Til lóunnar sást í Garðinum á Suðurnesjum en lóan kemur yfirleitt um þetta leyti. Þó segir Jóhann að það komi fyrir að einhverjar örfáar lóur haldi sig á landinu yfir vetrartímann sem geti skekkt matið. Lóan kom í fyrri kantinum þetta árið að mati Jóhanns.
Guðmundur Hjörtur Falk Jóhannesson sá minnst fjórar lóur ásamt félaga sínum í Garðinum í dag og náði af þeim myndum.
Lóan er af mörgum talin helsti vorboði Íslendinga, með vísan til ljóðs Páls Ólafssonar sem margir Íslendingar kannast við, og kunna jafnvel utanbókar:
Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
að kveða burt leiðindin, það getur hún.
Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefir sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefir sagt mér að vakna og vinna
og vonglaður taka nú sumrinu mót.