Hrauntungan 100 metrum frá Njarðvíkuræðinni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. mars 2024 10:29 Víðir Reynisson segist vel fylgst með innviðum á svæðinu, svo sem háspennulögnum, heitu og köldu vatni og ljósleiðurum. Vísir/Vilhelm Sviðsstjóri almannavarna segir enn töluvert hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi. Hætta er á gufusprengingum og gasmengun nái hraunið út í sjó. Vindur og úrkoma verði þó líklega til þess að það dreifist mjög hratt úr því og ekki stafi hætta af, nema þá staðbundin. Hrauntungan norðan við Svartsengi á eftir um það bil 100 metra að Njarðvíkuræðinni. Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segist telja að búið sé að gera það sem hægt sé að gera til að verja lagnir í jörðu og háspennulínu. „Ef hrauntungan sem rennur í átt að Njarðvíkuræðinni hegðar sér eins og hún hefur gert síðustu klukkustundirnar er það jákvætt, hún virðist meira vera að dreifa úr sér frekar en sækja fram. Lögnin er varin og HS orka er tilbúin til að setja kaldara vatn eftir lögnina til að verja sig og þoli það að komi á hana þungi og hiti.“ Víðir segir hrauntunguna fara hægt yfir og einmitt núna sé lítil hreyfing á henni. „En sunnanmegin er farið að skríða fram hraun úr hrauntjörn. Það fer ekki mjög hratt í augnablikinu og við erum að vonast eftir að það verði áfram þannig. Við erum við öllu búin, en það eru 400 til 450 metrar frá fremstu tungunni þaðan og að Suðurstrandaveginum.“ Hætta á gufusprengingum og gasmengun Ef hraunið nær Suðurstrandarvegi segir Víðir þá stöðu upp komna að aðeins sé ein fær leið inn í Grindavík. Auk þess er hætta er á gufusprengingum og hugsanlegri gasmengun ef hraun nær út í sjó. Veðrið hjálpar til við slíkar ástæður, vindur og úrkoma verður til þess að það dreifist mjög hratt úr og ekki stafi hætta af, nema staðbundin. Ekki er hægt að spá fyrir um hvenær hraunið næði út í sjó, ef það gerist. Víðir segir að í gærkvöldi hafi hraun safnast saman í svolítinn tíma við Grindavíkurveg en þegar það fór af stað hafi það farið mjög hratt yfir en hægt svo aftur á sér. „Það er þannig atburðarrás sem við erum að sjá aftur og aftur. Það myndast tjarnir og svo rennur hratt úr þessu. Svo það er ómögulegt að segja en við fylgjumst vel og vonumst að það fari að hægja á gosinu. Það hefur svo sem lítið breyst í morgun, það er töluvert hraunrennsli ennþá, það er augljóst,“ segir Víðir Reynisson sviðstjóri almannavarna. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Hrauntungan norðan við Svartsengi á eftir um það bil 100 metra að Njarðvíkuræðinni. Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segist telja að búið sé að gera það sem hægt sé að gera til að verja lagnir í jörðu og háspennulínu. „Ef hrauntungan sem rennur í átt að Njarðvíkuræðinni hegðar sér eins og hún hefur gert síðustu klukkustundirnar er það jákvætt, hún virðist meira vera að dreifa úr sér frekar en sækja fram. Lögnin er varin og HS orka er tilbúin til að setja kaldara vatn eftir lögnina til að verja sig og þoli það að komi á hana þungi og hiti.“ Víðir segir hrauntunguna fara hægt yfir og einmitt núna sé lítil hreyfing á henni. „En sunnanmegin er farið að skríða fram hraun úr hrauntjörn. Það fer ekki mjög hratt í augnablikinu og við erum að vonast eftir að það verði áfram þannig. Við erum við öllu búin, en það eru 400 til 450 metrar frá fremstu tungunni þaðan og að Suðurstrandaveginum.“ Hætta á gufusprengingum og gasmengun Ef hraunið nær Suðurstrandarvegi segir Víðir þá stöðu upp komna að aðeins sé ein fær leið inn í Grindavík. Auk þess er hætta er á gufusprengingum og hugsanlegri gasmengun ef hraun nær út í sjó. Veðrið hjálpar til við slíkar ástæður, vindur og úrkoma verður til þess að það dreifist mjög hratt úr og ekki stafi hætta af, nema staðbundin. Ekki er hægt að spá fyrir um hvenær hraunið næði út í sjó, ef það gerist. Víðir segir að í gærkvöldi hafi hraun safnast saman í svolítinn tíma við Grindavíkurveg en þegar það fór af stað hafi það farið mjög hratt yfir en hægt svo aftur á sér. „Það er þannig atburðarrás sem við erum að sjá aftur og aftur. Það myndast tjarnir og svo rennur hratt úr þessu. Svo það er ómögulegt að segja en við fylgjumst vel og vonumst að það fari að hægja á gosinu. Það hefur svo sem lítið breyst í morgun, það er töluvert hraunrennsli ennþá, það er augljóst,“ segir Víðir Reynisson sviðstjóri almannavarna.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira