forskot á toppi deildarinnar og ljóst að liðið spilar í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, að öllum líkindum sem ítalskur meistari. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira
Mest lesna íþróttablaðið á Ítalíu, La Gazzetta dello Sport, fullyrðir í blaði sínu í dag að stórlið Inter, sem er langefst í ítölsku A-deildinni, sé komið í forystu í kapphlaupinu um Albert. Albert er einnig í sigti Juventus og Tottenham, og sagður kosta 30 milljónir evra, en samkvæmt La Gazzetta hefur Inter þegar hafist handa við að landa Alberti. Blaðið segir að hann hafi sjálfur gefið grænt ljós varðandi það að fara til Inter í sumar, og kjósi frekar að spila áfram á Ítalíu en að fara til Englands. Inter þarf hins vegar að komast að samkomulagi við Genoa um kaup á Alberti, og ein hugmyndin er sú að Inter fái hann fyrst að láni með tryggingu fyrir kaupum síðar meir. Viðræður gætu átt eftir að taka langan tíma. Albert til Póllands í dag Albert ferðast frá Búdapest til Wroclaw í Póllandi í dag og er eflaust með hugann við úrslitaleikinn við Úkraínu á þriðjudagskvöld, þar sem Ísland spilar um sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Albert hefur skorað tíu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur, eftir að hafa skorað ellefu mörk þegar Genoa kom sér upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Aðeins fimm leikmenn hafa skorað fleiri mörk í A-deildinni í vetur. Genoa er í 12. sæti af 20 liðum, með 34 stig, en Inter er með fjórtán stiga forskot á toppi deildarinnar og ljóst að liðið spilar í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, að öllum líkindum sem ítalskur meistari. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira