Dró Eyþór niður á jörðina að verða tvítugur tveggja barna faðir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. mars 2024 12:00 Eyþór Ingi Gunnarsson segist eiga sér fá áhugamál fyrir utan tónlistina. Vísir/Vilhelm Eyþór Ingi Gunnlaugsson segir það hafa dregið sig niður á jörðina að verða óvænt tveggja barna faðir þegar hann var tvítugur. Hann segist eiga sér fá áhugamál fyrir utan tónlistina og veltir fyrir sér hvernig ímynd hann sé fyrir dóttur sína. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar er Eyþór Ingi gestur en þessa dagana stendur hann í ströngu í sjónvarpsþáttunum Kvöldstund með Eyþóri Inga á Stöð 2 þar sem hann fær til sín ýmsa gesti, nú síðasta Magna Ásgeirsson. Fékk alltof mikla athygli á stuttum tíma Eyþór opnar sig meðal annars um börnin sín í Bítinu. Hann er fjögurra barna faðir, allt dætur. Tvær segist hann hafa fengið í forgjöf. „Eldri var að byrja í skóla, hin var bara rúmlega þriggja ára þegar ég kem inn í líf þeirra. Ég held ég sé orðinn tvítugur, þá er ég orðinn tveggja barna faðir,“ segir Eyþór Ingi. Hann segir það hafa átt vel við sig. „Ég fílaði það bara mjög vel. Ég held það hafi jarðtengt mig sem ungan dreng sem var að fá alltof mikla athygli á stuttum tíma. Ég held þetta hafi komið mér á jörðina.“ Heldurðu að það hefði getað farið verr? „Kannski. Örugglega. Þegar maður er átján ára og fær fullt af athygli, eins og á þessum tíma, og er endalaust að hitta eitthvað fólk sem finnst maður vera magnaður, þá fer maður að trúa því að maður sé ofurhetja. En svo þroskast maður upp úr því.“ Ber sig saman við pabba sinn Yngsta dóttir Eyþórs Inga er fjögurra ára gömul. Hann segist stundum velta fyrir sér hvernig ímynd hann sé. Hún sé alin upp við það að pabbi sé í undarlegri vinnu. „Hún hefur stundum komið með mér þegar ég er að fara á æfingar, sér þetta í sjónvarpinu og hefur komið á tónleika og allt þetta. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig það er, af því að þú veist, nú kem ég bara úr tiltölulega venjulegri fjölskyldu þar sem pabbi er sjómaður og mamma vinnur í skóla.“ Eyþór Ingi útskýrir að hann hafi alltaf upplifað pabba sinn sem ekta pabba. Duglegan vinnumann, rosalega handlaginn, sem geti allt. „Ég er það ekki. Mjög langt frá því. Það er varla að ég geti skrúfað í vegg sko,“ segir Eyþór Ingi hlæjandi. Hann rifjar upp að hann hafi eitt sinn verið beðinn af nágrannanum sínum að aðstoða sig við að bora í vegg. Þar hafi borvélin reynst vera í bakkgír á ögurstundu. „Þannig að ég er ekki handlaginn. Svo ég hef oft velt því fyrir mér hverskonar eiginlega pabbaímynd þetta sé. Skrítinn karl með sítt hár sem syngur allan daginn eða talar inn á teiknimyndir,“ segir Eyþór hlæjandi. Tónlist Bítið Ástin og lífið Tengdar fréttir Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. 11. apríl 2022 17:31 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar er Eyþór Ingi gestur en þessa dagana stendur hann í ströngu í sjónvarpsþáttunum Kvöldstund með Eyþóri Inga á Stöð 2 þar sem hann fær til sín ýmsa gesti, nú síðasta Magna Ásgeirsson. Fékk alltof mikla athygli á stuttum tíma Eyþór opnar sig meðal annars um börnin sín í Bítinu. Hann er fjögurra barna faðir, allt dætur. Tvær segist hann hafa fengið í forgjöf. „Eldri var að byrja í skóla, hin var bara rúmlega þriggja ára þegar ég kem inn í líf þeirra. Ég held ég sé orðinn tvítugur, þá er ég orðinn tveggja barna faðir,“ segir Eyþór Ingi. Hann segir það hafa átt vel við sig. „Ég fílaði það bara mjög vel. Ég held það hafi jarðtengt mig sem ungan dreng sem var að fá alltof mikla athygli á stuttum tíma. Ég held þetta hafi komið mér á jörðina.“ Heldurðu að það hefði getað farið verr? „Kannski. Örugglega. Þegar maður er átján ára og fær fullt af athygli, eins og á þessum tíma, og er endalaust að hitta eitthvað fólk sem finnst maður vera magnaður, þá fer maður að trúa því að maður sé ofurhetja. En svo þroskast maður upp úr því.“ Ber sig saman við pabba sinn Yngsta dóttir Eyþórs Inga er fjögurra ára gömul. Hann segist stundum velta fyrir sér hvernig ímynd hann sé. Hún sé alin upp við það að pabbi sé í undarlegri vinnu. „Hún hefur stundum komið með mér þegar ég er að fara á æfingar, sér þetta í sjónvarpinu og hefur komið á tónleika og allt þetta. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig það er, af því að þú veist, nú kem ég bara úr tiltölulega venjulegri fjölskyldu þar sem pabbi er sjómaður og mamma vinnur í skóla.“ Eyþór Ingi útskýrir að hann hafi alltaf upplifað pabba sinn sem ekta pabba. Duglegan vinnumann, rosalega handlaginn, sem geti allt. „Ég er það ekki. Mjög langt frá því. Það er varla að ég geti skrúfað í vegg sko,“ segir Eyþór Ingi hlæjandi. Hann rifjar upp að hann hafi eitt sinn verið beðinn af nágrannanum sínum að aðstoða sig við að bora í vegg. Þar hafi borvélin reynst vera í bakkgír á ögurstundu. „Þannig að ég er ekki handlaginn. Svo ég hef oft velt því fyrir mér hverskonar eiginlega pabbaímynd þetta sé. Skrítinn karl með sítt hár sem syngur allan daginn eða talar inn á teiknimyndir,“ segir Eyþór hlæjandi.
Tónlist Bítið Ástin og lífið Tengdar fréttir Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. 11. apríl 2022 17:31 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. 11. apríl 2022 17:31