Ekki með Ítalíu eftir meinta kynþáttafordóma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 17:45 Francesco Acerbi (til vinstri) verður ekki með ítalska landsliðinu í komandi leikjum. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Francesco Acerbi, miðvörður toppliðs Inter Milan, hefur dregið sig úr landsliðshópi Ítalíu fyrir komandi verkefni eftir ásakanir um kynþáttafordóma í leik Inter og Napolí á dögunum. Hinn 36 ára gamli Acerbi hefur leikið 34 A-landsleiki á ferli sínum sem spannar nærri tvo áratugi. Hann upphaflega valinn í hópinn sem leikur vináttulandsleiki við Venesúela og Ekvador í Bandaríkjunum en Gianluca Mancini hefur nú tekið sæti hans. Í leiknum gegn Napoli fór Juan Jesus, upp að dómara leiksins sem kallar Acerbi í kjölfarið til sín. Í gær, mánudag, birti Jesus svo færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segir Acerbi hafa notað orðið „svartur“ á niðrandi hátt. Hinn 36 ára gamli Acerbi neitar sök og var ekki refsað á meðan leik stóð. Inter Milan defender Francesco Acerbi is facing an investigation over an alleged racist remark he made towards Napoli s Juan Jesus during Sunday s 1-1 draw at San Siro.https://t.co/7GppM1eRH5— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 19, 2024 Í yfirlýsingu frá FIGC, ítalska knattspyrnusambandinu, segir að Acerbi hafi útskýrt sína hlið fyrir landsliðsþjálfaranum Luciano Spalletti og samherjum sínum. Þar hélt hann því statt og stöðugt fram að engin niðrandi orð hefur verið látin falla og hann hafi á engan hátt gerst sekur um kynþáttaníð. Það var þó ákveðið að hann myndi stíga til hliðar að þessu sinni og ekki vera hluti af hópnum að þessu sinni. Jesus hefur aðra sögu að segja og segir að Acerbi hafi beðið sig afsökunar eftir að hann kvartaði til dómara leiksins. Ku Acerbi hafa sagt „farðu í burtu, þú ert bara svartur.“ View this post on Instagram A post shared by Juan Jesus (@juan05jesus) „Í dag breytti hann staðreyndum málsins og segist ekki hafa sagt neitt sem túlka má sem kynþáttaníð. Ég hef engu við það að bæta,“ sagði Jesus einnig á Instagram-síðu sinni. Rannsókn á málinu stendur nú yfir. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Acerbi hefur leikið 34 A-landsleiki á ferli sínum sem spannar nærri tvo áratugi. Hann upphaflega valinn í hópinn sem leikur vináttulandsleiki við Venesúela og Ekvador í Bandaríkjunum en Gianluca Mancini hefur nú tekið sæti hans. Í leiknum gegn Napoli fór Juan Jesus, upp að dómara leiksins sem kallar Acerbi í kjölfarið til sín. Í gær, mánudag, birti Jesus svo færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segir Acerbi hafa notað orðið „svartur“ á niðrandi hátt. Hinn 36 ára gamli Acerbi neitar sök og var ekki refsað á meðan leik stóð. Inter Milan defender Francesco Acerbi is facing an investigation over an alleged racist remark he made towards Napoli s Juan Jesus during Sunday s 1-1 draw at San Siro.https://t.co/7GppM1eRH5— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 19, 2024 Í yfirlýsingu frá FIGC, ítalska knattspyrnusambandinu, segir að Acerbi hafi útskýrt sína hlið fyrir landsliðsþjálfaranum Luciano Spalletti og samherjum sínum. Þar hélt hann því statt og stöðugt fram að engin niðrandi orð hefur verið látin falla og hann hafi á engan hátt gerst sekur um kynþáttaníð. Það var þó ákveðið að hann myndi stíga til hliðar að þessu sinni og ekki vera hluti af hópnum að þessu sinni. Jesus hefur aðra sögu að segja og segir að Acerbi hafi beðið sig afsökunar eftir að hann kvartaði til dómara leiksins. Ku Acerbi hafa sagt „farðu í burtu, þú ert bara svartur.“ View this post on Instagram A post shared by Juan Jesus (@juan05jesus) „Í dag breytti hann staðreyndum málsins og segist ekki hafa sagt neitt sem túlka má sem kynþáttaníð. Ég hef engu við það að bæta,“ sagði Jesus einnig á Instagram-síðu sinni. Rannsókn á málinu stendur nú yfir.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Sjá meira