„Ég væri heima núna ef ég mætti það“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 22:23 Magnús Gunnarsson er búsettur í Grindavík og var heima hjá sér þegar gosið hófst. Íbúi í Grindavík sem var heima hjá sér þegar byrjaði að gjósa segir að engir jarðskjálftakippir hafi fundist áður en gosið hófst. Hann segir að hann væri heima hjá sér núna ef hann mætti. Magnús Gunnarsson frá Sæbóli í Grindavík var heima hjá sér þegar gosið við Grindavík hófst í kvöld. Hann kippti sér lítið upp við gosið og viðvörunarflauturnar sem fóru í gang þegar rýming hófst. „Þetta var bara eins og síðast. Það fóru bara að væla svona flautur. Núna fundum við ekkert þegar þetta kom upp. Við höfum oft fundið smá kippi en fundum enga kippi núna. Við litum bara út um gluggann og þá sáum við þetta og svo fóru flauturnar af stað,“ sagði Magnús þegar Vísir ræddi við hann í kvöld en þá var hann kominn út úr Grindavík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Magnús er í Grindavík þegar byrjar að gjósa. „Nei nei, ég á heima í Grindavík. Ég hef líka verið þarna þegar hefur ekki mátt vera þarna. Þetta er ekki eins hættulegt og er verið að blása upp, það er engin hætta í Grindavík þó það byrji að gjósa,“ bætir Magnús við en í samtali við Hjördísi Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum fyrr í kvöld sagði hún að síðustu nætur hafi verið gist í 5-10 húsum í bænum en um 700 manns voru í Bláa Lóninu þegar gosið fór af stað. „Ég væri heima núna ef ég mætti það, það er ekki flókið. Við fórum frekar seint en það var töluverður straumur úr Bláa lóninu.“ „Það má hrósa sérsveitarmönnunum“ Magnús segir að það hafi verið erfitt að átta sig á umfangi gossins en honum fannst þó eins og það væri jafnvel stærra en það síðasta. „Þetta var svipað og þegar við máttum ekki vera hérna, það var í janúar. Þetta kom upp aðeins austar fannst mér heldur en þá. Mér sýnist að þetta sé töluvert gos. Það er pínu erfitt að átta sig á því en ég sá að það voru töluverðir strókar. Ég hef grun um að hraunið hafi runnið töluvert langt. Ég sé að það er töluverð mengun frá þessu.“ Sérsveitarmenn komu heim til Magnúsar þegar rýma átti bæinn en hann segist yfirleitt reyna að vera heima eins lengi og hann geti. „Það má hrósa sérsveitarmönnunum. Þeir komu þarna heim því við reynum að fara með síðustu bílum. Síðast þá fauk í mig og ég reiddist. Þá komu þau frá slökkviliðinu með stærstu gerð af slökkviliðsbíl með sírenurnar á. Við erum með hund og ég öskraði á þau að slökkva á sírenunni.“ „Núna komu þeir bara með blikkljós eins og menn og allir sultuslakir. Við sjómenn vitum að þegar við lendum í einhverju að þá er númer eitt, tvö og þrjú að það fari ekki í panikkástand.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Magnús Gunnarsson frá Sæbóli í Grindavík var heima hjá sér þegar gosið við Grindavík hófst í kvöld. Hann kippti sér lítið upp við gosið og viðvörunarflauturnar sem fóru í gang þegar rýming hófst. „Þetta var bara eins og síðast. Það fóru bara að væla svona flautur. Núna fundum við ekkert þegar þetta kom upp. Við höfum oft fundið smá kippi en fundum enga kippi núna. Við litum bara út um gluggann og þá sáum við þetta og svo fóru flauturnar af stað,“ sagði Magnús þegar Vísir ræddi við hann í kvöld en þá var hann kominn út úr Grindavík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Magnús er í Grindavík þegar byrjar að gjósa. „Nei nei, ég á heima í Grindavík. Ég hef líka verið þarna þegar hefur ekki mátt vera þarna. Þetta er ekki eins hættulegt og er verið að blása upp, það er engin hætta í Grindavík þó það byrji að gjósa,“ bætir Magnús við en í samtali við Hjördísi Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum fyrr í kvöld sagði hún að síðustu nætur hafi verið gist í 5-10 húsum í bænum en um 700 manns voru í Bláa Lóninu þegar gosið fór af stað. „Ég væri heima núna ef ég mætti það, það er ekki flókið. Við fórum frekar seint en það var töluverður straumur úr Bláa lóninu.“ „Það má hrósa sérsveitarmönnunum“ Magnús segir að það hafi verið erfitt að átta sig á umfangi gossins en honum fannst þó eins og það væri jafnvel stærra en það síðasta. „Þetta var svipað og þegar við máttum ekki vera hérna, það var í janúar. Þetta kom upp aðeins austar fannst mér heldur en þá. Mér sýnist að þetta sé töluvert gos. Það er pínu erfitt að átta sig á því en ég sá að það voru töluverðir strókar. Ég hef grun um að hraunið hafi runnið töluvert langt. Ég sé að það er töluverð mengun frá þessu.“ Sérsveitarmenn komu heim til Magnúsar þegar rýma átti bæinn en hann segist yfirleitt reyna að vera heima eins lengi og hann geti. „Það má hrósa sérsveitarmönnunum. Þeir komu þarna heim því við reynum að fara með síðustu bílum. Síðast þá fauk í mig og ég reiddist. Þá komu þau frá slökkviliðinu með stærstu gerð af slökkviliðsbíl með sírenurnar á. Við erum með hund og ég öskraði á þau að slökkva á sírenunni.“ „Núna komu þeir bara með blikkljós eins og menn og allir sultuslakir. Við sjómenn vitum að þegar við lendum í einhverju að þá er númer eitt, tvö og þrjú að það fari ekki í panikkástand.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira