Landsbankinn gæti bakað sér bótaskyldu með því að hætta við Árni Sæberg skrifar 19. mars 2024 21:46 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra er ekki ánægð með áform Lilju Bjarkar Einarsdóttur og félaga í Landsbankanum um að kaupa TM. Erfitt gæti reynst að vinda ofan af þeim. Vísir Fari svo að Landsbankinn dragi skuldbindandi kauptilboð í allt hlutafé TM trygginga af Kviku banka til baka gæti síðarnefndi bankinn að öllum líkindum krafist skaðabóta. Fjármálaráðherra hefur sagt að kaupin gangi ekki í gegn með hennar samþykki nema söluferli á Landsbankanum hefjist samhliða. Það hefur forsætisráðherra sagt ekki koma til greina á hennar vakt. Tilkynning Kviku banka um samþykkt skuldbindandi tilboðs Landsbankans á TM hefur vakið gríðarlega athygli síðan hún var birt á sunnudagskvöld. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, lýsti strax á sunnudagskvöld yfir andstöðu við þessi áform. Hún hafði þó heyrt af áhuga bankans á tryggingafélaginu fyrir nokkrum vikum en vísar til armlengdarsjónarmiða sem eiga að tryggja að ráðherra hafi ekki bein afskipti af bönkunum. Hún sagði jafnframt að kaup á tryggingafélaginu yrðu ekki gerð með hennar samþykki án þess að Landsbankinn yrði seldur á sama tíma. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekaði á Alþingi í gær að það kæmi ekki til greina. Bankasýsla ríkisins tók undir áhyggjur ráðherra í bréfasamskiptum við ráðherra og bankaráð Landsbankans í gærkvöldi. Bankaráðið tilkynnti í dag að það hefði fallist á kröfu Bankasýslunnar um frestun aðalfundar Landsbankans um fjórar vikur. Farið var ítarlega yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, mætti í myndver til þess að ræða málið. Kaupin eigi sér langan aðdraganda Hörður segir að kaupin hafi átt sér nokkuð langan aðdraganda og ekki hafi komið á óvart að Landsbankinn væri meðal þeirra fjögurra félaga sem höfðu áhuga á kaupunum. Legið hafi fyrir að Landsbankinn og Íslandsbanki væri þau félög sem líklegust væru til þess að geta boðið hæst verð í tryggingarfélagið. „Vegna þess að þetta eru fyrirtæki sem voru líklegust að ná fram hvað mestri samlegð með því að kaupa tryggingafélag.“ Það sé vegna þess að þróun á bankamarkaði undanfarin ár hafi verið á þann veg að bankar hafi séð hag sínum borgið í því að breikka tekjustoðir sínar með því að eignast tryggingafyrirtæki. Helsta dæmið um það sé Arion banki, sem á Vörð. „Rökin á bak við slíkan samruna hafi orðið sterkari eftir því sem bankarnir hafi verið að bjóða upp á stafrænar lausnir, að það sé hægt að ná fram hraðari samlegð, sem var kannski ekki áður fyrir hendi.“ Furðulegt að kaupin komi Bankasýslunni og ráðherra á óvart Hörður segir að vegna þessa hafi það ekki þurft að koma þeim sem hafa fylgst með gangi máli á óvart að Landsbankinn kaupi TM. Því sé furðulegt að þau sem um stjórntaumana haldi virðist koma af fjöllum. „Ég held að það verði að líta til þess að upplýsingaskyldan liggur fyrst og fremst hjá bankaráði Landsbankans. Það er kveðið á um hana í samningi milli Bankasýslunnar og Landsbankans frá árinu 2010. Þannig að það er að frumkvæði bankaráði Landsbankans að halda eiganda sínum, í gegnum Bankasýsluna, upplýstum um meiriháttar atriði sem varða mögulegan fjárhag og rekstur bankans til lengri tíma litið. Ég held að það megi nú segja að þessi kaup, af þessari stærðargráðu, sem nema rétt undir tíu prósent eigin fjár bankans, þar sem er verið að fara að sækja fram á nýjum markaði, hljóti að falla þar undir. Bankasýslan hafi sagt að engar formlegar upplýsingar hafi borist frá bankaráði um söluna en á móti haldi Landsbankinn því fram, bak við tjöldin, að óformlegar samræður hafi átt sér stað við stjórn Bankasýslunnar. Erfitt að hætta við úr því sem komið er Sem áður segir hefur fjármálaráðherra lýst því yfir að kaup á TM fari ekki í gegn með hennar samþykki nema mikið komi til. Hörður segir að það væri vafalítið erfitt fyrir Landsbankann og eiganda hans að hætta við kaupin úr því sem komið er. „Tilboðið er skuldbindandi með tilteknum fyrirvörum, um að ljúka endanlegri áreiðanleikakönnun og samþykki FME og Samkeppniseftirlitsins. Það er hætt við því að ef Landsbankinn myndi draga tilboðið til baka að Kvika banki myndi þá mögulega leita réttar síns um skaðabætur.“ Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsbankinn Tryggingar Tengdar fréttir Landsbankanum bar að upplýsa Bankasýsluna Landsbankanum bar að upplýsa Bankasýsluna um fyrirætlanir sínar um kaup á TM tryggingum að mati fjármálaráðherra. Það samræmdist ekki stefnu stjórnvalda að bankinn haslaði sér völl í Tryggingarstarfsemi. 19. mars 2024 19:21 Aðalfundi Landsbankans frestað Bankaráð Landsbankans ákvað á fundi sínum í dag að fresta aðalfundi bankans sem fara átti fram á morgun. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins hefur verið ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl. 19. mars 2024 13:50 Vill samskipti Þórdísar við Bankasýsluna upp á borð Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, furðar sig á því að Bankasýsla ríkisins og fjármálaráðherra hafi ekki brugðist við orðrómi um að Landsbankinn hygðist kaupa TM. 19. mars 2024 12:49 Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. 19. mars 2024 12:36 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Tilkynning Kviku banka um samþykkt skuldbindandi tilboðs Landsbankans á TM hefur vakið gríðarlega athygli síðan hún var birt á sunnudagskvöld. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, lýsti strax á sunnudagskvöld yfir andstöðu við þessi áform. Hún hafði þó heyrt af áhuga bankans á tryggingafélaginu fyrir nokkrum vikum en vísar til armlengdarsjónarmiða sem eiga að tryggja að ráðherra hafi ekki bein afskipti af bönkunum. Hún sagði jafnframt að kaup á tryggingafélaginu yrðu ekki gerð með hennar samþykki án þess að Landsbankinn yrði seldur á sama tíma. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekaði á Alþingi í gær að það kæmi ekki til greina. Bankasýsla ríkisins tók undir áhyggjur ráðherra í bréfasamskiptum við ráðherra og bankaráð Landsbankans í gærkvöldi. Bankaráðið tilkynnti í dag að það hefði fallist á kröfu Bankasýslunnar um frestun aðalfundar Landsbankans um fjórar vikur. Farið var ítarlega yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, mætti í myndver til þess að ræða málið. Kaupin eigi sér langan aðdraganda Hörður segir að kaupin hafi átt sér nokkuð langan aðdraganda og ekki hafi komið á óvart að Landsbankinn væri meðal þeirra fjögurra félaga sem höfðu áhuga á kaupunum. Legið hafi fyrir að Landsbankinn og Íslandsbanki væri þau félög sem líklegust væru til þess að geta boðið hæst verð í tryggingarfélagið. „Vegna þess að þetta eru fyrirtæki sem voru líklegust að ná fram hvað mestri samlegð með því að kaupa tryggingafélag.“ Það sé vegna þess að þróun á bankamarkaði undanfarin ár hafi verið á þann veg að bankar hafi séð hag sínum borgið í því að breikka tekjustoðir sínar með því að eignast tryggingafyrirtæki. Helsta dæmið um það sé Arion banki, sem á Vörð. „Rökin á bak við slíkan samruna hafi orðið sterkari eftir því sem bankarnir hafi verið að bjóða upp á stafrænar lausnir, að það sé hægt að ná fram hraðari samlegð, sem var kannski ekki áður fyrir hendi.