Engir langtímakjarasamningar án gjaldfrjálsra skólamáltíða Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2024 12:38 Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir það ekki koma til greina að sleppa gjaldfrjálsum skólamáltíðum í langtímakjarasamningum við sveitarfélögin. Hann sakar Sjálfstæðismenn um að notfæra sér verkalýðshreyfinguna í pólitískri skák. Í grein sem birt var í Morgunblaðinu á fimmtudag gagnrýndu 26 oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja þeirra í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Sjálfstæðismennirnir eru mjög svo á móti því að skólamáltíðir verði gerðar gjaldfrjálsar í þeim kjarasamningum sem verið er að semja um. Kemur ekki til greina að sleppa máltíðunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ekki sáttur með Sjálfstæðismennina og segir þá vera að notfæra sér verkalýðsbaráttuna í pólitískri skák. Verkalýðshreyfingin á eftir að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga og segir Vilhjálmur að það komi ekki til greina að sleppa gjaldfrjálsum skólamáltíðum í langtímakjarasamningum. „Ég tel að 99 prósent sveitarfélaga munu efna þetta loforð að fullu. Ef það verða einhver einstök sveitarfélög sem ekki munu gera það, þá klárlega verður samningurinn hjá því sveitarfélagi bara laus í febrúar á næsta ári,“ segir Vilhjálmur. Umtalsverður ávinningur Hann segir gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar skila sér heilmiklu til heimilanna. „Fríar skólamáltíðir skipta okkur gríðarlega miklu máli. Við erum mjög hrifin af þessari hugmyndafræði sem þarna er. Hún mun skila okkar fólki umtalsverðum ávinningi. Það liggur fyrir að hjón með tvö börn á grunnskólastigi séu að spara sér þarna 24 þúsund krónur á mánuði. Til að vera með 24 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur þá þyrftum við að hækka laun hér um allt að 40 þúsund krónur á mánuði þannig þetta er umtalsverður ávinningur,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur skrifaði einnig pistil um málið á Facebook-síðu sína sem lesa má hér fyrir neðan. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Vinnumarkaður Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Í grein sem birt var í Morgunblaðinu á fimmtudag gagnrýndu 26 oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja þeirra í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Sjálfstæðismennirnir eru mjög svo á móti því að skólamáltíðir verði gerðar gjaldfrjálsar í þeim kjarasamningum sem verið er að semja um. Kemur ekki til greina að sleppa máltíðunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ekki sáttur með Sjálfstæðismennina og segir þá vera að notfæra sér verkalýðsbaráttuna í pólitískri skák. Verkalýðshreyfingin á eftir að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga og segir Vilhjálmur að það komi ekki til greina að sleppa gjaldfrjálsum skólamáltíðum í langtímakjarasamningum. „Ég tel að 99 prósent sveitarfélaga munu efna þetta loforð að fullu. Ef það verða einhver einstök sveitarfélög sem ekki munu gera það, þá klárlega verður samningurinn hjá því sveitarfélagi bara laus í febrúar á næsta ári,“ segir Vilhjálmur. Umtalsverður ávinningur Hann segir gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar skila sér heilmiklu til heimilanna. „Fríar skólamáltíðir skipta okkur gríðarlega miklu máli. Við erum mjög hrifin af þessari hugmyndafræði sem þarna er. Hún mun skila okkar fólki umtalsverðum ávinningi. Það liggur fyrir að hjón með tvö börn á grunnskólastigi séu að spara sér þarna 24 þúsund krónur á mánuði. Til að vera með 24 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur þá þyrftum við að hækka laun hér um allt að 40 þúsund krónur á mánuði þannig þetta er umtalsverður ávinningur,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur skrifaði einnig pistil um málið á Facebook-síðu sína sem lesa má hér fyrir neðan.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Vinnumarkaður Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira