Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2024 08:20 Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum stjórnarflokkanna og Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. Frumvarpið tók verulegum breytingum í meðförum atvinnuveganefndar og sögðu ofangreindir í raun um nýtt frumvarp að ræða. Frávísunartillaga frá þingmönnum Pírata og Flokks fólksins var felld. Lögin voru samþykkt með 26 atkvæðum stjórnarflokkanna og Miðflokksins gegn 19 atkvæðum Pírata, Flokks fólksins, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Vísir fjallaði um málið í gær, sem varðar undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum. Fyrrnefndir aðilar segja það munu stórskaða hagsmuni neytenda, launþega og verslunar og vega að forsendum nýgerðra kjarasamninga. Samkeppniseftirlitið segir lögin munu hafa mun víðtækari áhrif en upphaflega frumvarpið hefði haft. Kjötafurðarstöðvum verði samkvæmt lögunum heimilt að hafa fordæmalaust samráð, heimilt að sameinast án takmarkana og veitt fullt sjálfdæmi um verðlagningu til bænda og smásala og neytenda. Þá hefur verið varað við því að sú staða gæti komið upp að afurðastöðvarnar sameinuðust í eitt einokunarfélag, eins og gerðist í mjólkuriðnaðinum þegar honum var veitt undanþága frá samkeppnislögum. Landbúnaður Alþingi Verðlag Samkeppnismál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Breytingarnar séu stórhættulegar og á kostnað launafólks Alþýðusamband Íslands telur með öllu óviðunandi að stjórnvöld stefni beinlínis að því að skerða kjör launafólks og neytenda með stórhættulegum breytingum á búvörulögum. Jafnframt er vakin athygli á að sú hringamyndun og verðstýring sem stefnt er að með frumvarpinu vinnur beinlínis gegn nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. 21. mars 2024 11:53 Vara eindregið við frumvarpi sem leiði til verðbólgu VR, Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) og Félag atvinnurekenda (FA) vara eindregið við samþykkt frumvarps um undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum, sem nú liggur fyrir Alþingi. 21. mars 2024 09:09 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Frumvarpið tók verulegum breytingum í meðförum atvinnuveganefndar og sögðu ofangreindir í raun um nýtt frumvarp að ræða. Frávísunartillaga frá þingmönnum Pírata og Flokks fólksins var felld. Lögin voru samþykkt með 26 atkvæðum stjórnarflokkanna og Miðflokksins gegn 19 atkvæðum Pírata, Flokks fólksins, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Vísir fjallaði um málið í gær, sem varðar undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum. Fyrrnefndir aðilar segja það munu stórskaða hagsmuni neytenda, launþega og verslunar og vega að forsendum nýgerðra kjarasamninga. Samkeppniseftirlitið segir lögin munu hafa mun víðtækari áhrif en upphaflega frumvarpið hefði haft. Kjötafurðarstöðvum verði samkvæmt lögunum heimilt að hafa fordæmalaust samráð, heimilt að sameinast án takmarkana og veitt fullt sjálfdæmi um verðlagningu til bænda og smásala og neytenda. Þá hefur verið varað við því að sú staða gæti komið upp að afurðastöðvarnar sameinuðust í eitt einokunarfélag, eins og gerðist í mjólkuriðnaðinum þegar honum var veitt undanþága frá samkeppnislögum.
Landbúnaður Alþingi Verðlag Samkeppnismál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Breytingarnar séu stórhættulegar og á kostnað launafólks Alþýðusamband Íslands telur með öllu óviðunandi að stjórnvöld stefni beinlínis að því að skerða kjör launafólks og neytenda með stórhættulegum breytingum á búvörulögum. Jafnframt er vakin athygli á að sú hringamyndun og verðstýring sem stefnt er að með frumvarpinu vinnur beinlínis gegn nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. 21. mars 2024 11:53 Vara eindregið við frumvarpi sem leiði til verðbólgu VR, Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) og Félag atvinnurekenda (FA) vara eindregið við samþykkt frumvarps um undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum, sem nú liggur fyrir Alþingi. 21. mars 2024 09:09 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Breytingarnar séu stórhættulegar og á kostnað launafólks Alþýðusamband Íslands telur með öllu óviðunandi að stjórnvöld stefni beinlínis að því að skerða kjör launafólks og neytenda með stórhættulegum breytingum á búvörulögum. Jafnframt er vakin athygli á að sú hringamyndun og verðstýring sem stefnt er að með frumvarpinu vinnur beinlínis gegn nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. 21. mars 2024 11:53
Vara eindregið við frumvarpi sem leiði til verðbólgu VR, Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) og Félag atvinnurekenda (FA) vara eindregið við samþykkt frumvarps um undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum, sem nú liggur fyrir Alþingi. 21. mars 2024 09:09