„Það er verið að rýma Grindavík“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 21:08 Skjáskot af gosinu úr vefmyndavél Vísis. Vísir Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið yfir gossvæðið á Reykjanesi til að afla upplýsinga um eldgosið sem hófst á níunda tímanum. Verið er að lýsa yfir neyðarstigi á svæðinu. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum er verið að lýsa yfir neyðarstigi og hún vissi ekki betur en að rýming hafi gengið vel í Grindavík. „Það er verið að aðstoða við rýmingu og á Svartsengissvæðinu. Maður sér á vefmyndavélum þar sem fólk er að keyra í burtu. Það er meiri fjöldi á Svarstengissvæðinu en í Grindavík,“ sagði Hjördís í samtali við Vísi en hún sagði óljóst hversu margir hafi verið í Grindavík. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað margir. Það er verið að rýma Grindavík núna en síðustu nætur hefur verið gist í 5-10 húsum.“ Að sögn Hjördísar er þyrla Landhelgisgæslunnar komin í loftið með starfsmenn Almannavarna. Hún sagði ekki miklar upplýsingar að hafa um gosið enn sem komið er en í tilkynningu Almannavarna kemur fram að það sé á svæðinu á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. „Ekki nema bara það sem við horfum á. Þyra gæslunnar með okkar fólk er að fara í loftið og þá fáum við nákvæmari upplýsingar. Hve stór spurngan er, hversu mikið umfangið er og hvert hraunið flæðir. Þetta snýst mikið um hjá okkur hvert hraunið er að renna og hvert líklegast er að það renni.“ Í kjölfarið verði byrjað á að greina hvert hraun muni líklegast renna. „Það er byrjað á því þegar upplýsingarnar koma úr þyrlunni. Það má búast við upplýsingum á næsta klukkutíma en þetta gerist allt saman mjög hratt. Vefmyndavélar gefa okkur ansi góða sýn og öllum hinum sem fylgjast með í beinni útsendingu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Eldgos er hafið Eldgos hófst við Sundhnúka milli Stóra-Skógfells og Hagafells klukkan 20:23 í kvöld. Aðdragandinn var stuttur. Hraun rennur í tvær áttir og ógnar bæði Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi. 16. mars 2024 20:27 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum er verið að lýsa yfir neyðarstigi og hún vissi ekki betur en að rýming hafi gengið vel í Grindavík. „Það er verið að aðstoða við rýmingu og á Svartsengissvæðinu. Maður sér á vefmyndavélum þar sem fólk er að keyra í burtu. Það er meiri fjöldi á Svarstengissvæðinu en í Grindavík,“ sagði Hjördís í samtali við Vísi en hún sagði óljóst hversu margir hafi verið í Grindavík. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað margir. Það er verið að rýma Grindavík núna en síðustu nætur hefur verið gist í 5-10 húsum.“ Að sögn Hjördísar er þyrla Landhelgisgæslunnar komin í loftið með starfsmenn Almannavarna. Hún sagði ekki miklar upplýsingar að hafa um gosið enn sem komið er en í tilkynningu Almannavarna kemur fram að það sé á svæðinu á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. „Ekki nema bara það sem við horfum á. Þyra gæslunnar með okkar fólk er að fara í loftið og þá fáum við nákvæmari upplýsingar. Hve stór spurngan er, hversu mikið umfangið er og hvert hraunið flæðir. Þetta snýst mikið um hjá okkur hvert hraunið er að renna og hvert líklegast er að það renni.“ Í kjölfarið verði byrjað á að greina hvert hraun muni líklegast renna. „Það er byrjað á því þegar upplýsingarnar koma úr þyrlunni. Það má búast við upplýsingum á næsta klukkutíma en þetta gerist allt saman mjög hratt. Vefmyndavélar gefa okkur ansi góða sýn og öllum hinum sem fylgjast með í beinni útsendingu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Eldgos er hafið Eldgos hófst við Sundhnúka milli Stóra-Skógfells og Hagafells klukkan 20:23 í kvöld. Aðdragandinn var stuttur. Hraun rennur í tvær áttir og ógnar bæði Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi. 16. mars 2024 20:27 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Eldgos er hafið Eldgos hófst við Sundhnúka milli Stóra-Skógfells og Hagafells klukkan 20:23 í kvöld. Aðdragandinn var stuttur. Hraun rennur í tvær áttir og ógnar bæði Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi. 16. mars 2024 20:27