Foreldrar megi ekki vera vondir við sjálfa sig eftir stórt áfall Bjarki Sigurðsson skrifar 18. mars 2024 12:20 Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur. Sebastian Storgaard Sérfræðingur í slysavörnum barna segir það geta verið hættulegt fyrir ungabörn að sofa uppi í rúmi hjá foreldrum sínum. Hún segir foreldra sem lenda í áfalli ekki mega kenna sjálfum sér um. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Sjöfn Steinsen sem lenti í því að sjö mánaða gömul dóttir hennar flæktist í hárinu á móður sinni og munaði litlu að hún myndi kafna en snör viðbrögð móðurinnar urðu til þess að nágrannar hennar náðu að klippa dótturina úr hárinu. Fullorðinsrúm ekki hönnuð fyrir börn Slys sem þetta eru ekki algeng en gerast þó að sögn Herdísar Storgaard hjá Miðstöð slysavarna barna. Herdís hefur starfað í kringum slysavarnir barna í rúm þrjátíu ár og hefur heyrt af í það minnsta þremur svipuðum málum áður. „Einmitt eitt af því sem að við erum að benda foreldrum á er að rúmið þeirra, fullorðinsrúmið, er bara alls ekki öruggur svefnstaður og þá eru menn ekki bara að hugsa um að sítt hár geti flækst um háls barnsins, heldur allt sem í rúminu er,“ segir Herdís. Foreldrar kenni sér ekki um Hún nefnir sem dæmi að dýnur séu ekki öndunarprófaðar og rúmfatnaður, sængur, koddar og annað sem fullorðnir hafa í rúminu geti verið hættulegt ungabörnum. Herdís telur að rétt viðbrögð hafi bjargað lífi barnsins. „Við megum ekki, við megum alls ekki, alltaf vera vond við okkur þegar eitthvað hræðilegt hefur komið fyrir okkur. Ég segi yfirleitt við foreldra þegar þeir eru að tala við mig um eitthvað sem þeir hafa lent í að við skulum fókusera á það að allt fór vel og endurskoða hvernig við vorum að gera hlutina. Breyta þá yfir í að gera þetta á annan hátt,“ segir Herdís. Bara hafa það nauðsynlegasta í rúminu Hún hvetur foreldra til þess að láta ungabörn sofa í vöggu eða ungbarnarúmi. „Eins og skilaboðin eru í dag, til að tryggja öryggi ungra barna, er að sofa í eigin vöggu sem uppfyllir allar kröfur eða ungbarnarúmi. Hafa þetta ljótt og leiðinlegt. Ekkert í rúminu nema það allra nauðsynlegasta,“ segir Herdís. Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Sjöfn Steinsen sem lenti í því að sjö mánaða gömul dóttir hennar flæktist í hárinu á móður sinni og munaði litlu að hún myndi kafna en snör viðbrögð móðurinnar urðu til þess að nágrannar hennar náðu að klippa dótturina úr hárinu. Fullorðinsrúm ekki hönnuð fyrir börn Slys sem þetta eru ekki algeng en gerast þó að sögn Herdísar Storgaard hjá Miðstöð slysavarna barna. Herdís hefur starfað í kringum slysavarnir barna í rúm þrjátíu ár og hefur heyrt af í það minnsta þremur svipuðum málum áður. „Einmitt eitt af því sem að við erum að benda foreldrum á er að rúmið þeirra, fullorðinsrúmið, er bara alls ekki öruggur svefnstaður og þá eru menn ekki bara að hugsa um að sítt hár geti flækst um háls barnsins, heldur allt sem í rúminu er,“ segir Herdís. Foreldrar kenni sér ekki um Hún nefnir sem dæmi að dýnur séu ekki öndunarprófaðar og rúmfatnaður, sængur, koddar og annað sem fullorðnir hafa í rúminu geti verið hættulegt ungabörnum. Herdís telur að rétt viðbrögð hafi bjargað lífi barnsins. „Við megum ekki, við megum alls ekki, alltaf vera vond við okkur þegar eitthvað hræðilegt hefur komið fyrir okkur. Ég segi yfirleitt við foreldra þegar þeir eru að tala við mig um eitthvað sem þeir hafa lent í að við skulum fókusera á það að allt fór vel og endurskoða hvernig við vorum að gera hlutina. Breyta þá yfir í að gera þetta á annan hátt,“ segir Herdís. Bara hafa það nauðsynlegasta í rúminu Hún hvetur foreldra til þess að láta ungabörn sofa í vöggu eða ungbarnarúmi. „Eins og skilaboðin eru í dag, til að tryggja öryggi ungra barna, er að sofa í eigin vöggu sem uppfyllir allar kröfur eða ungbarnarúmi. Hafa þetta ljótt og leiðinlegt. Ekkert í rúminu nema það allra nauðsynlegasta,“ segir Herdís.
Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira