Sundhnúkareinin gæti verið á leið í mjög langt frí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. mars 2024 09:14 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, hefur oft haft rétt fyrir sér þegar hann spáir fyrir um upphaf eldgoss. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segist telja mögulegt að eldgosið sem hófst um helgina verði síðasta eldgosið á svæðinu í bili, þó eldvirkni á Reykjanesi sé hvergi nærri lokið. Mögulega eigi kerfið eitt eldgos í sér til viðbótar, sem verði þá eftir rúman mánuð. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og áður hefur komið fram spáði Þorvaldur því fyrir helgi að gos myndi hefjast um helgina. Hann segir mikilvægt að litið sé til þátta úr ýmsum fræðum þegar slíkar spár eru gerðar. „Þegar maður tekur tillit til fleiri þátta fær maður öðruvísi niðurstöðu og mín nálgun að reyna að horfa á þetta í eins heildstæðri mynd og hægt er. Ekki bara horfa á þetta frá jarðeðlisfræðilegu hliðinni eða bergfræðilegu hliðinni, heldur taka þetta saman og reyna að átta mig á því hvað þessir tveir, þrír þættir eru að segja okkur í sameiningu.“ Þorvaldur segir í besta falli stigsmun á hrauninu sem upp kemur úr eldgosi helgarinnar og þeim sem áður hafa sprottið fram á svæðinu. Kvikan nú sé að koma upp á grynnra dýpi, um fjögurra til fimm kílómetra dýpi á meðan kvika úr fyrri gosum hafi komið upp úr tíu til fimmtán kílómetra dýpi. Líklega stutt í goslok og tvær sviðsmyndir „Mér sýnist þetta nú vera komið nálægt því að hætta. Það hefur varað aðeins lengur en ég átti kannski von á,“ segir Þorvaldur um eldgosið sem hófst um helgina. „Það hefur náð að halda dampi en það þarf að fylgjast dálítið með núna á næstu dögum. Kannski næstu fimm dögum, af því að það ræður úrslitum um það hvaða sviðsmynd maður velur sér. Þær eru í rauninni tvær í augnablikinu.“ Hann segir aðra sviðsmynd vera þá að innflæði kviku nái jafnvægi. Það nái að viðhalda fjögurra milljón rúmmetra flæði á sekúndu í grynnra geymsluhólf. „Þá myndi ég reikna með að það tæki kannski svona fimm, sex vikur, plús eitthvað að fylla þá þennan kvikugeym aftur þannig að hann væri kominn að þolmörkum og tilbúinn í gos.“ Hin sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr flæði kviku inn í kerfið. Það myndi þá mögulega detta niður fyrir tvo, til þrjá milljón rúmmetra á sekúndu eftir einn til tvo mánuði. „Og til þess að viðhalda flæði í gegnum svona sprungu, svona línulega gosrás, þá þarf flæðið að vera meira heldur en tveir til þrír rúmmetrar á sekúndu. Ef það dettur niður fyrir þetta gildi þá gæti innflæðið stöðvast, þaf afleiðandi eldrisið og eldgosin.“ Sundhnúkareinin gæti verið að tæmast Spurður segir Þorvaldur að þetta gæti hugsanlega verið síðasta eldogsið í bili. Það sé líka hugsanlegt að eitt eldgos gæti komið upp í viðbót eftir rúman mánuð, eins og verið hefur. Í bili? Hvað er það stórt bil? „Við erum náttúrulega í eldgosatímabili. Þó svo að Sundhnúkareinin hætti þá er eldvirknin á Reykjanesskaganum ekkert komin í frí, heldur mun hún taka sig upp aftur og svona umbrotahrinur munu verða hluti af lífi okkar næstu hundruð árin. En það góða við að ef þetta hættir þarna á Sundhnúkareininni, að þá miðað við þá þekkingu sem við höfum í dag, fer Sundhnúkareinin í mjög langt frí. Jafnvel sjö hundruð ár eða eitthvað svoleiðis.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og áður hefur komið fram spáði Þorvaldur því fyrir helgi að gos myndi hefjast um helgina. Hann segir mikilvægt að litið sé til þátta úr ýmsum fræðum þegar slíkar spár eru gerðar. „Þegar maður tekur tillit til fleiri þátta fær maður öðruvísi niðurstöðu og mín nálgun að reyna að horfa á þetta í eins heildstæðri mynd og hægt er. Ekki bara horfa á þetta frá jarðeðlisfræðilegu hliðinni eða bergfræðilegu hliðinni, heldur taka þetta saman og reyna að átta mig á því hvað þessir tveir, þrír þættir eru að segja okkur í sameiningu.“ Þorvaldur segir í besta falli stigsmun á hrauninu sem upp kemur úr eldgosi helgarinnar og þeim sem áður hafa sprottið fram á svæðinu. Kvikan nú sé að koma upp á grynnra dýpi, um fjögurra til fimm kílómetra dýpi á meðan kvika úr fyrri gosum hafi komið upp úr tíu til fimmtán kílómetra dýpi. Líklega stutt í goslok og tvær sviðsmyndir „Mér sýnist þetta nú vera komið nálægt því að hætta. Það hefur varað aðeins lengur en ég átti kannski von á,“ segir Þorvaldur um eldgosið sem hófst um helgina. „Það hefur náð að halda dampi en það þarf að fylgjast dálítið með núna á næstu dögum. Kannski næstu fimm dögum, af því að það ræður úrslitum um það hvaða sviðsmynd maður velur sér. Þær eru í rauninni tvær í augnablikinu.“ Hann segir aðra sviðsmynd vera þá að innflæði kviku nái jafnvægi. Það nái að viðhalda fjögurra milljón rúmmetra flæði á sekúndu í grynnra geymsluhólf. „Þá myndi ég reikna með að það tæki kannski svona fimm, sex vikur, plús eitthvað að fylla þá þennan kvikugeym aftur þannig að hann væri kominn að þolmörkum og tilbúinn í gos.“ Hin sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr flæði kviku inn í kerfið. Það myndi þá mögulega detta niður fyrir tvo, til þrjá milljón rúmmetra á sekúndu eftir einn til tvo mánuði. „Og til þess að viðhalda flæði í gegnum svona sprungu, svona línulega gosrás, þá þarf flæðið að vera meira heldur en tveir til þrír rúmmetrar á sekúndu. Ef það dettur niður fyrir þetta gildi þá gæti innflæðið stöðvast, þaf afleiðandi eldrisið og eldgosin.“ Sundhnúkareinin gæti verið að tæmast Spurður segir Þorvaldur að þetta gæti hugsanlega verið síðasta eldogsið í bili. Það sé líka hugsanlegt að eitt eldgos gæti komið upp í viðbót eftir rúman mánuð, eins og verið hefur. Í bili? Hvað er það stórt bil? „Við erum náttúrulega í eldgosatímabili. Þó svo að Sundhnúkareinin hætti þá er eldvirknin á Reykjanesskaganum ekkert komin í frí, heldur mun hún taka sig upp aftur og svona umbrotahrinur munu verða hluti af lífi okkar næstu hundruð árin. En það góða við að ef þetta hættir þarna á Sundhnúkareininni, að þá miðað við þá þekkingu sem við höfum í dag, fer Sundhnúkareinin í mjög langt frí. Jafnvel sjö hundruð ár eða eitthvað svoleiðis.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Sjá meira