Frumvarpið vonbrigði og hefði viljað metnaðarfyllri aðgerðir Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 21. mars 2024 20:17 Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir frumvarp háskólamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna vera vonbrigði og að frumvarpið gangi ekki nógu langt. Vísir/Sigurjón Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta segir frumvarp háskólamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna vera vonbrigði. Það þrengi að möguleikum fólks sem flokkað er sem ótryggir lántakar til að stunda nám og þá sé of skammt gengið í breytingum á styrkjafyrirkomulagi. BHM og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa skrifað umsögn um frumvarp háskólaráðherra um menntasjóð námsmanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra leggur til að ábyrgðarmannakerfið verði lagt niður að fullu og að ábyrgðarmenn lánanna verði felldir á brott. Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, fagnar þessu skrefi, það sé löngu tímabært en gagnrýnir um leið að ekki sé tekið utan um þá sem kallaðir eru ótryggir lántakar. „Í lögum hefur verið þessi undantekning fyrir þá sem kallaðir eru ekki tryggir lántakar. Þau hafa getað fengið lán með því að koma með ábyrgðamenn en með þessum breytingum þá er verið að leggja stein í götu þeirra og segja, nú getið þið einfaldlega ekki fengið lán og það er auðvitað virkilega slæmt og þetta er fólk til dæmis á vanskilaskrá og við þurfum að hafa það í huga að fólk getur verið á vanskilaskrá út af félagslegum ástæðum, það hefur kannski misstigið sig,“ segir Alexandra. Ráðherra gleymi hlutverki námslánakerfisins Alexandra segir að málið sé alvarlegt. Námslánakerfið eigi að veita fólki tækifæri án tillits til efnahagslegra aðstæðna. „Þarna hefur ráðherra einfaldlega gleymt því hvert hlutverk námslánakerfisins er en það er auðvitað að vera félagslegur jöfnunarsjóður og veita fólki tækifæri á að stunda nám án tillits til félagslegra eða efnahagslegra ástæðna,“ segir hún. Alexandra segist þá hafa bundið vonir við metnaðarfyllri aðgerðir í þágu stúdenta. „Það eru einfaldlega gífurleg vonbrigði að ráðherra ætli ekki að hreyfa neitt við þessu gífurlega háa vaxtaþaki og ráðherra ætlar ekki heldur að afnema vaxtaálag á lántakendur þannig að lántakar sitja ennþá uppi með þessar háu greiðslur og stuðningur er einfaldlega ekki bættur neitt svakalega.“ Námslán Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni. 14. mars 2024 18:31 Gæti þurft að greiða námslán manns sem hann er ekki í neinu sambandi við Einar Erlingsson óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. 4. apríl 2023 07:00 Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. 24. mars 2023 20:01 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Sjá meira
BHM og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa skrifað umsögn um frumvarp háskólaráðherra um menntasjóð námsmanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra leggur til að ábyrgðarmannakerfið verði lagt niður að fullu og að ábyrgðarmenn lánanna verði felldir á brott. Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, fagnar þessu skrefi, það sé löngu tímabært en gagnrýnir um leið að ekki sé tekið utan um þá sem kallaðir eru ótryggir lántakar. „Í lögum hefur verið þessi undantekning fyrir þá sem kallaðir eru ekki tryggir lántakar. Þau hafa getað fengið lán með því að koma með ábyrgðamenn en með þessum breytingum þá er verið að leggja stein í götu þeirra og segja, nú getið þið einfaldlega ekki fengið lán og það er auðvitað virkilega slæmt og þetta er fólk til dæmis á vanskilaskrá og við þurfum að hafa það í huga að fólk getur verið á vanskilaskrá út af félagslegum ástæðum, það hefur kannski misstigið sig,“ segir Alexandra. Ráðherra gleymi hlutverki námslánakerfisins Alexandra segir að málið sé alvarlegt. Námslánakerfið eigi að veita fólki tækifæri án tillits til efnahagslegra aðstæðna. „Þarna hefur ráðherra einfaldlega gleymt því hvert hlutverk námslánakerfisins er en það er auðvitað að vera félagslegur jöfnunarsjóður og veita fólki tækifæri á að stunda nám án tillits til félagslegra eða efnahagslegra ástæðna,“ segir hún. Alexandra segist þá hafa bundið vonir við metnaðarfyllri aðgerðir í þágu stúdenta. „Það eru einfaldlega gífurleg vonbrigði að ráðherra ætli ekki að hreyfa neitt við þessu gífurlega háa vaxtaþaki og ráðherra ætlar ekki heldur að afnema vaxtaálag á lántakendur þannig að lántakar sitja ennþá uppi með þessar háu greiðslur og stuðningur er einfaldlega ekki bættur neitt svakalega.“
Námslán Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni. 14. mars 2024 18:31 Gæti þurft að greiða námslán manns sem hann er ekki í neinu sambandi við Einar Erlingsson óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. 4. apríl 2023 07:00 Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. 24. mars 2023 20:01 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Sjá meira
Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni. 14. mars 2024 18:31
Gæti þurft að greiða námslán manns sem hann er ekki í neinu sambandi við Einar Erlingsson óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. 4. apríl 2023 07:00
Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. 24. mars 2023 20:01