SpaceX vinnur að þyrpingu njósnagervihnatta Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2024 17:01 SpaceX stendur öðrum fyrirtækjum heims framar þegar kemur að því að skjóta gervihnöttum á braut um jörðu. AP/Eric Gay Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX vinna að því að mynda þyrpingu hundruð smárra njósnagervihnatta á braut um jörðu fyrir leyniþjónustur Bandaríkjanna. Gervihnettir þessir eiga meðal annars að geta myndað yfirborð jarðarinnar í góðum gæðum. Verkefnið ber nafnið Starshield en gervihnettirnir eiga að vera á lágri sporbraut um jörðu og samkvæmt heimildarmanni Reuters munu þeir gera Bandaríkjamönnum kleift að vakta yfirborð jarðarinnar af mikilli nákvæmni í rauntíma. Gervihnettina á að nota til að styðja við hermenn á jörðu niðri og til að afla upplýsinga. SpaceX er fyrir að vinna að sambærilegri þyrpingu samskiptagervihnatta sem ber nafnið Starlink. Starfsmenn fyrirtækisins hafa komið þúsundum slíkra gervihnatta á braut um jörðina á undanförnum árum og er markmiðið að gera fólki kleift að komast á internetið hvar sem er í heiminum. Ekki liggur fyrir hvort einhver gervihnöttur sem eigi að vera hluti af Starshield sé kominn á loft né hvenær til stendur að taka þyrpinguna í notkun. Talið er að á annan tug frumgerða gervihnatta hafi verið skotið út í geim frá 2020. Sjá einnig: Fjöldi gervihnatta á braut um jörðu talinn ósjálfbær Wall Street Journal hafði áður sagt frá tilvist Starshield og að gerður hefði verið 1,8 milljarða dala samningur við SpaceX vegna verkefnisins. Þá lá ekki fyrir hvurslags verkefni Starshield væri. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur deilt við embættismenn í Hvíta húsinu og fregnir hafa borist af því að ráðamenn og samstarfsmenn hans hafi áhyggjur af meintri fíkniefnanotkun hans og ummælum hans á samfélagsmiðlum og á almennum vettvangi. Samningurinn um Starshield þykir þó til marks um að forsvarsmenn leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna beri traust til forsvarsmanna SpaceX. SpaceX Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00 Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. 8. janúar 2024 23:33 Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56 Segja mögulegt að skjóta niður bandaríska gervihnetti Rússar segjast mögulega geta skotið niður gervihnetti Bandaríkjanna sem notaðir eru til að afla upplýsinga fyrir Úkraínumenn eða hjálpa þeim að öðru leyti. 28. október 2022 12:27 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Verkefnið ber nafnið Starshield en gervihnettirnir eiga að vera á lágri sporbraut um jörðu og samkvæmt heimildarmanni Reuters munu þeir gera Bandaríkjamönnum kleift að vakta yfirborð jarðarinnar af mikilli nákvæmni í rauntíma. Gervihnettina á að nota til að styðja við hermenn á jörðu niðri og til að afla upplýsinga. SpaceX er fyrir að vinna að sambærilegri þyrpingu samskiptagervihnatta sem ber nafnið Starlink. Starfsmenn fyrirtækisins hafa komið þúsundum slíkra gervihnatta á braut um jörðina á undanförnum árum og er markmiðið að gera fólki kleift að komast á internetið hvar sem er í heiminum. Ekki liggur fyrir hvort einhver gervihnöttur sem eigi að vera hluti af Starshield sé kominn á loft né hvenær til stendur að taka þyrpinguna í notkun. Talið er að á annan tug frumgerða gervihnatta hafi verið skotið út í geim frá 2020. Sjá einnig: Fjöldi gervihnatta á braut um jörðu talinn ósjálfbær Wall Street Journal hafði áður sagt frá tilvist Starshield og að gerður hefði verið 1,8 milljarða dala samningur við SpaceX vegna verkefnisins. Þá lá ekki fyrir hvurslags verkefni Starshield væri. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur deilt við embættismenn í Hvíta húsinu og fregnir hafa borist af því að ráðamenn og samstarfsmenn hans hafi áhyggjur af meintri fíkniefnanotkun hans og ummælum hans á samfélagsmiðlum og á almennum vettvangi. Samningurinn um Starshield þykir þó til marks um að forsvarsmenn leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna beri traust til forsvarsmanna SpaceX.
SpaceX Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00 Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. 8. janúar 2024 23:33 Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56 Segja mögulegt að skjóta niður bandaríska gervihnetti Rússar segjast mögulega geta skotið niður gervihnetti Bandaríkjanna sem notaðir eru til að afla upplýsinga fyrir Úkraínumenn eða hjálpa þeim að öðru leyti. 28. október 2022 12:27 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00
Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. 8. janúar 2024 23:33
Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56
Segja mögulegt að skjóta niður bandaríska gervihnetti Rússar segjast mögulega geta skotið niður gervihnetti Bandaríkjanna sem notaðir eru til að afla upplýsinga fyrir Úkraínumenn eða hjálpa þeim að öðru leyti. 28. október 2022 12:27