“ Furðulegt að kaupin komi Bankasýslunni og ráðherra á óvart Hörður segir að vegna þessa hafi það ekki þurft að koma þeim sem hafa fylgst með gangi máli á óvart að Landsbankinn kaupi TM. Því sé furðulegt að þau sem um stjórntaumana haldi virðist koma af fjöllum. „Ég held að það verði að líta til þess að upplýsingaskyldan liggur fyrst og fremst hjá bankaráði Landsbankans. Það er kveðið á um hana í samningi milli Bankasýslunnar og Landsbankans frá árinu 2010. Þannig að það er að frumkvæði bankaráði Landsbankans að halda eiganda sínum, í gegnum Bankasýsluna, upplýstum um meiriháttar atriði sem varða mögulegan fjárhag og rekstur bankans til lengri tíma litið. Ég held að það megi nú segja að þessi kaup, af þessari stærðargráðu, sem nema rétt undir tíu prósent eigin fjár bankans, þar sem er verið að fara að sækja fram á nýjum markaði, hljóti að falla þar undir. Bankasýslan hafi sagt að engar formlegar upplýsingar hafi borist frá bankaráði um söluna en á móti haldi Landsbankinn því fram, bak við tjöldin, að óformlegar samræður hafi átt sér stað við stjórn Bankasýslunnar. Erfitt að hætta við úr því sem komið er Sem áður segir hefur fjármálaráðherra lýst því yfir að kaup á TM fari ekki í gegn með hennar samþykki nema mikið komi til. Hörður segir að það væri vafalítið erfitt fyrir Landsbankann og eiganda hans að hætta við kaupin úr því sem komið er. „Tilboðið er skuldbindandi með tilteknum fyrirvörum, um að ljúka endanlegri áreiðanleikakönnun og samþykki FME og Samkeppniseftirlitsins. Það er hætt við því að ef Landsbankinn myndi draga tilboðið til baka að Kvika banki myndi þá mögulega leita réttar síns um skaðabætur.“
Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsbankinn Tryggingar Tengdar fréttir Landsbankanum bar að upplýsa Bankasýsluna Landsbankanum bar að upplýsa Bankasýsluna um fyrirætlanir sínar um kaup á TM tryggingum að mati fjármálaráðherra. Það samræmdist ekki stefnu stjórnvalda að bankinn haslaði sér völl í Tryggingarstarfsemi. 19. mars 2024 19:21 Aðalfundi Landsbankans frestað Bankaráð Landsbankans ákvað á fundi sínum í dag að fresta aðalfundi bankans sem fara átti fram á morgun. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins hefur verið ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl. 19. mars 2024 13:50 Vill samskipti Þórdísar við Bankasýsluna upp á borð Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, furðar sig á því að Bankasýsla ríkisins og fjármálaráðherra hafi ekki brugðist við orðrómi um að Landsbankinn hygðist kaupa TM. 19. mars 2024 12:49 Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. 19. mars 2024 12:36 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Landsbankanum bar að upplýsa Bankasýsluna Landsbankanum bar að upplýsa Bankasýsluna um fyrirætlanir sínar um kaup á TM tryggingum að mati fjármálaráðherra. Það samræmdist ekki stefnu stjórnvalda að bankinn haslaði sér völl í Tryggingarstarfsemi. 19. mars 2024 19:21
Aðalfundi Landsbankans frestað Bankaráð Landsbankans ákvað á fundi sínum í dag að fresta aðalfundi bankans sem fara átti fram á morgun. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins hefur verið ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl. 19. mars 2024 13:50
Vill samskipti Þórdísar við Bankasýsluna upp á borð Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, furðar sig á því að Bankasýsla ríkisins og fjármálaráðherra hafi ekki brugðist við orðrómi um að Landsbankinn hygðist kaupa TM. 19. mars 2024 12:49
Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. 19. mars 2024 12:36