Nær ómöglegt að hætta við kaupin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. mars 2024 21:00 Már Wolfgang Mixa dósent við viðskiptafræðideild HÍ telur nær ómöglegt fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM af Kvikubanka. Hann sjái ekkert óeðlilegt við kaupin sem séu í samræmi við aðra þróun á fjármálamarkaði. Vísir/Arnar Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Það var á sunnudaginn sem opinberlega var tilkynnt að Landsbankinn hefði ákveðið að kaupa allt hlutafé í TM tryggingafélagi af Kvikubanka. Kaupverðið væri um 29 milljarða og yrði greitt með reiðufé. Kviku banki eignaðist TM tryggingafélag í janúar 2021 þegar eigendur tryggingafélagsins og Lykils fengu í skiptum fyrir félögin tvö, hlutabréf að markaðsvirði um 43 milljarða í Kviku banka. Með tilfærslunni varð fjárfestingafyrirtækið Stoðir sem fyrir var var stærsti hluthafi TM, þriðji stærsti hluthafinn í Kviku banka. Fjármálaráðherra hefur lýst sig andsnúna sölunni og stjórnendur Bankasýslunnar sem eiga að hafa eftirlit með slíkum kaupum, segjast hafa komið af fjöllum. Már Wolfang Mixa dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands telur ekki mögulegt að hætta við kaupin. „Ef að það eru engir fyrirvarar á þessu kauptilboði og búið er að samþykkja það þá hefur bankinn að öllum líkindum bakað sér skaðabótaskyldu hætti hann við. Ég sé ekki hvernig það á að vera gjörlegt að ríkið hætti við kaup á TM. Ég sé ekki hvernig það er mögulegt að banki í eigu ríkisins setji fram skuldbindandi tilboð og segi svo bara, afsakið ég er hættur við,“ segir Már. Kaup Landsbankans séu í samræmi við þróun á fjármálamarkaði undanfarin ár. „Það er ekkert óeðlilegt við þessi kaup. Stór fyrirtæki í bankarekstri hafa verið að bæta við sig tryggingafyrirtækjum undanfarin ár. Arion keypti t.d. Vörð tryggingafélag á sínum tíma og það hefur gengið vel. Það er því ekkert óeðlilegt að annar banki kaupi tryggingafélag til að auka við sig í þjónustu og samlegð,“ segir Már. Hann telur líkur á að kaupin fari þau í gegn hafi jákvæð áhrif á Landsbankann. „Ég geri nú ráð fyrir því að það sé búið að fara yfir það að kaupin hafi góð áhrif á rekstur bankans,“ segir hann. Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Það var á sunnudaginn sem opinberlega var tilkynnt að Landsbankinn hefði ákveðið að kaupa allt hlutafé í TM tryggingafélagi af Kvikubanka. Kaupverðið væri um 29 milljarða og yrði greitt með reiðufé. Kviku banki eignaðist TM tryggingafélag í janúar 2021 þegar eigendur tryggingafélagsins og Lykils fengu í skiptum fyrir félögin tvö, hlutabréf að markaðsvirði um 43 milljarða í Kviku banka. Með tilfærslunni varð fjárfestingafyrirtækið Stoðir sem fyrir var var stærsti hluthafi TM, þriðji stærsti hluthafinn í Kviku banka. Fjármálaráðherra hefur lýst sig andsnúna sölunni og stjórnendur Bankasýslunnar sem eiga að hafa eftirlit með slíkum kaupum, segjast hafa komið af fjöllum. Már Wolfang Mixa dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands telur ekki mögulegt að hætta við kaupin. „Ef að það eru engir fyrirvarar á þessu kauptilboði og búið er að samþykkja það þá hefur bankinn að öllum líkindum bakað sér skaðabótaskyldu hætti hann við. Ég sé ekki hvernig það á að vera gjörlegt að ríkið hætti við kaup á TM. Ég sé ekki hvernig það er mögulegt að banki í eigu ríkisins setji fram skuldbindandi tilboð og segi svo bara, afsakið ég er hættur við,“ segir Már. Kaup Landsbankans séu í samræmi við þróun á fjármálamarkaði undanfarin ár. „Það er ekkert óeðlilegt við þessi kaup. Stór fyrirtæki í bankarekstri hafa verið að bæta við sig tryggingafyrirtækjum undanfarin ár. Arion keypti t.d. Vörð tryggingafélag á sínum tíma og það hefur gengið vel. Það er því ekkert óeðlilegt að annar banki kaupi tryggingafélag til að auka við sig í þjónustu og samlegð,“ segir Már. Hann telur líkur á að kaupin fari þau í gegn hafi jákvæð áhrif á Landsbankann. „Ég geri nú ráð fyrir því að það sé búið að fara yfir það að kaupin hafi góð áhrif á rekstur bankans,“ segir hann.
Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira