Ekki útilokað að gosið endist í marga mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. mars 2024 23:45 Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir ekki útilokað að eldgosið milli Hagafells og Stóra-Skógafells endist í marga mánuði. Vísir/Arnar Kvikan sem safnaðist fyrir í Svartsengi flæðir nú beint upp og landri stöðvast. Jarðeðlisfræðingur segir yfirstandandi eldgos sambærilegt atburðum í Fagradalsfjalli. Engin merki séu um að gosið sé að minnka og það geti varað í margar vikur, jafnvel mánuði. Enn er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Landris í Svartsengi hefur hins vegar stöðvast. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, ræddi við Erlu Björk Gunnarsdóttur fréttaþul um stöðuna á gosinu. Hvað þýðir það að sé enn hraunrennsli en að landris hafi stöðvast? „Þetta þýðir í rauninni það að kvikan sem var að flæða á dýpið og safnaðist fyrir í Svartsengi áður virðist vera að flæða beint upp og fæða þetta eldgos sem er í gangi og kemur ekkert lengur við í Svartsengi,“ sagði Benedikt. En svo gæti kvikan farið að safnast aftur upp þegar það hættir að gjósa? „Já, ef gosið stoppar þá gætum við haldið áfram að sjá landrisið. Það er alveg möguleiki á því,“ sagði hann. Sambærilegt eldgosum í Fagradalsfjalli Sérfræðingur frá Náttúrufræðistofnun og Landmælingum flugu yfir gosstöðvarnar í gær til að mæla og kortleggja hraunið. Benedikt segir að eftir að fyrsta fasa gossins lauk hafi það hegðað sér eins og eldgosin í Fagradalsfjalli. Hvað kom út úr þessum mælingum? „Þeir voru að fljúga yfir til þess að kortleggja hraunið eins og það hafði runnið eftir 17. mars og meta útbreiðsluna og rúmmálið á hrauninu. Út frá því er svo hægt að meta hversu mikið hraunrennslið er,“ sagði Benedikt. „Það sem kemur út úr því er að eftir að fyrsta fasanum lauk, sem var mjög kraftmikill, þá er þetta sambærilegt eins og eldgosin í Fagradalsfjalli.“ Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan Engin mælanleg merki um að gosið sé að minnka Þetta er ólíkt þessum eldgosum sem við höfum fengið síðustu mánuði að því leyti að það er að koma meira út úr því? „Þetta er lengra gos, byrjaði mjög svipað og hin eldgosin á þessu svæði en svo eftir að það datt niður þá í staðinn fyrir að hætta þá jafnaði það sig og það hefur verið tiltölulega stöðugt flæði síðan 17. mars og mjög sambærilegt og við höfum verið að sjá í þessum atburðum í Fagradalsfjalli,“ sagði Benedikt. Gæti þetta gos orðið eins og Fagradalsfjall í marga daga, margar vikur? „Marga mánuði þess vegna. Það er ekkert útilokað. Við sjáum, eins og staðan er núna, engin mælanleg merki um að það sé að minnka. Það er mjög stöðugt þannig það eru engar vísbendingar um að því sé að ljúka.“ „Það getur stöðvast skyndilega, við getum ekkert útilokað það en það er allavega ekkert sem við sjáum á mælitækjum sem bendir til þess að það sé að hætta. Meðan svo er getum við alveg eins búist við að það geti haldið áfram dögum, vikum, jafnvel mánuðum saman,“ sagði hann. Allt lagt í að styrkja varnargarðana Fréttir bárust í dag af því að hraunið væri að þrýsta á varnargarðana og að unnið væri að því að styrkja þá og hækka. Benedikt hefur trú á því að hægt sé að stýra gosinu með görðunum. Telurðu mikla hættu þarna fyrir hendi að hraunið fari inn fyrir bæinn? „Ég hef fulla trú á að menn geti reynt að stýra þessu. Það er verið að leggja allt sem hægt er í að styrkja varnargarðana, hækka þá og stýra hrauninu þannig það fari ekki í áttina að bænum,“ sagði hann. Þetta gerist miklu hægar þegar rennslið er svona lítið, minna en þessi upphafsfasi. Þá náttúrulega hafa menn betri tíma til að reyna að koma í veg fyrir að hraunið fari í áttina að bænum. Menn eru að leggja held ég allt sem þeir geta í það. Eigum við ekki bara að vona það besta,“ sagði Benedikt að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10 Vísbendingar um að gosið geti varað lengi Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur. 20. mars 2024 11:16 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Enn er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Landris í Svartsengi hefur hins vegar stöðvast. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, ræddi við Erlu Björk Gunnarsdóttur fréttaþul um stöðuna á gosinu. Hvað þýðir það að sé enn hraunrennsli en að landris hafi stöðvast? „Þetta þýðir í rauninni það að kvikan sem var að flæða á dýpið og safnaðist fyrir í Svartsengi áður virðist vera að flæða beint upp og fæða þetta eldgos sem er í gangi og kemur ekkert lengur við í Svartsengi,“ sagði Benedikt. En svo gæti kvikan farið að safnast aftur upp þegar það hættir að gjósa? „Já, ef gosið stoppar þá gætum við haldið áfram að sjá landrisið. Það er alveg möguleiki á því,“ sagði hann. Sambærilegt eldgosum í Fagradalsfjalli Sérfræðingur frá Náttúrufræðistofnun og Landmælingum flugu yfir gosstöðvarnar í gær til að mæla og kortleggja hraunið. Benedikt segir að eftir að fyrsta fasa gossins lauk hafi það hegðað sér eins og eldgosin í Fagradalsfjalli. Hvað kom út úr þessum mælingum? „Þeir voru að fljúga yfir til þess að kortleggja hraunið eins og það hafði runnið eftir 17. mars og meta útbreiðsluna og rúmmálið á hrauninu. Út frá því er svo hægt að meta hversu mikið hraunrennslið er,“ sagði Benedikt. „Það sem kemur út úr því er að eftir að fyrsta fasanum lauk, sem var mjög kraftmikill, þá er þetta sambærilegt eins og eldgosin í Fagradalsfjalli.“ Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan Engin mælanleg merki um að gosið sé að minnka Þetta er ólíkt þessum eldgosum sem við höfum fengið síðustu mánuði að því leyti að það er að koma meira út úr því? „Þetta er lengra gos, byrjaði mjög svipað og hin eldgosin á þessu svæði en svo eftir að það datt niður þá í staðinn fyrir að hætta þá jafnaði það sig og það hefur verið tiltölulega stöðugt flæði síðan 17. mars og mjög sambærilegt og við höfum verið að sjá í þessum atburðum í Fagradalsfjalli,“ sagði Benedikt. Gæti þetta gos orðið eins og Fagradalsfjall í marga daga, margar vikur? „Marga mánuði þess vegna. Það er ekkert útilokað. Við sjáum, eins og staðan er núna, engin mælanleg merki um að það sé að minnka. Það er mjög stöðugt þannig það eru engar vísbendingar um að því sé að ljúka.“ „Það getur stöðvast skyndilega, við getum ekkert útilokað það en það er allavega ekkert sem við sjáum á mælitækjum sem bendir til þess að það sé að hætta. Meðan svo er getum við alveg eins búist við að það geti haldið áfram dögum, vikum, jafnvel mánuðum saman,“ sagði hann. Allt lagt í að styrkja varnargarðana Fréttir bárust í dag af því að hraunið væri að þrýsta á varnargarðana og að unnið væri að því að styrkja þá og hækka. Benedikt hefur trú á því að hægt sé að stýra gosinu með görðunum. Telurðu mikla hættu þarna fyrir hendi að hraunið fari inn fyrir bæinn? „Ég hef fulla trú á að menn geti reynt að stýra þessu. Það er verið að leggja allt sem hægt er í að styrkja varnargarðana, hækka þá og stýra hrauninu þannig það fari ekki í áttina að bænum,“ sagði hann. Þetta gerist miklu hægar þegar rennslið er svona lítið, minna en þessi upphafsfasi. Þá náttúrulega hafa menn betri tíma til að reyna að koma í veg fyrir að hraunið fari í áttina að bænum. Menn eru að leggja held ég allt sem þeir geta í það. Eigum við ekki bara að vona það besta,“ sagði Benedikt að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10 Vísbendingar um að gosið geti varað lengi Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur. 20. mars 2024 11:16 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10
Vísbendingar um að gosið geti varað lengi Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur. 20. mars 2024 11:16