Baltasar sleginn yfir hestamálinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2024 14:12 Baltasar Kormákur er einn leikstjóra og framleiðanda þáttanna. Hann segir málið leiðinlegt enda hafi þjálfararnir haft allra bestu meðmæli. Vísir/Vilhelm Baltasar Kormáki og hans teymi var verulega brugðið þegar þeim barst veður af hrottafenginni meðferð hesta sem verið var að þjálfa fyrir kvikmyndaverkefni þeirra. Hann segir þjálfarana hafa verið rekna um leið og upp komst um málið. Fyrr í dag var greint frá því að spænskir hestaþjálfarar sem voru við störf í kvikmyndaverkefni hérlendis hefðu verið gripnir við harkalega meðferð hrossa sem vakti hörð viðbrögð hestamannasamfélagsins. Sjá hér. Verið var að þjálfa hestana fyrir kvikmyndatökur. Kvikmyndaverkefnið sem um ræðir er þáttaröðin King and Conqueror sem verið er að framleiða fyrir BBC og CBS. Baltasar Kormákur er leikstjóri fyrsta þáttarins og einn framleiðenda þáttaraðarinnar. Hann segir að öllum sem koma að verkefninu hafi verið verulega brugðið þegar upp komst um þjálfunaraðferðirnar. „Við vorum auðvitað í miklu sjokki og við rákum þetta fólk strax. Um leið og ég fékk veður af þessu í gær var þetta fólk kallað inn og rekið. Þetta eru sjö manns,“ segir Baltasar. Myndband af harkalegum þjálfunaraðferðum Spánverjanna, sem sjá má að ofan, fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Baltasar segist hafa séð myndbandið í gærkvöldi um sexleytið og þjálfararnir hafi verið reknir klukkan sjö. Búið var að reka mennina þegar MAST stöðvaði starfsemina klukkan níu. Margrómaðir þjálfarar Baltasar segir að þjálfararnir hafi verið með bestu meðmæli sem hægt er að fá, þeir hafi til að mynda starfað við framleiðslu Game of Thrones og Gladiator. Framleiðendurnir stóðu í þeirri trú að þeir væru að fá toppfólk í verkefnið. Þjálfararnir hafi svo margbrotið reglur bæði MAST og reglur framleiðandans. Baltasar segir svo að hann hafi sjálfur verið með hesta í 40-50 ár og svona meðferð sé eitthvað sem hann standi alls ekki fyrir. Honum þykir málið mjög leiðinlegt, enda hafi hann brugðist við um leið og fréttir af þessu bárust. Hestar Kvikmyndagerð á Íslandi Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að spænskir hestaþjálfarar sem voru við störf í kvikmyndaverkefni hérlendis hefðu verið gripnir við harkalega meðferð hrossa sem vakti hörð viðbrögð hestamannasamfélagsins. Sjá hér. Verið var að þjálfa hestana fyrir kvikmyndatökur. Kvikmyndaverkefnið sem um ræðir er þáttaröðin King and Conqueror sem verið er að framleiða fyrir BBC og CBS. Baltasar Kormákur er leikstjóri fyrsta þáttarins og einn framleiðenda þáttaraðarinnar. Hann segir að öllum sem koma að verkefninu hafi verið verulega brugðið þegar upp komst um þjálfunaraðferðirnar. „Við vorum auðvitað í miklu sjokki og við rákum þetta fólk strax. Um leið og ég fékk veður af þessu í gær var þetta fólk kallað inn og rekið. Þetta eru sjö manns,“ segir Baltasar. Myndband af harkalegum þjálfunaraðferðum Spánverjanna, sem sjá má að ofan, fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Baltasar segist hafa séð myndbandið í gærkvöldi um sexleytið og þjálfararnir hafi verið reknir klukkan sjö. Búið var að reka mennina þegar MAST stöðvaði starfsemina klukkan níu. Margrómaðir þjálfarar Baltasar segir að þjálfararnir hafi verið með bestu meðmæli sem hægt er að fá, þeir hafi til að mynda starfað við framleiðslu Game of Thrones og Gladiator. Framleiðendurnir stóðu í þeirri trú að þeir væru að fá toppfólk í verkefnið. Þjálfararnir hafi svo margbrotið reglur bæði MAST og reglur framleiðandans. Baltasar segir svo að hann hafi sjálfur verið með hesta í 40-50 ár og svona meðferð sé eitthvað sem hann standi alls ekki fyrir. Honum þykir málið mjög leiðinlegt, enda hafi hann brugðist við um leið og fréttir af þessu bárust.
Hestar Kvikmyndagerð á Íslandi Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37