Sagður vera næsti James Bond Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. mars 2024 09:40 Aaron Taylor-Johnson er næsti James Bond ef marka má breska miðla. Aldara Zarraoa/Getty Images Breski leikarinn Aaron Taylor-Johnson er sagður hafa verið valinn til þess að taka við af Daniel Craig í hlutverki njósnara hans hátignar, James Bond. Þetta kemur fram í umfjöllun Sky fréttastofunnar þar sem segir þó að leikarinn hafi enn ekki samþykkt boðið. Leikarinn er þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndum líkt og Kick-Ass og Avengers:Age of Ultron. Báðar eru ofurhetjumyndir. Þá er hann jafnframt með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Kraven sem væntanleg er á árinu og fjallar um samnefnt illmenni úr heimi Kóngulóarmannsins. Hann er 33 ára gamall og hefur áður sagst vera spenntur fyrir tilhugsuninni um að leika njósnarann. Daniel Craig lék njósnarann í síðustu fimm kvikmyndum. Þeirri fyrstu árið 2006, Casino Royale. Sú síðasta kom út árið 2021 og hét No Time to Die. Ljóst var eftir þá síðustu að hann myndi ekki endurtaka leikinn í hlutverki þessa frægasta njósnara í heimi. Breska Sky fréttastofan fullyrðir að boð um að leika njósnarann sé á borðinu hjá Aaron Taylor-Johnson. Verið sé að vinna að undirbúningi hans fyrstu myndar en fullyrt er að allar líkur séu á því að hann muni skrifa undir samning og taka að sér hlutverkið. Hann verður því að öllum líkindum sjöundi leikarinn til að taka að sér hlutverk Bond. Áður höfðu margir talið að breski leikarinn, hinn 51 árs gamli Idris Elba myndi hreppa hlutverkið. Hann sagði í september síðastliðinn að það kæmi hinsvegar ekki til greina, vegna ógeðfelldra ummæla á netinu um húðlit hans. Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikarinn er þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndum líkt og Kick-Ass og Avengers:Age of Ultron. Báðar eru ofurhetjumyndir. Þá er hann jafnframt með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Kraven sem væntanleg er á árinu og fjallar um samnefnt illmenni úr heimi Kóngulóarmannsins. Hann er 33 ára gamall og hefur áður sagst vera spenntur fyrir tilhugsuninni um að leika njósnarann. Daniel Craig lék njósnarann í síðustu fimm kvikmyndum. Þeirri fyrstu árið 2006, Casino Royale. Sú síðasta kom út árið 2021 og hét No Time to Die. Ljóst var eftir þá síðustu að hann myndi ekki endurtaka leikinn í hlutverki þessa frægasta njósnara í heimi. Breska Sky fréttastofan fullyrðir að boð um að leika njósnarann sé á borðinu hjá Aaron Taylor-Johnson. Verið sé að vinna að undirbúningi hans fyrstu myndar en fullyrt er að allar líkur séu á því að hann muni skrifa undir samning og taka að sér hlutverkið. Hann verður því að öllum líkindum sjöundi leikarinn til að taka að sér hlutverk Bond. Áður höfðu margir talið að breski leikarinn, hinn 51 árs gamli Idris Elba myndi hreppa hlutverkið. Hann sagði í september síðastliðinn að það kæmi hinsvegar ekki til greina, vegna ógeðfelldra ummæla á netinu um húðlit hans.
Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira