1.434 beiðnir borist Google frá Íslandi um að fjarlægja 6.399 leitarniðurstöður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2024 06:43 Rétturinn til að gleymast á internetinu er umdeildur. Getty Google hafa borist 1.434 beiðnir frá Íslandi þar sem þess var óskað að samtals 6.399 leitarniðurstöður yrðu fjarlægðar úr leitarvél stórfyrirtækisins, á grundvelli niðurstöðu Evrópudómstólsins frá árinu 2014. Dómstóllinn ákvað að einstaklingar ættu rétt á því að fara fram á að leitarvélar fjarlægðu ákveðnar leitarniðurstöður um þá. Ákvörðunin byggir á hugmyndinni um réttinn til að „gleymast“ í netheimum. Samkvæmt skýrslu sem Google uppfærir árlega í þágu gegnsæis hefur beiðnum frá Íslandi fjölgað jafnt og þétt frá 1. janúar 2015, þegar breytingarnar tóku gildi. Skýrslan sýnir að Google hefur orðið við beiðnunum í tæplega 60 prósent tilvika. Langoftast er um að ræða beiðnir frá einstaklingum, í 93,3 prósent tilvika, en í 6,7 prósent tilvika var um að ræða beiðnir frá öðrum. Ef horft er á einstaka flokka leitarniðurstaða var oftast um að ræða fréttir en Google hafa borist beiðnir um að fjarlægja 1.828 fréttasíður úr leitarniðurstöðum sínum. Þá hafa fyrirtækinu borist beðnir um að fjarlægja 595 samfélagsmiðlasíður, 119 netslóðir safnsíða á borð við ja.is og 65 netslóðir á vegum hins opinbera. Aðrar beiðnir, 2.907 talsins, hafa varðað „ýmsar síður“. Það er umhugsunarvert að fréttamiðlar eru meðal þeirra miðla sem beiðnirnar hafa mest áhrif á en Vísir.is trónir þar efst á lista. Alls hafa 242 leitarniðurstöður sem beindu fólki á fréttir á vef Vísis verið fjarlægðar, 233 leitarniðurstöður sem beindu á timarit.is og 159 sem beindu á mbl.is. Næst á lista eru dv.is, Facebook og ruv.is. Ef horft er til fjölda beiðna, bæði þeirra sem voru samþykktar og þeirra sem var hafnað, hafa Google borist beiðnir um að fjarlægja 548 leitarniðurstöður á Vísir.is, 619 niðurstöður á timarit.is og 353 niðurstöður á mbl.is. Ef við höldum okkur við fjölmiðla þá vörðuðu 30 prósent beiðnanna fréttir um glæpi og 30 prósent fréttir um brot í starfi. Í 17 prósent tilvika var um að ræða umfjöllun um störf fólks. Google heldur einnig utan um lista yfir beiðnir stjórnvalda um að leitarniðurstöður eða efni sé fjarlægt af Google eða YouTube. Samkvæmt Excel-skjali hafa nokkrar slíkar beiðnir borist frá stjórnvöldum á Íslandi, meðal annars vegna höfundarréttar og persónuverndar- og öryggissjónarmiða. Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Sjá meira
Dómstóllinn ákvað að einstaklingar ættu rétt á því að fara fram á að leitarvélar fjarlægðu ákveðnar leitarniðurstöður um þá. Ákvörðunin byggir á hugmyndinni um réttinn til að „gleymast“ í netheimum. Samkvæmt skýrslu sem Google uppfærir árlega í þágu gegnsæis hefur beiðnum frá Íslandi fjölgað jafnt og þétt frá 1. janúar 2015, þegar breytingarnar tóku gildi. Skýrslan sýnir að Google hefur orðið við beiðnunum í tæplega 60 prósent tilvika. Langoftast er um að ræða beiðnir frá einstaklingum, í 93,3 prósent tilvika, en í 6,7 prósent tilvika var um að ræða beiðnir frá öðrum. Ef horft er á einstaka flokka leitarniðurstaða var oftast um að ræða fréttir en Google hafa borist beiðnir um að fjarlægja 1.828 fréttasíður úr leitarniðurstöðum sínum. Þá hafa fyrirtækinu borist beðnir um að fjarlægja 595 samfélagsmiðlasíður, 119 netslóðir safnsíða á borð við ja.is og 65 netslóðir á vegum hins opinbera. Aðrar beiðnir, 2.907 talsins, hafa varðað „ýmsar síður“. Það er umhugsunarvert að fréttamiðlar eru meðal þeirra miðla sem beiðnirnar hafa mest áhrif á en Vísir.is trónir þar efst á lista. Alls hafa 242 leitarniðurstöður sem beindu fólki á fréttir á vef Vísis verið fjarlægðar, 233 leitarniðurstöður sem beindu á timarit.is og 159 sem beindu á mbl.is. Næst á lista eru dv.is, Facebook og ruv.is. Ef horft er til fjölda beiðna, bæði þeirra sem voru samþykktar og þeirra sem var hafnað, hafa Google borist beiðnir um að fjarlægja 548 leitarniðurstöður á Vísir.is, 619 niðurstöður á timarit.is og 353 niðurstöður á mbl.is. Ef við höldum okkur við fjölmiðla þá vörðuðu 30 prósent beiðnanna fréttir um glæpi og 30 prósent fréttir um brot í starfi. Í 17 prósent tilvika var um að ræða umfjöllun um störf fólks. Google heldur einnig utan um lista yfir beiðnir stjórnvalda um að leitarniðurstöður eða efni sé fjarlægt af Google eða YouTube. Samkvæmt Excel-skjali hafa nokkrar slíkar beiðnir borist frá stjórnvöldum á Íslandi, meðal annars vegna höfundarréttar og persónuverndar- og öryggissjónarmiða.
Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Sjá meira